Samgönguráðherra endurskoði hug sinn gagnvart Leifsstöð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. september 2019 07:00 Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri flugvallarins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að flokka alla Leifsstöð sem mikilvægan samfélagslegan innvið. Sá hluti flugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tækniframfarir í flugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari flugvélar hætti að millilenda í Keflavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja flugvöllinn. Aðstæður í efnahagslífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarflokkarnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstrinum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifsstöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjármunir í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri flugvallarins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að flokka alla Leifsstöð sem mikilvægan samfélagslegan innvið. Sá hluti flugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tækniframfarir í flugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari flugvélar hætti að millilenda í Keflavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja flugvöllinn. Aðstæður í efnahagslífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarflokkarnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstrinum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifsstöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjármunir í húfi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun