Enski boltinn

Pukki sá fyrsti frá Norwich til að vera valinn bestur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pukki með verðlaunin.
Pukki með verðlaunin. vísir/getty
Framherji Norwich, Teemu Pukki, hefur verið útnefndur besti leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 29 ára gamli Finni hafði þar af leiðandi betur geng Ashley Barnes, Roberto Firmino og þrenningunni frá Manchester City; Sergio Aguero, Raheem Sterling og Kevin De Bruyne.

Pukki skoraði fimm mörk í fjórum leikjum í ágúst og þar af meðal þrennu gegn Newcastle í 3-1 sigri Norwich.







Finnski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Norwich árið 2018 og borgaði Norwich ekki krónu fyrir hann. Hann skoraði 29 mörk á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að komast upp í deild þeirra bestu.

Pukki og félagar verða í eldlínunni á laugardaginn er ensku meistararnir í Manchester City koma í heimsókn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×