Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. september 2019 21:00 Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt en talsmaður Orkunnar okkar segir baráttunni gegn orkupakkanum ekki lokið. Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES og kemur það í ljós á morgun hvort þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Deilan um þriðja orkupakkann gengur í meginatriðum út á hvort Ísland afsali sér heimildum, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum um leið að framselja fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orkupakkinn samþykktur. Þá deila menn einnig um hvort leggja þurfi sæstreng til meginlandsins og selja raforku úr landi. Væri hann lagður þyrfti Ísland að selja raforku á sama verði til Íslendinga og annarra. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að samþykki þingið innleiðinguna munu samtökin leita til forseta Íslands. „Á morgun færum við þinginu þessa áskorun okkar og meira en 16 þúsund undirskriftir um að þingmenn bíði og leiti undanþágu Íslands frá þessu. Samþykki ekki þennan orkupakka. Ef þeir verða ekki við þeirri áskorun þá munum við skora á forsetann að staðfesta ekki orkupakkann,“ sagði Frosti. Samþykki Alþingi innleiðingu þriðja orkupakkans sé baráttunni þó hvergi lokið. „Fjórði pakkinn er á leiðinni. Sá fimmti hefur verið boðaður. Við verðum að segja; hvenær ætlum við að stoppa og það verður ekki auðveldara að stoppa þann fjórða ef við samþykkjum þann þriðja. Það getur vel verið að það takist ekki á morgun. Við hörmum það en við gefumst ekkert upp,“ sagði Frosti. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt en talsmaður Orkunnar okkar segir baráttunni gegn orkupakkanum ekki lokið. Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES og kemur það í ljós á morgun hvort þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Deilan um þriðja orkupakkann gengur í meginatriðum út á hvort Ísland afsali sér heimildum, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum um leið að framselja fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orkupakkinn samþykktur. Þá deila menn einnig um hvort leggja þurfi sæstreng til meginlandsins og selja raforku úr landi. Væri hann lagður þyrfti Ísland að selja raforku á sama verði til Íslendinga og annarra. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að samþykki þingið innleiðinguna munu samtökin leita til forseta Íslands. „Á morgun færum við þinginu þessa áskorun okkar og meira en 16 þúsund undirskriftir um að þingmenn bíði og leiti undanþágu Íslands frá þessu. Samþykki ekki þennan orkupakka. Ef þeir verða ekki við þeirri áskorun þá munum við skora á forsetann að staðfesta ekki orkupakkann,“ sagði Frosti. Samþykki Alþingi innleiðingu þriðja orkupakkans sé baráttunni þó hvergi lokið. „Fjórði pakkinn er á leiðinni. Sá fimmti hefur verið boðaður. Við verðum að segja; hvenær ætlum við að stoppa og það verður ekki auðveldara að stoppa þann fjórða ef við samþykkjum þann þriðja. Það getur vel verið að það takist ekki á morgun. Við hörmum það en við gefumst ekkert upp,“ sagði Frosti.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10