Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2019 21:00 Oddviti Árneshrepps gerir ekki ráð fyrir að vegaframkvæmdum í Ingólfs- og Ófeigsfirði ljúki í haust. Hún segir að deilurnar um veglagningu og fyrirhugaða Hvalárvirkjun risti djúpt í samfélaginu. Þingmenn Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. Starfsmenn Vesturverks hafa síðustu vikur unnið að því að byggja upp veginn um Ingólfs- og Ófeigsfjörð vegna fyrir hugaðrar Hvalárvirkjunar í Árneshreppi. Vegkaflanum yfir Seljanes var þó sleppt vegna andstöðu hluta landeigenda við framkvæmdirnar og þeirri stöðu hvort vegurinn um jörðina teljist þjóðvegur og sé því á forræði Vegagerðarinnar. Á dögunum veitti Árneshreppur framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Ingólfsfirði vegna uppbyggingar vegarins um Ófeigsfjörð. Samkvæmt upplýsingum er verkið ekki háð mati á umhverfisáhrifum en ákvörðun sveitarfélagsins má kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála til 16. september.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/EgillDeilurnar í Árneshreppi rista djúpt „Mér líður allavega þannig að það sé verið að óþörfu að tefja framfarir og þetta rekur flein í samfélagið, það verður að segjast,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Vegurinn um firðina tvo er seinfarinn og mjög seinfarinn eins og aðstæður voru, úr hellis rigning, þegar fréttastofa var þar á ferðinni. „Ekkert af þessu er óafturkræft, það er bara svoleiðis. Þetta er núna eingöngu um að ræða að leggja veg upp á heiðina og það verður sjálfsagt ekki gert fyrr en með vorinu,“ segir Eva.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Stöð 2Félags- og barnamálaráðherra og þingmanni Framsóknarflokksins lýst vel á framkvæmdirnar „Við sjáum það þegar að við horfum á þessar framkvæmdir að þetta eru ekki mikil náttúruspjöll heldur eru þetta bara vegabætur. Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur. Þetta er bara jákvæð þróun fyrir samfélagið og kemur alltaf til bóta en ég held að deilurnar séu reistar á tilefninu en ekki framkvæmdinni,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmu. „Ég tek undir með Höllu að þetta eru auðvitað bara minniháttar viðhald sem hér er í gangi og framkvæmdirnar eru bara jákvæðar fyrir svæðið og það er nú svolítið sérstakt hjá þingmanni kjördæmisins að það er af sem áður var að þegar vinir Árneshrepps skömmuðu þingmenn fyrir það að það væri ekki ráðist í samgönguframkvæmdir. Nú eru þeir skammaðir fyrir að það sé ráðist í samgönguframkvæmdir, þannig að ég held að þetta séu bara jákvæðar framkvæmdir og við eigum að reyna standa við þetta eins og við getum og eins og við höfum reynt að gera gagnvart öðrum framkvæmdum hérna á svæðinu,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra.Vegurinn um Ingólfsfjörð var mjög seinfarinn þegar fréttastofan var þar á dögunum.Vísir/Stöð 2 Árneshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Oddviti Árneshrepps gerir ekki ráð fyrir að vegaframkvæmdum í Ingólfs- og Ófeigsfirði ljúki í haust. Hún segir að deilurnar um veglagningu og fyrirhugaða Hvalárvirkjun risti djúpt í samfélaginu. Þingmenn Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. Starfsmenn Vesturverks hafa síðustu vikur unnið að því að byggja upp veginn um Ingólfs- og Ófeigsfjörð vegna fyrir hugaðrar Hvalárvirkjunar í Árneshreppi. Vegkaflanum yfir Seljanes var þó sleppt vegna andstöðu hluta landeigenda við framkvæmdirnar og þeirri stöðu hvort vegurinn um jörðina teljist þjóðvegur og sé því á forræði Vegagerðarinnar. Á dögunum veitti Árneshreppur framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Ingólfsfirði vegna uppbyggingar vegarins um Ófeigsfjörð. Samkvæmt upplýsingum er verkið ekki háð mati á umhverfisáhrifum en ákvörðun sveitarfélagsins má kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála til 16. september.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/EgillDeilurnar í Árneshreppi rista djúpt „Mér líður allavega þannig að það sé verið að óþörfu að tefja framfarir og þetta rekur flein í samfélagið, það verður að segjast,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Vegurinn um firðina tvo er seinfarinn og mjög seinfarinn eins og aðstæður voru, úr hellis rigning, þegar fréttastofa var þar á ferðinni. „Ekkert af þessu er óafturkræft, það er bara svoleiðis. Þetta er núna eingöngu um að ræða að leggja veg upp á heiðina og það verður sjálfsagt ekki gert fyrr en með vorinu,“ segir Eva.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Stöð 2Félags- og barnamálaráðherra og þingmanni Framsóknarflokksins lýst vel á framkvæmdirnar „Við sjáum það þegar að við horfum á þessar framkvæmdir að þetta eru ekki mikil náttúruspjöll heldur eru þetta bara vegabætur. Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur. Þetta er bara jákvæð þróun fyrir samfélagið og kemur alltaf til bóta en ég held að deilurnar séu reistar á tilefninu en ekki framkvæmdinni,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmu. „Ég tek undir með Höllu að þetta eru auðvitað bara minniháttar viðhald sem hér er í gangi og framkvæmdirnar eru bara jákvæðar fyrir svæðið og það er nú svolítið sérstakt hjá þingmanni kjördæmisins að það er af sem áður var að þegar vinir Árneshrepps skömmuðu þingmenn fyrir það að það væri ekki ráðist í samgönguframkvæmdir. Nú eru þeir skammaðir fyrir að það sé ráðist í samgönguframkvæmdir, þannig að ég held að þetta séu bara jákvæðar framkvæmdir og við eigum að reyna standa við þetta eins og við getum og eins og við höfum reynt að gera gagnvart öðrum framkvæmdum hérna á svæðinu,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra.Vegurinn um Ingólfsfjörð var mjög seinfarinn þegar fréttastofan var þar á dögunum.Vísir/Stöð 2
Árneshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40
Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00
Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda