Þurfa ekki að vera feimin við að ætla sér fjárhagslegan ávinning í baráttunni við loftslagsvána Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2019 19:45 Atvinnulífið má ekki vera feimið við að ræða þann efnahagslega ávinning sem hlýst af því að standa sig betur í loftslagsmálum. Þetta kom fram á stofnfundi samráðsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífsins í loftslagsmálum sem haldinn var í dag. Þar var farið yfir þann árangur sem vonast er til að ná í loftslagsmálum innan tveggja ára. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn sem hún sagði til marks um að stjórnvöld og atvinnulífið ætli að hlusta á vísindi og staðreyndir þegar kemur að loftslagsmálum. Formenn Samráðsvettvangsins töldu upp fimm atriði sem vonast er til að náist eftir tvö ár.Unnur Brá Konráðsdóttir og Sigurður Hannesson veita stjórn samráðsvettvangsins formennsku en þau fóru yfir þau markmið sem vonast er til að ná eftir tvö ár.Þar var í fyrsta lagi nefndur árangur á sviði loftslagsmála innanlands þannig að orðspor Íslands eflist, í öður lagi útflutningur verði aukinn með sölu á vörum og þjónustu á sviði grænna lausna, þriðja lagi að fyrirtæki setji sér markmið í loftsmálum og geri enn betur en í dag, í fjórða lagi að nýsköpun muni eflast á sviði grænna lausna og í fimmta lagi að stjórnvöld fjarlægi hindranir svo auðveldara verði að ná þessum markmiðum.Samstarf um tæknilausnir mikilvægt „Þetta eru mjög góð markmið og snúast um það í raun og veru hvernig atvinnulífið geti lagt sitt að mörkum annars vegar við að þróa lausnir til að draga úr losun og til að auka kolefnisbindingu. En líka hvernig við getum stutt við hvort annað í rannsóknum og nýsköpun til að ná auknum árangri á þessu sviði,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Svo auðvitað líka að miðla þessari þekkingu á hinu alþjóðlega sviði því það er auðvitað þannig að loftslagsváin þekkir engin landamæri og það er mjög mikilvægt einmitt að ná þessu alþjóðlega samstarfi til dæmis þegar kemur að tæknilausnum.“ Katrín segir þennan samráðsvettvang forsendu þess að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsvánni. „Og árangri í því sem við höfum ákveðið að gera, uppfylla skuldbindingar Parísarsáttmálans og ná markmiðum um kolefnishlutlaust samfélag hér ekki seinna en árið 2040. Forsendan er auðvitað þetta samstarf stjórnvalda og atvinnulífs. Þá er ég ekki bara að tala um fyrirtæki heldur verkalýðshreyfinguna líka. Það er algjör forsenda fyrir því að við náum árangri í þessu mikilvæga verkefni.“Íslenskum grænum lausnum verði hampa Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vakti athygli á því að fyrirtækin í landinu hafi góða sögu að segja þegar kemur að þessum málaflokki. „Það sem er mikilvægast við daginn í dag er að hérna leiða saman hesta sína annars vegar atvinnulífið og hins vegar stjórnvöld og við trúum því einfaldlega að með samstarfi getum við náð meiri árangri til framtíðar en ef hvor aðili um sig vinnur upp á sitt einsdæmi.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hann segir verkefnið vissulega stórt en öll verkefni krefjist þess að hafist sé handa. „Og íslenskt atvinnulíf hefur á undanförnum árum og áratugum unnið stóra sigra í umhverfismálum. Það er ekki eins og við séum að leggja af stað í dag. Heldur erum við núna að skapa vettvang þar sem við getum með einbeittari hætti en áður unnið saman, bæði að því að stuðla að aukinni umhverfisvernd og vitund sem er hluti er hluti af þessu, en ekki síður sjáðu til að hampa þeim grænu lausnum sem íslenskt atvinnulíf hefur þróað á undanförnum árum með það fyrir marki að ræða þær í alþjóðlegu samhengi.“Eftir miklu að slægjast í orkuskiptum Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður vettvangsins, segir að virkja eigi þann samtakamátt þess stóra hóps sem stendur að samstarfsvettvanginum til að ná þessum markmiðum sem kynnt voru á fundinum í dag.Eggert Benedikt Guðmundsson segir íslensk fyrirtæki ekki þurfa að vera feimin við að ætla sér fjárhagslegan ávinning af því að standa sig betur í loftslagsmálum.„Við getum tekið orkuskipti í vegasamgöngum sem dæmi. Þar er eftir miklu að slægjast og mikið verk sem þarf að vinna. Þar geta fyrirtæki og stofnanir og aðrir sem reka stóra bílaflota brugðist mjög hratt við og breytt sínum innkaupareglum og kröfum þannig að þau fari mjög fljótlega alfarið að nota sem hreinasta bíla og helst alveg hreina. Það getur skila miklu býsna hratt.“ Hann segir fyrirtæki ekki þurfa að vera feimin við að ætla sér fjárhagslegan ávinning af þessum málaflokki. „Oftast getur þetta farið vel saman. Má nefna sem dæmi að sennilega stærsta framlag Íslendinga í loftslagsmálum er að hjálpa öðrum þjóðum að virkja sína hreinu orku. Og þar erum við að tala um útflutning á grænum lausnum sem auðvitað skilar líka í þjóðarbúskapinn og skilar tekjum í kassann,“ segir Eggert. Annað dæmi eru fiskiskip Íslendinga. „Fiskiskip losa umtalsvert of koltvíoxíði vegna sinnar starfsemi en þau hafa minnkað sína losun mest af öllum atvinnugreinum á undanförnum árum og það hefur meðal annars verið drifið af rekstrarkröfum um að minnka kostnað í rekstri. Minnka olíubruna og bæta nýtingu veiðarfæra og skipa og það hefur þá skilað bæði arði og minni losun.“ Loftslagsmál Markaðir Umhverfismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Atvinnulífið má ekki vera feimið við að ræða þann efnahagslega ávinning sem hlýst af því að standa sig betur í loftslagsmálum. Þetta kom fram á stofnfundi samráðsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífsins í loftslagsmálum sem haldinn var í dag. Þar var farið yfir þann árangur sem vonast er til að ná í loftslagsmálum innan tveggja ára. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn sem hún sagði til marks um að stjórnvöld og atvinnulífið ætli að hlusta á vísindi og staðreyndir þegar kemur að loftslagsmálum. Formenn Samráðsvettvangsins töldu upp fimm atriði sem vonast er til að náist eftir tvö ár.Unnur Brá Konráðsdóttir og Sigurður Hannesson veita stjórn samráðsvettvangsins formennsku en þau fóru yfir þau markmið sem vonast er til að ná eftir tvö ár.Þar var í fyrsta lagi nefndur árangur á sviði loftslagsmála innanlands þannig að orðspor Íslands eflist, í öður lagi útflutningur verði aukinn með sölu á vörum og þjónustu á sviði grænna lausna, þriðja lagi að fyrirtæki setji sér markmið í loftsmálum og geri enn betur en í dag, í fjórða lagi að nýsköpun muni eflast á sviði grænna lausna og í fimmta lagi að stjórnvöld fjarlægi hindranir svo auðveldara verði að ná þessum markmiðum.Samstarf um tæknilausnir mikilvægt „Þetta eru mjög góð markmið og snúast um það í raun og veru hvernig atvinnulífið geti lagt sitt að mörkum annars vegar við að þróa lausnir til að draga úr losun og til að auka kolefnisbindingu. En líka hvernig við getum stutt við hvort annað í rannsóknum og nýsköpun til að ná auknum árangri á þessu sviði,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Svo auðvitað líka að miðla þessari þekkingu á hinu alþjóðlega sviði því það er auðvitað þannig að loftslagsváin þekkir engin landamæri og það er mjög mikilvægt einmitt að ná þessu alþjóðlega samstarfi til dæmis þegar kemur að tæknilausnum.“ Katrín segir þennan samráðsvettvang forsendu þess að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsvánni. „Og árangri í því sem við höfum ákveðið að gera, uppfylla skuldbindingar Parísarsáttmálans og ná markmiðum um kolefnishlutlaust samfélag hér ekki seinna en árið 2040. Forsendan er auðvitað þetta samstarf stjórnvalda og atvinnulífs. Þá er ég ekki bara að tala um fyrirtæki heldur verkalýðshreyfinguna líka. Það er algjör forsenda fyrir því að við náum árangri í þessu mikilvæga verkefni.“Íslenskum grænum lausnum verði hampa Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vakti athygli á því að fyrirtækin í landinu hafi góða sögu að segja þegar kemur að þessum málaflokki. „Það sem er mikilvægast við daginn í dag er að hérna leiða saman hesta sína annars vegar atvinnulífið og hins vegar stjórnvöld og við trúum því einfaldlega að með samstarfi getum við náð meiri árangri til framtíðar en ef hvor aðili um sig vinnur upp á sitt einsdæmi.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hann segir verkefnið vissulega stórt en öll verkefni krefjist þess að hafist sé handa. „Og íslenskt atvinnulíf hefur á undanförnum árum og áratugum unnið stóra sigra í umhverfismálum. Það er ekki eins og við séum að leggja af stað í dag. Heldur erum við núna að skapa vettvang þar sem við getum með einbeittari hætti en áður unnið saman, bæði að því að stuðla að aukinni umhverfisvernd og vitund sem er hluti er hluti af þessu, en ekki síður sjáðu til að hampa þeim grænu lausnum sem íslenskt atvinnulíf hefur þróað á undanförnum árum með það fyrir marki að ræða þær í alþjóðlegu samhengi.“Eftir miklu að slægjast í orkuskiptum Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður vettvangsins, segir að virkja eigi þann samtakamátt þess stóra hóps sem stendur að samstarfsvettvanginum til að ná þessum markmiðum sem kynnt voru á fundinum í dag.Eggert Benedikt Guðmundsson segir íslensk fyrirtæki ekki þurfa að vera feimin við að ætla sér fjárhagslegan ávinning af því að standa sig betur í loftslagsmálum.„Við getum tekið orkuskipti í vegasamgöngum sem dæmi. Þar er eftir miklu að slægjast og mikið verk sem þarf að vinna. Þar geta fyrirtæki og stofnanir og aðrir sem reka stóra bílaflota brugðist mjög hratt við og breytt sínum innkaupareglum og kröfum þannig að þau fari mjög fljótlega alfarið að nota sem hreinasta bíla og helst alveg hreina. Það getur skila miklu býsna hratt.“ Hann segir fyrirtæki ekki þurfa að vera feimin við að ætla sér fjárhagslegan ávinning af þessum málaflokki. „Oftast getur þetta farið vel saman. Má nefna sem dæmi að sennilega stærsta framlag Íslendinga í loftslagsmálum er að hjálpa öðrum þjóðum að virkja sína hreinu orku. Og þar erum við að tala um útflutning á grænum lausnum sem auðvitað skilar líka í þjóðarbúskapinn og skilar tekjum í kassann,“ segir Eggert. Annað dæmi eru fiskiskip Íslendinga. „Fiskiskip losa umtalsvert of koltvíoxíði vegna sinnar starfsemi en þau hafa minnkað sína losun mest af öllum atvinnugreinum á undanförnum árum og það hefur meðal annars verið drifið af rekstrarkröfum um að minnka kostnað í rekstri. Minnka olíubruna og bæta nýtingu veiðarfæra og skipa og það hefur þá skilað bæði arði og minni losun.“
Loftslagsmál Markaðir Umhverfismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira