Tilviljun réði því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. september 2019 22:01 Tilviljun réð því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík. Á þremur árum, frá því starfsemin hófst þar, hefur ferðamönnum farið fjölgandi á svæðinu. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum hafa löngum kalla eftir því að ferðamönnum sé dreift betur um landið. Ferðaþjónusta þar hefur þó, líkt og annars staðar vaxið á síðustu árum, en þó ekki í sama mæli. Í Steingrímsfirði er hvalaskoðun, og þegar fréttastofan var það á ferð á dögunum, var hvalaskoðunarskipið Láki að koma inn til hafnar á Hólmavík, með fullan bát af ferðamönnum. Víðir Björnsson, skipstjóri skipsins, segir það hafa verið hreina tilviljun að farið var að gera út hvalaskoðunarbát frá Hólmavík. „Eigandinn var bara hér á ferðalagi og þegar hann er að koma niður Þröskuldana þá sér hann hvalina blása hérna úti. Þetta var orðinn svona aukabátur þegar nýi báturinn var keyptur í Grundafjörð, þannig byrjaði þetta fyrir þremur árum,“ segir Víðir.Víðir Björnsson, skipstjóri hvalaskoðunarskipsins Láka.Vísir/Stöð 2Eru líka með starfsemi á Snæfellsnesi Fyrirtækið Láki Tours gerir út tvo aðra báta frá Snæfellsnesi. Víðir segir að hvalaskoðunartímabilið í Steingrímsfirði hafi lengst ár frá ári og að svæðið sé einstakt til hvalaskoðunar. „Núna verðum við fram í miðjan september og það er bara búið að ganga mjög vel. Við fengum eina viku sem að var léleg en annars sjáum við hval á hverjum einasta degi,“ segir Víðir.Hvað eruð þið að sjá marga hvali?„Þeir eru stundum jafn margir og farþegarnir. Þeir voru átta í þessum túr en þetta getur verið allt upp í fimmtán hvalir,“ segir Víðir. Víðir segir reksturinn hafa vaxið síðan farið var af stað fyrir þremur árum. Hann segir að þó svo sé megi stýra ferðamönnum meira inn á þetta svæði. „Við erum rúmlega búnir að tvöfalda síðan í fyrra en það mætti gjarnan vera meira,“ segir Víðir.Hvernig verður svo veturinn, gerið þið út allt árið?„Í Ólafsvík erum við með þetta á ársgrundvelli en hérna verðum við til 15. september og byrjum svo vonandi fyrr, jafnvel um miðjan maí,“ segir Víðir.Ferðamenn hafa séð allt að fimmtán hvali í einni ferð með hvalaskoðunarskipinu Láka, í Steingrímsfirði.Vísir/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Strandabyggð Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Tilviljun réð því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík. Á þremur árum, frá því starfsemin hófst þar, hefur ferðamönnum farið fjölgandi á svæðinu. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum hafa löngum kalla eftir því að ferðamönnum sé dreift betur um landið. Ferðaþjónusta þar hefur þó, líkt og annars staðar vaxið á síðustu árum, en þó ekki í sama mæli. Í Steingrímsfirði er hvalaskoðun, og þegar fréttastofan var það á ferð á dögunum, var hvalaskoðunarskipið Láki að koma inn til hafnar á Hólmavík, með fullan bát af ferðamönnum. Víðir Björnsson, skipstjóri skipsins, segir það hafa verið hreina tilviljun að farið var að gera út hvalaskoðunarbát frá Hólmavík. „Eigandinn var bara hér á ferðalagi og þegar hann er að koma niður Þröskuldana þá sér hann hvalina blása hérna úti. Þetta var orðinn svona aukabátur þegar nýi báturinn var keyptur í Grundafjörð, þannig byrjaði þetta fyrir þremur árum,“ segir Víðir.Víðir Björnsson, skipstjóri hvalaskoðunarskipsins Láka.Vísir/Stöð 2Eru líka með starfsemi á Snæfellsnesi Fyrirtækið Láki Tours gerir út tvo aðra báta frá Snæfellsnesi. Víðir segir að hvalaskoðunartímabilið í Steingrímsfirði hafi lengst ár frá ári og að svæðið sé einstakt til hvalaskoðunar. „Núna verðum við fram í miðjan september og það er bara búið að ganga mjög vel. Við fengum eina viku sem að var léleg en annars sjáum við hval á hverjum einasta degi,“ segir Víðir.Hvað eruð þið að sjá marga hvali?„Þeir eru stundum jafn margir og farþegarnir. Þeir voru átta í þessum túr en þetta getur verið allt upp í fimmtán hvalir,“ segir Víðir. Víðir segir reksturinn hafa vaxið síðan farið var af stað fyrir þremur árum. Hann segir að þó svo sé megi stýra ferðamönnum meira inn á þetta svæði. „Við erum rúmlega búnir að tvöfalda síðan í fyrra en það mætti gjarnan vera meira,“ segir Víðir.Hvernig verður svo veturinn, gerið þið út allt árið?„Í Ólafsvík erum við með þetta á ársgrundvelli en hérna verðum við til 15. september og byrjum svo vonandi fyrr, jafnvel um miðjan maí,“ segir Víðir.Ferðamenn hafa séð allt að fimmtán hvali í einni ferð með hvalaskoðunarskipinu Láka, í Steingrímsfirði.Vísir/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Strandabyggð Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira