„Við erum öll í einni keðju og ég er lásinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. september 2019 21:30 Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega. Veitur endurnýja nú stofnlagnir fyrir hita og vatnsveitu við þrjár götur á Álftanesi. Framkvæmdirnar hófust fyrir mánuði og áætlað er að þeim ljúki í október. Vegna framkvæmdanna hefur Suðurnesvegi verið lokað og því hefur umferð aukist mikið við Breiðamýri þar sem eru tveir leikskólar, grunnskóli , sundlaug og íþróttamiðstöð. Oddur Carl Thorarensen ritstjóri íbúar Álftaness segir íbúa hafa áhyggjur af umferð við helstu skóla og íþróttamiðstöð Álftaness.„Íbúar eru uggandi vegna framkvæmdanna þar sem lokunin við Suðurnesveg hefur þau áhrif að það er meira ekið framhjá skólunum og íþróttaaðstöðunni hérna. Þeir segja að þeir hafi ekki fengið svör frá Veitum þegar þeir hafa sent inn spurningar og óttast að framkvæmdirnar muni dragast of mikið. Það má hins vegar nefna að við erum afar ánægð með að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar, segir Oddur Carl Thorarensen ritstjóri Fabebooksíðunnar Íbúar Álftaness. Oddur bendir á að hægt sé að aka aðra leið en framhjá skólunum. Sveinn Bjarnason eða Denni hefur verið gangbrautarvörður við skólanna í 14 ár tekur undir með Oddi. „Ég hef mælt báðar vegalengdir og það er alveg jafn langt fyrir ökumenn að fara hina leiðina. Áður en framkvæmdirnar hófust voru hér að meðaltali um 60 bílar að fara um á morgnanna en nú hef ég talið allt að 200 bíla. Þá eru of margir sem aka yfir hámarkshraða sem er 30 kílómetrar á klukkustund,“ segir Denni. Denni segir að samfélagið í heild beri ábyrgð á ferlinu. „Börnin, foreldrarnir, skólinn, ökumennirnir eru í raun ein keðja og í henni er ég lásinn og fylgi krökkunum yfir götuna. Það hefur komið fyrir að lásinn hefur veikst og þá verður keðjan bara að halda og gera engin mistök,“ segir Denni. Denni segir starfið afar gefandi. „Börnin eru alveg yndisleg, þau eru svo góð. Einu sinni veiktist ég og þá heyrði ég af stelpu sem hljóp heim til sín alveg í sjokki yfir að Denni væri ekki við gangbrautina. Þetta þótti mér vænt um. Þegar vorar þá koma yngstu börnin yfir götuna hjá mér með foreldrum sínum og þá eru þau eru eins og blóm,“ segir Denni. Denni sem var í fimm lögum af fatnaði segir að sér verði sjaldan kalt í starfinu, hann sé með skúr þar sem hann geti hlýjað sér eða sótt sér meiri föt. Umferðaröryggi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega. Veitur endurnýja nú stofnlagnir fyrir hita og vatnsveitu við þrjár götur á Álftanesi. Framkvæmdirnar hófust fyrir mánuði og áætlað er að þeim ljúki í október. Vegna framkvæmdanna hefur Suðurnesvegi verið lokað og því hefur umferð aukist mikið við Breiðamýri þar sem eru tveir leikskólar, grunnskóli , sundlaug og íþróttamiðstöð. Oddur Carl Thorarensen ritstjóri íbúar Álftaness segir íbúa hafa áhyggjur af umferð við helstu skóla og íþróttamiðstöð Álftaness.„Íbúar eru uggandi vegna framkvæmdanna þar sem lokunin við Suðurnesveg hefur þau áhrif að það er meira ekið framhjá skólunum og íþróttaaðstöðunni hérna. Þeir segja að þeir hafi ekki fengið svör frá Veitum þegar þeir hafa sent inn spurningar og óttast að framkvæmdirnar muni dragast of mikið. Það má hins vegar nefna að við erum afar ánægð með að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar, segir Oddur Carl Thorarensen ritstjóri Fabebooksíðunnar Íbúar Álftaness. Oddur bendir á að hægt sé að aka aðra leið en framhjá skólunum. Sveinn Bjarnason eða Denni hefur verið gangbrautarvörður við skólanna í 14 ár tekur undir með Oddi. „Ég hef mælt báðar vegalengdir og það er alveg jafn langt fyrir ökumenn að fara hina leiðina. Áður en framkvæmdirnar hófust voru hér að meðaltali um 60 bílar að fara um á morgnanna en nú hef ég talið allt að 200 bíla. Þá eru of margir sem aka yfir hámarkshraða sem er 30 kílómetrar á klukkustund,“ segir Denni. Denni segir að samfélagið í heild beri ábyrgð á ferlinu. „Börnin, foreldrarnir, skólinn, ökumennirnir eru í raun ein keðja og í henni er ég lásinn og fylgi krökkunum yfir götuna. Það hefur komið fyrir að lásinn hefur veikst og þá verður keðjan bara að halda og gera engin mistök,“ segir Denni. Denni segir starfið afar gefandi. „Börnin eru alveg yndisleg, þau eru svo góð. Einu sinni veiktist ég og þá heyrði ég af stelpu sem hljóp heim til sín alveg í sjokki yfir að Denni væri ekki við gangbrautina. Þetta þótti mér vænt um. Þegar vorar þá koma yngstu börnin yfir götuna hjá mér með foreldrum sínum og þá eru þau eru eins og blóm,“ segir Denni. Denni sem var í fimm lögum af fatnaði segir að sér verði sjaldan kalt í starfinu, hann sé með skúr þar sem hann geti hlýjað sér eða sótt sér meiri föt.
Umferðaröryggi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent