Undirritunardagurinn kom og fór Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2019 18:23 Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku. Samkomulag strandar ekki síst á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar, sem fulltrúi ríkisins segir flókið úrlausnarefni en þó sé einhugur um að vilja stuðla að betri vinnustöðum. Alls hafa 153 kjarasamningar á opinbera markaðnum verið lausir síðan í lok mars en í sumar settu samningsaðilar sér markmið um að ná undiritun fyrir 15. september. Sá dagur rann upp í dag, en enn er langt á milli fólks að mati formanns BSRB. „Við lögðum upp með þessa dagsetningu því við vonuðum að eftir sumarfríið kæmum við full af orku til baka og myndum ná breyttri nálgun og landa þessu með öðrum hætti. Því miður þá er enn þó nokkuð langt á milli samningsaðila, til dæmis varðandi styttingu vinnuvikunnar sem er eitt af stóru málunum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að ná kjarasamningum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundir næstu viku gætu skipt sköpum. „Félagsmenn aðildarfélaganna eru að ókyrrast enda er þetta mjög langur tími, samningar hafa verið lausir síðan 1. apríl, en við erum hins vegar ekki búin að taka neina ákvörðum um framhaldið,“ segir Sonja. „Við erum að horfa til þess að í næstu viku fáum við vonandi breytta nálgun af hálfu viðsemjenda og í lok vikunnar munum við taka samtal um það hvernig við leggjum upp í framhaldinu.“Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/FriðrikFlókið úrlausnarefni Formaður Samninganefndar ríkisins segir ríkan vilja í sínum röðum um að ná fram betri vinnutíma fyrir alla. Það sé þó í mörg horn að líta. „Þetta er dálítið flókið mál,“ segir Sverrir Jónsson. „Við erum að breyta vinnutíma yfir 20 þúsund starfsmanna á 150 stofnunum, hjá fólki sem er að sinna almenningi í viðkvæmustu stöðu; eins og á heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Við verðum því að vanda okkur, þetta tekur tíma en við erum áfram um að búa til betri vinnustaði þar sem fólki líður vel,“ segir Sverrir. Minna samflot hafi þó hægt á viðræðunum. „Við myndum vilja sjá meiri gang í málum, það gengur hægar en samninganefnd ríkissins hefði viljað sjá. Viðsemjendur hafa kostið að koma dálítið dreifðir til okkar, við virðum það en það hægir dálítið á ferlinu,“ segir Sverrir. „Við erum samt þeirrar skoðunar að undirbúningurinn og samtalið síðan í vor nýtist vel í þeirri textavinnu sem nú er að hefjast og vonandi ganga næstu vikur bara vel.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku. Samkomulag strandar ekki síst á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar, sem fulltrúi ríkisins segir flókið úrlausnarefni en þó sé einhugur um að vilja stuðla að betri vinnustöðum. Alls hafa 153 kjarasamningar á opinbera markaðnum verið lausir síðan í lok mars en í sumar settu samningsaðilar sér markmið um að ná undiritun fyrir 15. september. Sá dagur rann upp í dag, en enn er langt á milli fólks að mati formanns BSRB. „Við lögðum upp með þessa dagsetningu því við vonuðum að eftir sumarfríið kæmum við full af orku til baka og myndum ná breyttri nálgun og landa þessu með öðrum hætti. Því miður þá er enn þó nokkuð langt á milli samningsaðila, til dæmis varðandi styttingu vinnuvikunnar sem er eitt af stóru málunum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að ná kjarasamningum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundir næstu viku gætu skipt sköpum. „Félagsmenn aðildarfélaganna eru að ókyrrast enda er þetta mjög langur tími, samningar hafa verið lausir síðan 1. apríl, en við erum hins vegar ekki búin að taka neina ákvörðum um framhaldið,“ segir Sonja. „Við erum að horfa til þess að í næstu viku fáum við vonandi breytta nálgun af hálfu viðsemjenda og í lok vikunnar munum við taka samtal um það hvernig við leggjum upp í framhaldinu.“Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/FriðrikFlókið úrlausnarefni Formaður Samninganefndar ríkisins segir ríkan vilja í sínum röðum um að ná fram betri vinnutíma fyrir alla. Það sé þó í mörg horn að líta. „Þetta er dálítið flókið mál,“ segir Sverrir Jónsson. „Við erum að breyta vinnutíma yfir 20 þúsund starfsmanna á 150 stofnunum, hjá fólki sem er að sinna almenningi í viðkvæmustu stöðu; eins og á heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Við verðum því að vanda okkur, þetta tekur tíma en við erum áfram um að búa til betri vinnustaði þar sem fólki líður vel,“ segir Sverrir. Minna samflot hafi þó hægt á viðræðunum. „Við myndum vilja sjá meiri gang í málum, það gengur hægar en samninganefnd ríkissins hefði viljað sjá. Viðsemjendur hafa kostið að koma dálítið dreifðir til okkar, við virðum það en það hægir dálítið á ferlinu,“ segir Sverrir. „Við erum samt þeirrar skoðunar að undirbúningurinn og samtalið síðan í vor nýtist vel í þeirri textavinnu sem nú er að hefjast og vonandi ganga næstu vikur bara vel.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10
Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent