Í hópi þeirra bestu Jón Atli Benediktsson skrifar 2. september 2019 08:00 Á undanförnum misserum hafa ítrekað komið fram niðurstöður um að fræðasvið Háskóla Íslands raðast meðal þeirra bestu í heiminum á alþjóðlegum matslistum háskóla. Háskóli Íslands er eini alhliða háskóli landsins og starfar á fimm fræðasviðum og er afar ánægjulegt að sjá á hversu breiðum grunni árangur skólans mælist. Þessar jákvæðu niðurstöður eru mikilvægar vegna þess að alþjóðleg samkeppnishæfni Háskólans er grundvallaratriði fyrir það þekkingarsamfélag sem við viljum skapa hér á Íslandi. „Þekking skapar orðspor þjóða,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti eitt sinn og það eru orð sem við hjá Háskóla Íslands svo sannarlega tileinkum okkur. Sem dæmi um stórkostlegan árangur má nefna að fjarkönnunarrannsóknir við skólann eru í sjötta sæti á heimsvísu að mati hins virta Shanghai Ranking lista. Fjarkönnun beinist að greiningu mynda af yfirborði jarðar, og nýtist m.a. við að fylgjast með þeim öru breytingum sem eru að verða samfara hlýnun jarðar og er því afar mikilvægt rannsóknarsvið fyrir Ísland og heiminn allan. Jarðvísindi okkar eru einnig metin á meðal 100 bestu í heiminum á sama lista. Hjúkrunarfræði er á topp 150 listanum, lífvísindi meðal 200 bestu og svona má áfram telja. Það eru yfir 17.000 háskólar í heiminum. Háskóli Íslands er einn af 500 bestu háskólum í heimi samkvæmt nýlegu mati Shanghai Ranking og er raðað meðal 300 bestu háskóla í heimi af Times Higher Education World University Rankings, tveimur virtustu alþjóðlegu matslistum háskóla. Þetta er gríðarlega góður árangur sem byggir annars vegar á mikilli eflingu vísindastarfs síðastliðin ár og hins vegar öflugu alþjóðlegu og innlendu samstarfi sem fer sífellt vaxandi. Öflugt og kraftmikið vísindastarf er forsenda þeirrar nýsköpunar sem mun knýja þekkingarsamfélög 21. aldarinnar. Þjóðir um allan heim fjárfesta í rannsóknarháskólum til að tryggja samkeppnishæfni sína. Við hjá Háskóla Íslands erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð undanfarin ár en erum staðráðin í að ná hærra og enn lengra í áframhaldandi leit okkar að þekkingu í þágu íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ítrekað komið fram niðurstöður um að fræðasvið Háskóla Íslands raðast meðal þeirra bestu í heiminum á alþjóðlegum matslistum háskóla. Háskóli Íslands er eini alhliða háskóli landsins og starfar á fimm fræðasviðum og er afar ánægjulegt að sjá á hversu breiðum grunni árangur skólans mælist. Þessar jákvæðu niðurstöður eru mikilvægar vegna þess að alþjóðleg samkeppnishæfni Háskólans er grundvallaratriði fyrir það þekkingarsamfélag sem við viljum skapa hér á Íslandi. „Þekking skapar orðspor þjóða,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti eitt sinn og það eru orð sem við hjá Háskóla Íslands svo sannarlega tileinkum okkur. Sem dæmi um stórkostlegan árangur má nefna að fjarkönnunarrannsóknir við skólann eru í sjötta sæti á heimsvísu að mati hins virta Shanghai Ranking lista. Fjarkönnun beinist að greiningu mynda af yfirborði jarðar, og nýtist m.a. við að fylgjast með þeim öru breytingum sem eru að verða samfara hlýnun jarðar og er því afar mikilvægt rannsóknarsvið fyrir Ísland og heiminn allan. Jarðvísindi okkar eru einnig metin á meðal 100 bestu í heiminum á sama lista. Hjúkrunarfræði er á topp 150 listanum, lífvísindi meðal 200 bestu og svona má áfram telja. Það eru yfir 17.000 háskólar í heiminum. Háskóli Íslands er einn af 500 bestu háskólum í heimi samkvæmt nýlegu mati Shanghai Ranking og er raðað meðal 300 bestu háskóla í heimi af Times Higher Education World University Rankings, tveimur virtustu alþjóðlegu matslistum háskóla. Þetta er gríðarlega góður árangur sem byggir annars vegar á mikilli eflingu vísindastarfs síðastliðin ár og hins vegar öflugu alþjóðlegu og innlendu samstarfi sem fer sífellt vaxandi. Öflugt og kraftmikið vísindastarf er forsenda þeirrar nýsköpunar sem mun knýja þekkingarsamfélög 21. aldarinnar. Þjóðir um allan heim fjárfesta í rannsóknarháskólum til að tryggja samkeppnishæfni sína. Við hjá Háskóla Íslands erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð undanfarin ár en erum staðráðin í að ná hærra og enn lengra í áframhaldandi leit okkar að þekkingu í þágu íslensks samfélags.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun