Ingibjörg kaupir í Skeljungi fyrir um 160 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2019 15:32 Ingibjörg Pálmadóttir með eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. VÍSIR/VILHELM Félagið 365 Invest ehf., sem er alfarið í eigu 365 miðla hf., keypti í hádeginu 20 milljón hluti í Skeljungi. Kaupverðið var 7,955 krónur á hlut og nema heildarkaupin því um 160 milljónum króna. Skeljungur greindi Fjármálaeftirlitnu frá viðskiptunum nú á fjórða tímanum því um fruminnherjaviðskipti er að ræða. Kaupandinn, félagið 365 Invest, er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur en hún er eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem er varaformaður stjórnar Skeljungs. Félög í eigu Ingibjargar fara nú með atkvæðisrétt vegna 235.500.000 hluta í Skeljungi, ýmist í eigin nafni eða gegnum framvirka samninga, eða sem nemur um 11 prósent útgefinna hluta.Sjá einnig: Tiltekin kostaði Ingibjörgu milljarð Ingibjörg tryggði sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum 365 miðla í apríl síðastliðnum og varð þannig stærsti hluthafi í félaginu. Markaðsvirði þess hlutar nam um 1,7 milljörðum króna og fór meðal annars í gegnum fjármögnun hjá Kviku banka. Ingibjörg fór af því tilefni fram fram á boðað yrði til hluthafafundar í Skeljungi þar sem stjórnarkjör yrði sett á dagskrá. Fundurinn fór fram í lok maí og var eiginmaður Ingibjargar, fyrrnefndi fruminnherjinn Jón Ásgeir, kjörinn í stjórn Skeljungs. Fyrr í dag greindi Ingibjörg frá því að 365 miðlar hefðu tapað rúmlega milljarði króna á síðasta ári. Bensín og olía Tengdar fréttir Jón Ásgeir kjörinn í stjórn Skeljungs Ingibjörg Pálmadóttir á 10 prósenta hlut í félaginu í gegnum 365. 27. maí 2019 22:45 Ingibjörg að verða stærsti hluthafinn í Skeljungi Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir hefur tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. 23. apríl 2019 13:25 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Félagið 365 Invest ehf., sem er alfarið í eigu 365 miðla hf., keypti í hádeginu 20 milljón hluti í Skeljungi. Kaupverðið var 7,955 krónur á hlut og nema heildarkaupin því um 160 milljónum króna. Skeljungur greindi Fjármálaeftirlitnu frá viðskiptunum nú á fjórða tímanum því um fruminnherjaviðskipti er að ræða. Kaupandinn, félagið 365 Invest, er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur en hún er eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem er varaformaður stjórnar Skeljungs. Félög í eigu Ingibjargar fara nú með atkvæðisrétt vegna 235.500.000 hluta í Skeljungi, ýmist í eigin nafni eða gegnum framvirka samninga, eða sem nemur um 11 prósent útgefinna hluta.Sjá einnig: Tiltekin kostaði Ingibjörgu milljarð Ingibjörg tryggði sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum 365 miðla í apríl síðastliðnum og varð þannig stærsti hluthafi í félaginu. Markaðsvirði þess hlutar nam um 1,7 milljörðum króna og fór meðal annars í gegnum fjármögnun hjá Kviku banka. Ingibjörg fór af því tilefni fram fram á boðað yrði til hluthafafundar í Skeljungi þar sem stjórnarkjör yrði sett á dagskrá. Fundurinn fór fram í lok maí og var eiginmaður Ingibjargar, fyrrnefndi fruminnherjinn Jón Ásgeir, kjörinn í stjórn Skeljungs. Fyrr í dag greindi Ingibjörg frá því að 365 miðlar hefðu tapað rúmlega milljarði króna á síðasta ári.
Bensín og olía Tengdar fréttir Jón Ásgeir kjörinn í stjórn Skeljungs Ingibjörg Pálmadóttir á 10 prósenta hlut í félaginu í gegnum 365. 27. maí 2019 22:45 Ingibjörg að verða stærsti hluthafinn í Skeljungi Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir hefur tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. 23. apríl 2019 13:25 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Jón Ásgeir kjörinn í stjórn Skeljungs Ingibjörg Pálmadóttir á 10 prósenta hlut í félaginu í gegnum 365. 27. maí 2019 22:45
Ingibjörg að verða stærsti hluthafinn í Skeljungi Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir hefur tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. 23. apríl 2019 13:25