Stundin hagnaðist um tíu milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 10:01 Útgáfufélagið Stundin ehf. hagnaðist um rúmlega tíu milljónir króna á árinu 2018. Það er aukning um fjórar milljónir frá árinu 2017. Þá var ný stjórn kjörin á aðalfundi útgáfufélagsins. Í tilkynningu frá Stundinni segir að afkoman sé í samræmi við markmið félagsins að forðast hallarekstur og skuldsetningu til að viðhalda sjálfstæði ritstjórnar. „Helsta markmið félagsins er starfræksla óháðrar fjölmiðlaritstjórnar og forsenda þess er sjálfbær rekstur. Í því skyni verður haldið áfram að leggja höfuðáherslu á rekstur án halla eða skuldsetningar og mun umfang starfseminnar helst stýrast af stuðningi almennings með kaupum á áskrift,“ segir í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, stærstu eigendur og ritstjórar Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og annar ritstjóra hennar, segir að meirihluti tekna Stundarinnar sé vegna áskrifta. „Við erum þakklát fyrir að stærsti hluti rekstrartekna Stundarinnar spretti frá almennum borgurum sem hafa kosið að gerast áskrifendur. Þetta tryggir að rekstrarlegir hagsmunir Stundarinnar eru sem mest í samhengi við hagsmuni almennings.“ Stundin er í dreifðu eignarhaldi og eru stærstu eigendur ritstjórarnir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, vefhönnuðurinn Jón Ingi Stefánsson, sölustjórinn Heiða B. Heiðarsdóttir, fyrrverandi ritstjórinn Reynir Traustason og svo Snæbjörn Björnsson Birnir og Höskuldur Höskuldsson, með rúmlega 12 prósenta hlut hvert. Í fráfarandi stjórn sátu Heiða B. Heiðarsdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Reynir Traustason. Ný stjórn er skipuð tveimur af eigendum, sem þó eru ekki starfsmenn félagsins, og svo óháðum stjórnarformanni. Nýr stjórnarformaður, Elín G. Ragnarsdóttir, hefur meðal annars rekið bókaútgáfu og stýrt fjölmiðlafyrirtæki. Stjórnarmaðurinn Höskuldur Höskuldsson hefur á undanförnum árum rekið innflutningsfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Stjórnarmaðurinn Egill Sigurðarson er stærðfræðingur og forritari, búsettur í London, menntaður frá Háskólanum í Reykjavík og Oxford-háskóla. Fjölmiðlar Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Útgáfufélagið Stundin ehf. hagnaðist um rúmlega tíu milljónir króna á árinu 2018. Það er aukning um fjórar milljónir frá árinu 2017. Þá var ný stjórn kjörin á aðalfundi útgáfufélagsins. Í tilkynningu frá Stundinni segir að afkoman sé í samræmi við markmið félagsins að forðast hallarekstur og skuldsetningu til að viðhalda sjálfstæði ritstjórnar. „Helsta markmið félagsins er starfræksla óháðrar fjölmiðlaritstjórnar og forsenda þess er sjálfbær rekstur. Í því skyni verður haldið áfram að leggja höfuðáherslu á rekstur án halla eða skuldsetningar og mun umfang starfseminnar helst stýrast af stuðningi almennings með kaupum á áskrift,“ segir í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, stærstu eigendur og ritstjórar Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og annar ritstjóra hennar, segir að meirihluti tekna Stundarinnar sé vegna áskrifta. „Við erum þakklát fyrir að stærsti hluti rekstrartekna Stundarinnar spretti frá almennum borgurum sem hafa kosið að gerast áskrifendur. Þetta tryggir að rekstrarlegir hagsmunir Stundarinnar eru sem mest í samhengi við hagsmuni almennings.“ Stundin er í dreifðu eignarhaldi og eru stærstu eigendur ritstjórarnir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, vefhönnuðurinn Jón Ingi Stefánsson, sölustjórinn Heiða B. Heiðarsdóttir, fyrrverandi ritstjórinn Reynir Traustason og svo Snæbjörn Björnsson Birnir og Höskuldur Höskuldsson, með rúmlega 12 prósenta hlut hvert. Í fráfarandi stjórn sátu Heiða B. Heiðarsdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Reynir Traustason. Ný stjórn er skipuð tveimur af eigendum, sem þó eru ekki starfsmenn félagsins, og svo óháðum stjórnarformanni. Nýr stjórnarformaður, Elín G. Ragnarsdóttir, hefur meðal annars rekið bókaútgáfu og stýrt fjölmiðlafyrirtæki. Stjórnarmaðurinn Höskuldur Höskuldsson hefur á undanförnum árum rekið innflutningsfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Stjórnarmaðurinn Egill Sigurðarson er stærðfræðingur og forritari, búsettur í London, menntaður frá Háskólanum í Reykjavík og Oxford-háskóla.
Fjölmiðlar Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent