300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á vakt á fyrsta heimaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 23:30 Stuðningsmenn Buffalo Bills liðsins eru líflegir. Getty/ Brett Carlsen Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur. Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins. Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Áhuginn er því mikill á fyrsta heimaleiknum bæði hjá heimamönnum í Buffalo en einnig hjá hinum almenna áhugamanni sem vill sjá hvort að framhald verði á ævintýrinu hjá Bills. Sviðsljósið verður því á New Era Field í Buffalo á sunnudaginn og forráðamenn Buffalo Bills ætla ekki að taka neina áhættu heldur passa upp á það að halda öllum drykkjulátum og óspektum í skefjum.300 police officers + 300 private security guards https://t.co/Zam6rGAWDN — New York Post Sports (@nypostsports) September 18, 2019„Við erum ekki fullkomin og við vitum það vel,“ sagði Andy Major, varaforseti Bills, við Buffalo News. „Lítill hluti áhorfenda mun verða óábyrgur og drekka of mikið. Það eru alltaf nokkrir vitleysingar sem mun láta þetta líta illa út fyrir fjölskyldunar sem mæta á leikina,“ sagði Andy Major. Fyrsti leikurinn er á móti Cincinnati Bengals og það eru góðar líkur á sigri þar sem Cincinnati Bengals liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Forráðamenn Buffalo Bills ætla að kalla til 300 lögreglumenn og 300 öryggisverði á vakt á fyrsta heimaleiknum. Þeir munu auk þess hafa aðgengi að SkyWatch turni vallarins sem er átta metrar á hæð og útbúinn háskerpu myndavélum sem nema allt í hundrað metra radíus. Að auki verða öryggisverðir á ferðinni í kringum völlinn meðal annars til að fylgja eftir reglum um banni við opnun flöskum og dósum. Allt gert til þess að minnka drykkjuna. Það hefur oft verið fjör á leikjum Buffalo Bills og nóg að gera hjá öryggisvörðunum. „Það er ekki langt síðan að við vorum að handtaka 30 manns að meðaltali á leik og henda öðrum 140 út af vellinum. Á síðasta ári var þetta komið niður í þrjár handtökur og 46 útvísanir,“ sagði Andy Major og vonast til að tölurnar lækki enn frekar. „Við viljum að áhorfendur skemmti sér og verði öruggir. Ekki taka upp á einhverju rugli á vellinum því þá verður þú bara fjarlægður af svæðinu,“ sagði Major.Buffalo Bills to fans on game day: Behave or be gone https://t.co/JKW6mK2dMhpic.twitter.com/dhcQEiq7py — [BN] Blitz (@BNBlitzNow) September 18, 2019 Bandaríkin NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur. Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins. Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Áhuginn er því mikill á fyrsta heimaleiknum bæði hjá heimamönnum í Buffalo en einnig hjá hinum almenna áhugamanni sem vill sjá hvort að framhald verði á ævintýrinu hjá Bills. Sviðsljósið verður því á New Era Field í Buffalo á sunnudaginn og forráðamenn Buffalo Bills ætla ekki að taka neina áhættu heldur passa upp á það að halda öllum drykkjulátum og óspektum í skefjum.300 police officers + 300 private security guards https://t.co/Zam6rGAWDN — New York Post Sports (@nypostsports) September 18, 2019„Við erum ekki fullkomin og við vitum það vel,“ sagði Andy Major, varaforseti Bills, við Buffalo News. „Lítill hluti áhorfenda mun verða óábyrgur og drekka of mikið. Það eru alltaf nokkrir vitleysingar sem mun láta þetta líta illa út fyrir fjölskyldunar sem mæta á leikina,“ sagði Andy Major. Fyrsti leikurinn er á móti Cincinnati Bengals og það eru góðar líkur á sigri þar sem Cincinnati Bengals liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Forráðamenn Buffalo Bills ætla að kalla til 300 lögreglumenn og 300 öryggisverði á vakt á fyrsta heimaleiknum. Þeir munu auk þess hafa aðgengi að SkyWatch turni vallarins sem er átta metrar á hæð og útbúinn háskerpu myndavélum sem nema allt í hundrað metra radíus. Að auki verða öryggisverðir á ferðinni í kringum völlinn meðal annars til að fylgja eftir reglum um banni við opnun flöskum og dósum. Allt gert til þess að minnka drykkjuna. Það hefur oft verið fjör á leikjum Buffalo Bills og nóg að gera hjá öryggisvörðunum. „Það er ekki langt síðan að við vorum að handtaka 30 manns að meðaltali á leik og henda öðrum 140 út af vellinum. Á síðasta ári var þetta komið niður í þrjár handtökur og 46 útvísanir,“ sagði Andy Major og vonast til að tölurnar lækki enn frekar. „Við viljum að áhorfendur skemmti sér og verði öruggir. Ekki taka upp á einhverju rugli á vellinum því þá verður þú bara fjarlægður af svæðinu,“ sagði Major.Buffalo Bills to fans on game day: Behave or be gone https://t.co/JKW6mK2dMhpic.twitter.com/dhcQEiq7py — [BN] Blitz (@BNBlitzNow) September 18, 2019
Bandaríkin NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira