Umferðarslys varð í morgun á Borgarfjarðarbraut við Grjóteyrarhæð. Þá þurfti að loka brautinni vegna slyssins. Um mjög harðan árekstur var að ræða en tveir bílar keyrðu beint framan á hvorn annan og þurfti að flytja tvo með sjúkrabíl á landsspítalann en einn var fluttur á heilsugæsluna í Borgarnesi.
Þrír voru í öðrum bílnum en aðeins einn í hinum. Lögregla og sjúkralið ásamt lækni komu á vettvang.