Meðferðin á útlendingum á vinnumarkaðnum Sólveig Anna Jónsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska skrifar 19. september 2019 08:00 Undanfarin ár hefur miklu púðri verið varið í að vekja athygli á þeim launamun sem ríkir á milli karla og kvenna á Íslandi. Er það afar réttmætt. Á hinn bóginn hafa þau sem stýra umræðunni í samfélaginu sýnt margháttuðum brotum atvinnurekenda gagnvart erlendum starfsmönnum í láglaunastörfum lítinn sem engan áhuga, þrátt fyrir að þar sé augljóslega um kerfisbundið misrétti að ræða. Nýútkomin skýrsla ASÍ sem ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? sýnir svo ekki verður um villst það sem undirritaðar hafa lengi vitað: Á Íslandi eru í það minnsta tveir vinnumarkaðir. Einn er sá sem mætir menntuðu millitekjufólki, vinnumarkaður þar sem launaþjófnaður og ill meðferð eru sjaldgæf fyrirbæri. Allt annar er svo sá sem bíður láglaunafólks, ekki síst þeim sem hingað koma frá öðrum löndum. Í skýrslunni kemur fram svart á hvítu að helmingur launakrafna fjögurra stærstu aðildarfélaga ASÍ er frá aðfluttu fólki sem eru þó aðeins 19% alls vinnuafls í landinu.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar.Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru ekki aðeins líklegri til að verða fyrir launaþjófnaði og að komið sé í veg fyrir að þeir geti nýtt veikinda- og frítökurétt, rétt sem að verkafólk fyrri tíma lagði allt í sölurnar til að vinna. Til viðbótar við þá ömurlegu hegðun atvinnurekenda bætist við vanvirðandi framkoma, hótanir og það að aðgangur að húsaskjóli á gróðavæddum húsnæðismarkaði er notaður til að kúga fólk til hlýðni. Undirritaðar hafa einnig séð með eigin augum hvernig trúnaðarmenn af erlendum uppruna þurfa að þola að atvinnuöryggi þeirra er ógnað af yfirmönnum og atvinnurekendum sem þola ekki að þeir berjist fyrir eigin réttindum og félaga sinna. Ill meðferð og sviksemi gagnvart útlendingum og öðru láglaunafólki er smán á íslensku samfélagi. En auðvitað er ekki við öðru að búast en að þau sem minnst hafa völdin í samfélaginu verði helst fyrir kerfisbundnu óréttlæti. Réttlæti og sanngirni eru gildi sem hverfa fljótt þegar réttur hins sterka til að græða verður það sem allt snýst um. Gróðadýrkunin sem fengið hefur að gegnsýra íslenskt þjóðfélag hefur raunverulegar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnandi fólk og það er löngu tímabært að allir horfist í augu við það. Við setjum fram þá kröfu að á íslenskum vinnumarkaði verði farið í einu og öllu eftir kjarasamningum og að stjórnvöld efni samstundis loforðin frá því síðasta vor um að heimildir til refsinga verði auknar svo að ekki verði lengur hægt að komast með upp að stela af fólki launum eins og ekkert sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er nákvæmlega staðan eins og hún er í dag. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að eina lausnin sem dugar til langframa er að við sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks stöndum saman hlið við hlið, sama hvaðan við komum og sýnum að okkur er full alvara þegar við segjumst ætla að knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Enginn getur neitað því að íslenskt samfélag hvílir á vinnu okkar og við sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar vitum að samstaðan er okkar beittasta vopn. Með því að standa saman, hvaðan sem við komum úr veröldinni, tryggjum við best að réttindi okkar allra séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur miklu púðri verið varið í að vekja athygli á þeim launamun sem ríkir á milli karla og kvenna á Íslandi. Er það afar réttmætt. Á hinn bóginn hafa þau sem stýra umræðunni í samfélaginu sýnt margháttuðum brotum atvinnurekenda gagnvart erlendum starfsmönnum í láglaunastörfum lítinn sem engan áhuga, þrátt fyrir að þar sé augljóslega um kerfisbundið misrétti að ræða. Nýútkomin skýrsla ASÍ sem ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? sýnir svo ekki verður um villst það sem undirritaðar hafa lengi vitað: Á Íslandi eru í það minnsta tveir vinnumarkaðir. Einn er sá sem mætir menntuðu millitekjufólki, vinnumarkaður þar sem launaþjófnaður og ill meðferð eru sjaldgæf fyrirbæri. Allt annar er svo sá sem bíður láglaunafólks, ekki síst þeim sem hingað koma frá öðrum löndum. Í skýrslunni kemur fram svart á hvítu að helmingur launakrafna fjögurra stærstu aðildarfélaga ASÍ er frá aðfluttu fólki sem eru þó aðeins 19% alls vinnuafls í landinu.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar.Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru ekki aðeins líklegri til að verða fyrir launaþjófnaði og að komið sé í veg fyrir að þeir geti nýtt veikinda- og frítökurétt, rétt sem að verkafólk fyrri tíma lagði allt í sölurnar til að vinna. Til viðbótar við þá ömurlegu hegðun atvinnurekenda bætist við vanvirðandi framkoma, hótanir og það að aðgangur að húsaskjóli á gróðavæddum húsnæðismarkaði er notaður til að kúga fólk til hlýðni. Undirritaðar hafa einnig séð með eigin augum hvernig trúnaðarmenn af erlendum uppruna þurfa að þola að atvinnuöryggi þeirra er ógnað af yfirmönnum og atvinnurekendum sem þola ekki að þeir berjist fyrir eigin réttindum og félaga sinna. Ill meðferð og sviksemi gagnvart útlendingum og öðru láglaunafólki er smán á íslensku samfélagi. En auðvitað er ekki við öðru að búast en að þau sem minnst hafa völdin í samfélaginu verði helst fyrir kerfisbundnu óréttlæti. Réttlæti og sanngirni eru gildi sem hverfa fljótt þegar réttur hins sterka til að græða verður það sem allt snýst um. Gróðadýrkunin sem fengið hefur að gegnsýra íslenskt þjóðfélag hefur raunverulegar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnandi fólk og það er löngu tímabært að allir horfist í augu við það. Við setjum fram þá kröfu að á íslenskum vinnumarkaði verði farið í einu og öllu eftir kjarasamningum og að stjórnvöld efni samstundis loforðin frá því síðasta vor um að heimildir til refsinga verði auknar svo að ekki verði lengur hægt að komast með upp að stela af fólki launum eins og ekkert sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er nákvæmlega staðan eins og hún er í dag. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að eina lausnin sem dugar til langframa er að við sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks stöndum saman hlið við hlið, sama hvaðan við komum og sýnum að okkur er full alvara þegar við segjumst ætla að knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Enginn getur neitað því að íslenskt samfélag hvílir á vinnu okkar og við sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar vitum að samstaðan er okkar beittasta vopn. Með því að standa saman, hvaðan sem við komum úr veröldinni, tryggjum við best að réttindi okkar allra séu virt.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun