„Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst“ Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2019 08:30 Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Össur Skarphéðinsson kallar eftir viðbrögðum dómsmálaráðherra vegna málsins. Fréttablaðið/Anton Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. Þar hélt Haraldur því fram að markvisst væri reynt að hrekja hann úr embætti og til þess hafi lögreglumenn, sem kunni ekki að meta það þegar tekið sé á þeirra málum hjá embættinu, farið fram með rógburð og ósannindi.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Nýr dómsmálaráðherra verður annað hvort að láta rannsaka hvaða rök liggja að baki svo alvarlegri ásökun eða skipta um ríkislögreglustjóra með hraði,“ sagði Össur í Facebook-færslu sinni í gær. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en Landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa greint frá mikilli óánægju með nokkra þætti í rekstri embættisins, meðal annars í bíla- og fatamálum. Leggja á niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin og stendur til að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá hefur því verið haldið fram að Haraldur gangi fram með ógnar- og óttastjórnun.Sjá einnig: Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar„Ríkislögreglustjóri fullyrðir í dag í viðtali við dagblað sem aldrei lýgur að spilling ríki innan lögreglunnar. Þetta virkar galið en engar forsendur hef ég til að efast um að ríkislögreglustjóri sé með réttu ráði. Viðtalið ber líka með sér að hin fordæmalausa og sögulega yfirlýsing um spillta lögreglu hafi verið sett fram að yfirlögðu ráði. Hvernig ætlar dómsmálaráðherrann að bregðast við? Hún getur ekki setið aðgerðalaus,“ sagði Össur jafnframt. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur sagði í samtali við fréttastofu í gær að framkoma Haraldar í umræddu viðtali væri honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.Sjá einnig: Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer framÖssur Skarphéðinsson segir málið vera alvarlegt og kalla á viðbrögð. „Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst. Málið er of alvarlegt til þess. Ef rannsókn leiðir í ljós að yfirlýsing ríkislögreglustjóra á við rök að styðjast er gott til að þess að vita að nýi dómsmálaráðherrann er vösk og líkleg til að láta hendur standa fram úr ermum við að hreinsa til í löggunni. Ef niðurstaðan er á annan veg verður staða ríkislögreglustjóra væntanlega auglýst á næstunni," bætti Össur við. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. Þar hélt Haraldur því fram að markvisst væri reynt að hrekja hann úr embætti og til þess hafi lögreglumenn, sem kunni ekki að meta það þegar tekið sé á þeirra málum hjá embættinu, farið fram með rógburð og ósannindi.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Nýr dómsmálaráðherra verður annað hvort að láta rannsaka hvaða rök liggja að baki svo alvarlegri ásökun eða skipta um ríkislögreglustjóra með hraði,“ sagði Össur í Facebook-færslu sinni í gær. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en Landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa greint frá mikilli óánægju með nokkra þætti í rekstri embættisins, meðal annars í bíla- og fatamálum. Leggja á niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin og stendur til að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá hefur því verið haldið fram að Haraldur gangi fram með ógnar- og óttastjórnun.Sjá einnig: Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar„Ríkislögreglustjóri fullyrðir í dag í viðtali við dagblað sem aldrei lýgur að spilling ríki innan lögreglunnar. Þetta virkar galið en engar forsendur hef ég til að efast um að ríkislögreglustjóri sé með réttu ráði. Viðtalið ber líka með sér að hin fordæmalausa og sögulega yfirlýsing um spillta lögreglu hafi verið sett fram að yfirlögðu ráði. Hvernig ætlar dómsmálaráðherrann að bregðast við? Hún getur ekki setið aðgerðalaus,“ sagði Össur jafnframt. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur sagði í samtali við fréttastofu í gær að framkoma Haraldar í umræddu viðtali væri honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.Sjá einnig: Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer framÖssur Skarphéðinsson segir málið vera alvarlegt og kalla á viðbrögð. „Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst. Málið er of alvarlegt til þess. Ef rannsókn leiðir í ljós að yfirlýsing ríkislögreglustjóra á við rök að styðjast er gott til að þess að vita að nýi dómsmálaráðherrann er vösk og líkleg til að láta hendur standa fram úr ermum við að hreinsa til í löggunni. Ef niðurstaðan er á annan veg verður staða ríkislögreglustjóra væntanlega auglýst á næstunni," bætti Össur við.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Sjá meira
Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22
Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13