Undirritunardagurinn kom og fór Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2019 18:23 Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku. Samkomulag strandar ekki síst á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar, sem fulltrúi ríkisins segir flókið úrlausnarefni en þó sé einhugur um að vilja stuðla að betri vinnustöðum. Alls hafa 153 kjarasamningar á opinbera markaðnum verið lausir síðan í lok mars en í sumar settu samningsaðilar sér markmið um að ná undiritun fyrir 15. september. Sá dagur rann upp í dag, en enn er langt á milli fólks að mati formanns BSRB. „Við lögðum upp með þessa dagsetningu því við vonuðum að eftir sumarfríið kæmum við full af orku til baka og myndum ná breyttri nálgun og landa þessu með öðrum hætti. Því miður þá er enn þó nokkuð langt á milli samningsaðila, til dæmis varðandi styttingu vinnuvikunnar sem er eitt af stóru málunum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að ná kjarasamningum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundir næstu viku gætu skipt sköpum. „Félagsmenn aðildarfélaganna eru að ókyrrast enda er þetta mjög langur tími, samningar hafa verið lausir síðan 1. apríl, en við erum hins vegar ekki búin að taka neina ákvörðum um framhaldið,“ segir Sonja. „Við erum að horfa til þess að í næstu viku fáum við vonandi breytta nálgun af hálfu viðsemjenda og í lok vikunnar munum við taka samtal um það hvernig við leggjum upp í framhaldinu.“Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/FriðrikFlókið úrlausnarefni Formaður Samninganefndar ríkisins segir ríkan vilja í sínum röðum um að ná fram betri vinnutíma fyrir alla. Það sé þó í mörg horn að líta. „Þetta er dálítið flókið mál,“ segir Sverrir Jónsson. „Við erum að breyta vinnutíma yfir 20 þúsund starfsmanna á 150 stofnunum, hjá fólki sem er að sinna almenningi í viðkvæmustu stöðu; eins og á heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Við verðum því að vanda okkur, þetta tekur tíma en við erum áfram um að búa til betri vinnustaði þar sem fólki líður vel,“ segir Sverrir. Minna samflot hafi þó hægt á viðræðunum. „Við myndum vilja sjá meiri gang í málum, það gengur hægar en samninganefnd ríkissins hefði viljað sjá. Viðsemjendur hafa kostið að koma dálítið dreifðir til okkar, við virðum það en það hægir dálítið á ferlinu,“ segir Sverrir. „Við erum samt þeirrar skoðunar að undirbúningurinn og samtalið síðan í vor nýtist vel í þeirri textavinnu sem nú er að hefjast og vonandi ganga næstu vikur bara vel.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku. Samkomulag strandar ekki síst á ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar, sem fulltrúi ríkisins segir flókið úrlausnarefni en þó sé einhugur um að vilja stuðla að betri vinnustöðum. Alls hafa 153 kjarasamningar á opinbera markaðnum verið lausir síðan í lok mars en í sumar settu samningsaðilar sér markmið um að ná undiritun fyrir 15. september. Sá dagur rann upp í dag, en enn er langt á milli fólks að mati formanns BSRB. „Við lögðum upp með þessa dagsetningu því við vonuðum að eftir sumarfríið kæmum við full af orku til baka og myndum ná breyttri nálgun og landa þessu með öðrum hætti. Því miður þá er enn þó nokkuð langt á milli samningsaðila, til dæmis varðandi styttingu vinnuvikunnar sem er eitt af stóru málunum okkar. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að ná kjarasamningum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundir næstu viku gætu skipt sköpum. „Félagsmenn aðildarfélaganna eru að ókyrrast enda er þetta mjög langur tími, samningar hafa verið lausir síðan 1. apríl, en við erum hins vegar ekki búin að taka neina ákvörðum um framhaldið,“ segir Sonja. „Við erum að horfa til þess að í næstu viku fáum við vonandi breytta nálgun af hálfu viðsemjenda og í lok vikunnar munum við taka samtal um það hvernig við leggjum upp í framhaldinu.“Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/FriðrikFlókið úrlausnarefni Formaður Samninganefndar ríkisins segir ríkan vilja í sínum röðum um að ná fram betri vinnutíma fyrir alla. Það sé þó í mörg horn að líta. „Þetta er dálítið flókið mál,“ segir Sverrir Jónsson. „Við erum að breyta vinnutíma yfir 20 þúsund starfsmanna á 150 stofnunum, hjá fólki sem er að sinna almenningi í viðkvæmustu stöðu; eins og á heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Við verðum því að vanda okkur, þetta tekur tíma en við erum áfram um að búa til betri vinnustaði þar sem fólki líður vel,“ segir Sverrir. Minna samflot hafi þó hægt á viðræðunum. „Við myndum vilja sjá meiri gang í málum, það gengur hægar en samninganefnd ríkissins hefði viljað sjá. Viðsemjendur hafa kostið að koma dálítið dreifðir til okkar, við virðum það en það hægir dálítið á ferlinu,“ segir Sverrir. „Við erum samt þeirrar skoðunar að undirbúningurinn og samtalið síðan í vor nýtist vel í þeirri textavinnu sem nú er að hefjast og vonandi ganga næstu vikur bara vel.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10
Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00