Fjórtán starfsmönnum sagt upp hjá ÍSAM Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2019 16:35 Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Fyrirtækið á Mylluna, Ora, Kexsmiðjuna og Frón. Mynd/Samsett Fjórtán starfsmönnum var sagt upp hjá fyrirtækinu ÍSAM um síðustu mánaðamót. Þetta staðfestir Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM í svari við fyrirspurn Vísis. Starfsmennirnir unnu í mörgum deildum fyrirtækisins, svo sem við framleiðslu, sölu, dreifingu og á skrifstofu. Hermann segir uppsagnirnar lið í því að snúa taprekstri undanfarinna ára við. Unnið sé að breyttu skipulagi fyrirtækisins með það að leiðarljósi að „draga úr kostnaði, skerpa á fókus í rekstrinum og gera ÍSAM betur í stakk búið að starfa á krefjandi samkeppnismarkaði.“Sjá einnig: Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ein hagræðingarleiðin felist til að mynda í því að flytja stóran hluta starfseminnar á einn stað á Korputorgi en höfuðstöðvar ÍSAM eru að Tunguhálsi 11. Alls starfa um 400 manns hjá ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexsmiðjuna og Frón. Í apríl síðastliðnum sætti ÍSAM mikilli gagnrýni af hálfu forkólfa innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að fyrirtækið boðaði verðhækkanir, yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið var hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins. Hermann Stefánsson forstjóri tjáði Vísi á sínum tíma að tölvupósturinn hefði vissulega verið óheppilega tímasettur. Hann sagði þó að fyrirtækinu væri nauðugur kostur að hækka verð á vörum sínum í ljósi samkeppnisstöðu íslensks framleiðsluiðnaðar. Í júní síðastliðnum var svo greint frá því að hluthafar hefðu lagt ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tap fyrirtækisins jókst um 310 milljónir króna á milli ára. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. 24. apríl 2019 20:00 Lögðu ÍSAM til 800 milljónir Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára. 5. júní 2019 08:30 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Fjórtán starfsmönnum var sagt upp hjá fyrirtækinu ÍSAM um síðustu mánaðamót. Þetta staðfestir Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM í svari við fyrirspurn Vísis. Starfsmennirnir unnu í mörgum deildum fyrirtækisins, svo sem við framleiðslu, sölu, dreifingu og á skrifstofu. Hermann segir uppsagnirnar lið í því að snúa taprekstri undanfarinna ára við. Unnið sé að breyttu skipulagi fyrirtækisins með það að leiðarljósi að „draga úr kostnaði, skerpa á fókus í rekstrinum og gera ÍSAM betur í stakk búið að starfa á krefjandi samkeppnismarkaði.“Sjá einnig: Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ein hagræðingarleiðin felist til að mynda í því að flytja stóran hluta starfseminnar á einn stað á Korputorgi en höfuðstöðvar ÍSAM eru að Tunguhálsi 11. Alls starfa um 400 manns hjá ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexsmiðjuna og Frón. Í apríl síðastliðnum sætti ÍSAM mikilli gagnrýni af hálfu forkólfa innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að fyrirtækið boðaði verðhækkanir, yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið var hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins. Hermann Stefánsson forstjóri tjáði Vísi á sínum tíma að tölvupósturinn hefði vissulega verið óheppilega tímasettur. Hann sagði þó að fyrirtækinu væri nauðugur kostur að hækka verð á vörum sínum í ljósi samkeppnisstöðu íslensks framleiðsluiðnaðar. Í júní síðastliðnum var svo greint frá því að hluthafar hefðu lagt ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tap fyrirtækisins jókst um 310 milljónir króna á milli ára.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. 24. apríl 2019 20:00 Lögðu ÍSAM til 800 milljónir Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára. 5. júní 2019 08:30 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06
Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. 24. apríl 2019 20:00
Lögðu ÍSAM til 800 milljónir Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára. 5. júní 2019 08:30