Hvetur fólk til að borða diska og hnífapör Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. september 2019 06:45 Bartosz Wojcik flutti til Íslands fyrir 10 árum og ætlaði aðeins að vera hér í eitt ár. Hann hefur starfað sem kokkur á ýmsum stöðum. Fréttablaðið/Valli „Hugmyndin er ekki flókin. Hún er bara sú að minnka úrgang sem myndast við neyslu á mat,“ segir Bartosz Wójcik, eigandi Eco Ísland. Fyrirtækið selur umhverfisvænan borðbúnað og matarílát sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru æt. Bartosz flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 10 árum og ætlaði sér að vinna hér á landi í eitt sumar en líkaði dvölin svo vel að hér er hann enn. „Ég hef unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum hér í Reykjavík síðastliðin sjö ár og í þeirri vinnu sér maður vel allan þann úrgang sem fellur til við framreiðslu, matargerð og neyslu matvæla,“ segir Bartosz. „Ólíkt Donald Trump hef ég áhyggjur af hlýnun jarðar. Sem betur fer hefur sá hópur fólks sem er umhugað um umhverfið og ástand jarðarinnar stækkað ört síðastliðin ár og ég er í þeim hópi. Svo hefur það að búa í hreinasta landi heims haft áhrif á það hvernig ég hugsa um umhverfið og út frá því ákvað ég að einbeita mér meira að umhverfismálum,“ segir Bartosz.Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög hratt niður.„Vörurnar eru umhverfisvænar, ekki einungis vegna þess að þær eru framleiddar úr lífrænum og niðurbrjótanlegum efnum heldur er framleiðsluferlið líka þannig að það hefur ekki mikil áhrif á umhverfið,“ segir Bartosz. Vörurnar eru framleiddar úr hveitiklíði og vatni, en úr einu tonni af hveitiklíði og litlu magni af vatni verða til um 10.000 diskar, skálar og hnífapör sem brotna niður í umhverfinu á 30 dögum. „Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög fljótt niður,“ segir Bartosz. „Svo er hægt að gera enn betur og borða bara hnífapörin og boxin undir matinn,“ bætir hann við og brosir. „Það er nefnilega þannig að þetta er allt ætt og þolir bæði ofn og örbylgjuofn. Þú getur jafnvel bakað köku í diskunum og borðað svo allt upp til agna, sem þýðir ekkert rusl,“ segir Bartosz. Aðspurður hvort ætur og umhverfisvænn borðbúnaður sé eitthvað sem vantar í veitingageirann á Íslandi segir hann að það sé ekki spurning. „Ég held að það sé þörf á umhverfisvænni kosti í öllum matvælaiðnaði. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að við öll séum meðvituð um og reynum að gera okkar besta.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
„Hugmyndin er ekki flókin. Hún er bara sú að minnka úrgang sem myndast við neyslu á mat,“ segir Bartosz Wójcik, eigandi Eco Ísland. Fyrirtækið selur umhverfisvænan borðbúnað og matarílát sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru æt. Bartosz flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 10 árum og ætlaði sér að vinna hér á landi í eitt sumar en líkaði dvölin svo vel að hér er hann enn. „Ég hef unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum hér í Reykjavík síðastliðin sjö ár og í þeirri vinnu sér maður vel allan þann úrgang sem fellur til við framreiðslu, matargerð og neyslu matvæla,“ segir Bartosz. „Ólíkt Donald Trump hef ég áhyggjur af hlýnun jarðar. Sem betur fer hefur sá hópur fólks sem er umhugað um umhverfið og ástand jarðarinnar stækkað ört síðastliðin ár og ég er í þeim hópi. Svo hefur það að búa í hreinasta landi heims haft áhrif á það hvernig ég hugsa um umhverfið og út frá því ákvað ég að einbeita mér meira að umhverfismálum,“ segir Bartosz.Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög hratt niður.„Vörurnar eru umhverfisvænar, ekki einungis vegna þess að þær eru framleiddar úr lífrænum og niðurbrjótanlegum efnum heldur er framleiðsluferlið líka þannig að það hefur ekki mikil áhrif á umhverfið,“ segir Bartosz. Vörurnar eru framleiddar úr hveitiklíði og vatni, en úr einu tonni af hveitiklíði og litlu magni af vatni verða til um 10.000 diskar, skálar og hnífapör sem brotna niður í umhverfinu á 30 dögum. „Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög fljótt niður,“ segir Bartosz. „Svo er hægt að gera enn betur og borða bara hnífapörin og boxin undir matinn,“ bætir hann við og brosir. „Það er nefnilega þannig að þetta er allt ætt og þolir bæði ofn og örbylgjuofn. Þú getur jafnvel bakað köku í diskunum og borðað svo allt upp til agna, sem þýðir ekkert rusl,“ segir Bartosz. Aðspurður hvort ætur og umhverfisvænn borðbúnaður sé eitthvað sem vantar í veitingageirann á Íslandi segir hann að það sé ekki spurning. „Ég held að það sé þörf á umhverfisvænni kosti í öllum matvælaiðnaði. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að við öll séum meðvituð um og reynum að gera okkar besta.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira