Ástandið á flakinu gerir rannsakendum erfitt fyrir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 11:23 Frá vettvangi í dag. Vélin er í forgrunni myndarinnar og eins sést þá kviknaði í henni. Landhelgisgæslan Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma. Það þykir með ólíkindum að flugmaður lítillar flugvélar sem brotlenti á Skálfellsöxl í gær hafi ekki slasast alvarlega. Fyrstu upplýsingar um slysið komu í gegnum stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar neyðarsendir vélarinnar fór af stað og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn tæpri klukkustund eftir að neyðarboðin bárust og kom hann gangandi á móts við áhöfn þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn með einhverja áverka á andliti og fótum.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmRannsókn á tildrögum slyssins hófst strax af hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugvélin er afar illa farin en eldur kom upp í henni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að vettvangsrannsókn hafi gengið vel en henni lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við tókum flakið saman og það var flutt á sérútbúnum björgunarsveitarbíl í bæinn og í flugskýli Rannsóknarnefndarinnar að því loknu. Í framhaldi af því var vettvangsvinnu lokið,“ segir Ragnar. Ragnar segir að rætt hafi verið við flugmanninn í gær en frekari skýrslutaka er fyrirhuguð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Loftmyndir ehf.„Aðstæður voru svo sem ágætar. Það kom í ljós eftir að við vorum komnir á vettvang að það var hægt að komast að á breyttum bílum. Þannig að aðgengi var betra en okkur var tjáð í fyrstu. Vélin var samt illa brunnin.“Hafið þið upplýsingar um hvað kom fyrir? „Ekki sem ég get tjáð mig um að svo stöddu.“ Ragnar segir að rannsóknin á flaki vélarinnar gæti orðið erfið þar sem það sé illa brunnið. „Óneitanlega er minna hægt að lesa út úr vettvangsgögnum þegar að slíkt er, en það er kannski of snemmt að segja hvað við munum samt fá út úr flakinu.“ Flugslysið í gær er það áttunda á aðeins nokkrum mánuðum og segir Ragnar að rannsókn þeirra muni taka langan tíma. „Það var ekkert flugslys í fyrra, sem var mjög gott en vanalega erum við með nokkur flugslys á ári. Við eigum svo sem eftir að fara yfir tölfræðina. Ég tel samt að þetta sé svona í hærri kantinum. Það sem er kannski óvenjulegt er að þau hafa öll verið á skömmum tíma eða þremur mánuðum.Hvað tekur svona rannsókn langan tíma? „Það er erfitt að segja. Það er margt sem spilar inn í þar einfaldlega vegna þess að það hefur verið mikið af flugslysum og alvarlegum flugatvikum í ár og vitanlega mun það líka hafa áhrif.“ Bláskógabyggð Fréttir af flugi Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00 Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma. Það þykir með ólíkindum að flugmaður lítillar flugvélar sem brotlenti á Skálfellsöxl í gær hafi ekki slasast alvarlega. Fyrstu upplýsingar um slysið komu í gegnum stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar neyðarsendir vélarinnar fór af stað og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn tæpri klukkustund eftir að neyðarboðin bárust og kom hann gangandi á móts við áhöfn þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn með einhverja áverka á andliti og fótum.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmRannsókn á tildrögum slyssins hófst strax af hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugvélin er afar illa farin en eldur kom upp í henni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að vettvangsrannsókn hafi gengið vel en henni lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við tókum flakið saman og það var flutt á sérútbúnum björgunarsveitarbíl í bæinn og í flugskýli Rannsóknarnefndarinnar að því loknu. Í framhaldi af því var vettvangsvinnu lokið,“ segir Ragnar. Ragnar segir að rætt hafi verið við flugmanninn í gær en frekari skýrslutaka er fyrirhuguð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Loftmyndir ehf.„Aðstæður voru svo sem ágætar. Það kom í ljós eftir að við vorum komnir á vettvang að það var hægt að komast að á breyttum bílum. Þannig að aðgengi var betra en okkur var tjáð í fyrstu. Vélin var samt illa brunnin.“Hafið þið upplýsingar um hvað kom fyrir? „Ekki sem ég get tjáð mig um að svo stöddu.“ Ragnar segir að rannsóknin á flaki vélarinnar gæti orðið erfið þar sem það sé illa brunnið. „Óneitanlega er minna hægt að lesa út úr vettvangsgögnum þegar að slíkt er, en það er kannski of snemmt að segja hvað við munum samt fá út úr flakinu.“ Flugslysið í gær er það áttunda á aðeins nokkrum mánuðum og segir Ragnar að rannsókn þeirra muni taka langan tíma. „Það var ekkert flugslys í fyrra, sem var mjög gott en vanalega erum við með nokkur flugslys á ári. Við eigum svo sem eftir að fara yfir tölfræðina. Ég tel samt að þetta sé svona í hærri kantinum. Það sem er kannski óvenjulegt er að þau hafa öll verið á skömmum tíma eða þremur mánuðum.Hvað tekur svona rannsókn langan tíma? „Það er erfitt að segja. Það er margt sem spilar inn í þar einfaldlega vegna þess að það hefur verið mikið af flugslysum og alvarlegum flugatvikum í ár og vitanlega mun það líka hafa áhrif.“
Bláskógabyggð Fréttir af flugi Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00 Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00
Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38