Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2019 08:45 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. Stjórn Sorpu samþykkti í gær tillögu framkvæmdastjórans Björns Halldórssonar um breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu sem snúast um aukinn kostnað vegna framkvæmda á svæði Sorpu í Álfsnesi annars vegar og Gufunesi hins vegar. Fjallað var um breytingarnar á Vísi í gær en ákvörðun stjórnar fer hún til borgarstjórnar og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæjanna. „Svona lagað á ekki að geta gerst en ég er því miður ekki hissa. Kerfið sem sveitarfélög um allt land hafa komið sér upp, svokölluð byggðasamlög, eru að mínu mati óskiljanlegt fyrirbæri sem klífur ábyrgð og ákvarðanatöku í sundur. Ákvarðanataka og framkvæmd verða að taka mið af hlutverki, ábyrgð og umboði sem er tilfellið hjá Sorpu. Mistök geta gerst en þegar um er að ræða fjárhæðir eins og þessa þarf að staldra við og leita skýringa. Svo er hægt að meta næstu skref,“ segir Þórdís Lóa.Annars vegar er um að ræða 17,7% viðbótarkostnað við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi sem ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við stöðina aukist um 637 milljón krónur.SorpaSkuldastaðan í uppnámi „Það er ljóst að eigendur og útsvarsgreiðendur eiga það skilið að mistök sem þessi séu tekin alvarlega og allra leiða leitað til að tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig.“ Nú fái sveitarfélögin háan bakreikning sem eigi að fjármagna með lántöku og tryggingu sveitarfélaga. „Á sama tíma fjárfestum við í skólum. leikskólum, íþróttamannvirkjum og samgöngum en nú er skuldastaða sveitarfélaganna sett í uppnám og framkvæmdaaðili setur ábyrgðina yfir á sveitarfélögin.“ Ekki sé hægt að leiða þetta hjá sér.Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019.Sorpu„Upphæð af þessari stærðargráðu mun setja langvarandi fótspor á fjármál sveitarfélaganna. Borgarráð mun fá framkvæmdastjóra og stjórnarformann Sorpu á fund í vikunni og krefjast skýringa. Viðreisn hefur frá upphafi sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og það verður haft að leiðarljósi í þessu máli eins og öðrum.“ Viðreisn í Reykjavík leggi ríka áherslu á að lækka skuldir borgarinnar og geri fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir því ásamt aukinni fjárfestingu í grunnþjónustu. „Til að það sé mögulegt verður að vera hægt að treysta fyrirtækjum til að áætla og vinna sína vinnu vel. Að það sé ekki hægt er hreinlega ólíðandi.“ Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. Stjórn Sorpu samþykkti í gær tillögu framkvæmdastjórans Björns Halldórssonar um breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu sem snúast um aukinn kostnað vegna framkvæmda á svæði Sorpu í Álfsnesi annars vegar og Gufunesi hins vegar. Fjallað var um breytingarnar á Vísi í gær en ákvörðun stjórnar fer hún til borgarstjórnar og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæjanna. „Svona lagað á ekki að geta gerst en ég er því miður ekki hissa. Kerfið sem sveitarfélög um allt land hafa komið sér upp, svokölluð byggðasamlög, eru að mínu mati óskiljanlegt fyrirbæri sem klífur ábyrgð og ákvarðanatöku í sundur. Ákvarðanataka og framkvæmd verða að taka mið af hlutverki, ábyrgð og umboði sem er tilfellið hjá Sorpu. Mistök geta gerst en þegar um er að ræða fjárhæðir eins og þessa þarf að staldra við og leita skýringa. Svo er hægt að meta næstu skref,“ segir Þórdís Lóa.Annars vegar er um að ræða 17,7% viðbótarkostnað við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi sem ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við stöðina aukist um 637 milljón krónur.SorpaSkuldastaðan í uppnámi „Það er ljóst að eigendur og útsvarsgreiðendur eiga það skilið að mistök sem þessi séu tekin alvarlega og allra leiða leitað til að tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig.“ Nú fái sveitarfélögin háan bakreikning sem eigi að fjármagna með lántöku og tryggingu sveitarfélaga. „Á sama tíma fjárfestum við í skólum. leikskólum, íþróttamannvirkjum og samgöngum en nú er skuldastaða sveitarfélaganna sett í uppnám og framkvæmdaaðili setur ábyrgðina yfir á sveitarfélögin.“ Ekki sé hægt að leiða þetta hjá sér.Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019.Sorpu„Upphæð af þessari stærðargráðu mun setja langvarandi fótspor á fjármál sveitarfélaganna. Borgarráð mun fá framkvæmdastjóra og stjórnarformann Sorpu á fund í vikunni og krefjast skýringa. Viðreisn hefur frá upphafi sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og það verður haft að leiðarljósi í þessu máli eins og öðrum.“ Viðreisn í Reykjavík leggi ríka áherslu á að lækka skuldir borgarinnar og geri fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir því ásamt aukinni fjárfestingu í grunnþjónustu. „Til að það sé mögulegt verður að vera hægt að treysta fyrirtækjum til að áætla og vinna sína vinnu vel. Að það sé ekki hægt er hreinlega ólíðandi.“
Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira