Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2019 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. Þar er ætlunin að leiða saman fólk frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, jafnt heimsþekkta fyrirlesara sem og þá sem hafa unnið að grasrótarstarfinu. Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í dag og stendur yfir næstu tvo daga en hún er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að Metoo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í réttindamálum, er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnunnar. „Okkur fannst við hæfi að Ísland sem hlýtur reglulega alþjóðlegar viðurkenningar á sviði jafnréttismála bjóði upp á svæði og rými fyrir erfiðari anga þeirrar umræðu. Við sáum að Metoo hreyfingin afhjúpaði mikið kynbundið misrétti og áreitni og ofbeldi hér á Íslandi og gerði það um öll Norðurlöndin. Okkur langaði að taka þann veruleika og setja það í alþjóðlegt samfélag. Og skoða þau þemu sem komu upp í tengslum við Metoo bæði hér og annars staðar,“ segir Halla.Yfir 800 manns boðað komu sína Sagt verður frá tillögum óbirtrar skýrslu UN WOMEN undir yfirskriftinni What will it take? Promoting Cultural Change to End Sexual Harassment. Í skýrslunni eru greindar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar #metoo, bæði formlegar breytingar og samfélagslegar. Einnig verður fjallað um niðurstöður viðamikillar rannsóknar á umfangi kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Þá mun Angela Davis, prófessor og rithöfundur, flytja lykilerindi um áhrif #metoo hreyfingarinnar.Halla Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.Vísir/VilhelmYfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.Heimsfrægir fyrirlesarar Angela Davis, prófessor og rithöfundur, mun flytja lykilerindi um áhrif hreyfingarinnar en Halla segir Angelu hafa öðlast heimsfrægð í kringum 1970. „Þegar hún sat í fangelsi sem pólitískur fangi og þá var mikil herferð til að koma henni þaðan út, sem grasrótarhópar út um allan heim tóku þátt í og minniháttarnöfn eins og Rolling Stones og John Lennon og Yoko Ono. Hún öðlaðist heimsfrægð í kringum það og hefur verið einn áhrifamesti fræðimaður og hugsuður heims á sviði samþættingar kynþáttar og stéttar. Hún verður hér í dag til að gefa okkur innsýn í hennar greiningu á Metoo,“ segir Halla en dagskráin verður afar fjölbreytt. „Síðan erum við með marga mjög þekkta fyrirlesara á borð við Roxane Gay, Liz Kelly, Marai Larasi og Cynthia Enloe og svo bara fjölmarga íslenska og norræna og alþjóðlega aktivísta og fólk sem hefur verið að skipuleggja grasrótarhreyfingar sem er kannski ekki jafn þekkt nöfn en ótrúlega merkileg vinna sem þetta fólk hefur unnið. Og við erum að hugsa það, að ef við leiðum allt þetta fólk saman frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, hvort það gerist ekki eitthvað magnað.“Að neðan má sjá viðtal Channel 4 við Angelu Davis. Jafnréttismál MeToo Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. Þar er ætlunin að leiða saman fólk frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, jafnt heimsþekkta fyrirlesara sem og þá sem hafa unnið að grasrótarstarfinu. Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í dag og stendur yfir næstu tvo daga en hún er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að Metoo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í réttindamálum, er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnunnar. „Okkur fannst við hæfi að Ísland sem hlýtur reglulega alþjóðlegar viðurkenningar á sviði jafnréttismála bjóði upp á svæði og rými fyrir erfiðari anga þeirrar umræðu. Við sáum að Metoo hreyfingin afhjúpaði mikið kynbundið misrétti og áreitni og ofbeldi hér á Íslandi og gerði það um öll Norðurlöndin. Okkur langaði að taka þann veruleika og setja það í alþjóðlegt samfélag. Og skoða þau þemu sem komu upp í tengslum við Metoo bæði hér og annars staðar,“ segir Halla.Yfir 800 manns boðað komu sína Sagt verður frá tillögum óbirtrar skýrslu UN WOMEN undir yfirskriftinni What will it take? Promoting Cultural Change to End Sexual Harassment. Í skýrslunni eru greindar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar #metoo, bæði formlegar breytingar og samfélagslegar. Einnig verður fjallað um niðurstöður viðamikillar rannsóknar á umfangi kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Þá mun Angela Davis, prófessor og rithöfundur, flytja lykilerindi um áhrif #metoo hreyfingarinnar.Halla Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.Vísir/VilhelmYfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.Heimsfrægir fyrirlesarar Angela Davis, prófessor og rithöfundur, mun flytja lykilerindi um áhrif hreyfingarinnar en Halla segir Angelu hafa öðlast heimsfrægð í kringum 1970. „Þegar hún sat í fangelsi sem pólitískur fangi og þá var mikil herferð til að koma henni þaðan út, sem grasrótarhópar út um allan heim tóku þátt í og minniháttarnöfn eins og Rolling Stones og John Lennon og Yoko Ono. Hún öðlaðist heimsfrægð í kringum það og hefur verið einn áhrifamesti fræðimaður og hugsuður heims á sviði samþættingar kynþáttar og stéttar. Hún verður hér í dag til að gefa okkur innsýn í hennar greiningu á Metoo,“ segir Halla en dagskráin verður afar fjölbreytt. „Síðan erum við með marga mjög þekkta fyrirlesara á borð við Roxane Gay, Liz Kelly, Marai Larasi og Cynthia Enloe og svo bara fjölmarga íslenska og norræna og alþjóðlega aktivísta og fólk sem hefur verið að skipuleggja grasrótarhreyfingar sem er kannski ekki jafn þekkt nöfn en ótrúlega merkileg vinna sem þetta fólk hefur unnið. Og við erum að hugsa það, að ef við leiðum allt þetta fólk saman frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, hvort það gerist ekki eitthvað magnað.“Að neðan má sjá viðtal Channel 4 við Angelu Davis.
Jafnréttismál MeToo Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira