Enski boltinn

Segir að Unai Emery sé „dulbúinn Arsene Wenger“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Unai Emery á hliðarlínunni í gær.
Unai Emery á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Paul Merson, fyrrum varnarmaður Arsenal, er allt annað en sáttur með Unai Emery stjóra félagsins og segir að hann sé dulbúinn Arsene Wenger.

Arsenal og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli í gær. Christian Eriksen og Harry Kane komu Tottenham yfir í fyrri hálfleik áður en þeir Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang jöfnuðu metin.

Stigasöfnun Arsenal hefur ekki verið upp á marga fiska í fyrstu umferðunum en þeir eru fyrir utan Meistaradeildarsæti eftir fjóra leiki.

„Norður-Lundúnarslagurinn var frábær áhorfs, góður leikur og Arsenal getur tekið stigið eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. En hefur eitthvað breyst hjá Arsenal? Ég held ekki,“ sagði Merson við Sky Sports.







„Arsenal var hrósað fyrir að brona ekki í sundur gegn Liverpool en ekkert hefur breyst. Þetta er eins og Unai Wenger sé að stýra félaginu. Miðjumennirnir voru í alvarlegum vandræðum.“


Tengdar fréttir

Endurkoma hjá Arsenal í fjörugum Lundúnarslag

Arsenal og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum Lundúnarslag er liðin mættust á Emirates leikvanginum í dag. Tottenaham komst í 2-0 en Arsenal kom til baka og náði í stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×