Vilja stöðva fok á rusli Sveinn Arnarsson skrifar 14. september 2019 07:45 Kristinn Jónasson. Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum. Sveitarfélagið mun í samvinnu við Gámaþjónustuna bjóða öllum íbúum upp á ókeypis festingar til að halda ruslatunnunum lokuðum. „Í þessari áskorun var bent á þá staðreynd að það gerist stundum að það komi vindur á Íslandi sem veldur því að það getur fokið upp úr ruslatunnunum hjá fólki. Við tókum bara þessari áskorun og finnst bara gott að fá þessa vakningu frá þeim,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast ókeypis festingar hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík. Kristinn segir lausnina einfalda og þægilega en um er að ræða teygju auk festinga. „Það er einhver fjöldi hérna sem hefur þegar gert þetta en við erum bara að ýta undir að fleiri geri þetta.“ Kristinn segir að flestir í sveitarfélaginu hafi fengi sér festingar fyrir sjálfar tunnurnar svo þær fjúki ekki á haf út. „En það er ekki gott ef lokið fýkur upp og ruslið svo úr tunnunni. Við höfum séð það gerast þótt það sé ekkert í stórkostlegu magni.“ Bæjarstjórinn segist bjartsýnn á að sem flestir komi og sæki sér festingar. „Fólki hér er mjög umhugað um umhverfi sitt þannig að ég á von á mjög góðum viðtökum. Nú er að koma haust og fínt að fara í þetta en við viljum auðvitað gera allt til að fanga sorpið svo það fari þangað sem það á að fara. Þetta er einn liður í því.“ Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum. Sveitarfélagið mun í samvinnu við Gámaþjónustuna bjóða öllum íbúum upp á ókeypis festingar til að halda ruslatunnunum lokuðum. „Í þessari áskorun var bent á þá staðreynd að það gerist stundum að það komi vindur á Íslandi sem veldur því að það getur fokið upp úr ruslatunnunum hjá fólki. Við tókum bara þessari áskorun og finnst bara gott að fá þessa vakningu frá þeim,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast ókeypis festingar hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík. Kristinn segir lausnina einfalda og þægilega en um er að ræða teygju auk festinga. „Það er einhver fjöldi hérna sem hefur þegar gert þetta en við erum bara að ýta undir að fleiri geri þetta.“ Kristinn segir að flestir í sveitarfélaginu hafi fengi sér festingar fyrir sjálfar tunnurnar svo þær fjúki ekki á haf út. „En það er ekki gott ef lokið fýkur upp og ruslið svo úr tunnunni. Við höfum séð það gerast þótt það sé ekkert í stórkostlegu magni.“ Bæjarstjórinn segist bjartsýnn á að sem flestir komi og sæki sér festingar. „Fólki hér er mjög umhugað um umhverfi sitt þannig að ég á von á mjög góðum viðtökum. Nú er að koma haust og fínt að fara í þetta en við viljum auðvitað gera allt til að fanga sorpið svo það fari þangað sem það á að fara. Þetta er einn liður í því.“
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira