Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. september 2019 08:21 Guðrún Erla segir að það sé áskorun að sameina doktorsnámið og starfið en í því felist einnig tækifæri. ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR Guðrún Erla Jónsdóttir er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur og gegnir þessa dagana stöðu framkvæmdastjóra Veitna þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Guðrún verður með erindi á alþjóðlegu ráðstefnunni Bold Strategy Summit sem verður haldin 23. september í Hörpu en þar mun hún fjalla um nýja strauma í innleiðingu stefnu. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er svo lánsöm að starfa við það sem ég hef áhuga á. Þess utan á jóga og samvera með stórfjölskyldunni hug minn. Hvernig er morgunrútínan þín? Mér finnst best að komast snemma af stað og hreyfa mig, helst að skokka og fá endorfínið til að flæða áður en dagurinn hefst fyrir alvöru. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það er úr mörgu að velja en Dagbók Önnu Frank kemur strax upp í huga mér. Bækur Isabel Allende eru líka í miklu uppáhaldi. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin undanfarin misseri? Doktorsnámið er tímafrekt en jafnframt ákaflega skemmtileg. Það er áskorun að sameina nám og störf. En nám og starf tengist með beinum hætti og með því að ég samtvinni doktorsrannsókn starfi mínu sem stefnustjóra skapast líka spennandi tækifæri.Hver verður kjarninn í erindi þínu á ráðstefnunni? Hlutverk stjórna er snýr að stefnumiðaðri stjórnun má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þær aðferðir sem stjórn nýtir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu og til að tryggja það að samræmi sé á milli stefnu og aðgerða þannig að markmiðum verði náð. Kjarni erindis mín snýr að því hvernig stefnumiðaðir stjórnarhættir birtast og hafa áhrif í flókinni og umfangsmikilli starfsemi samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Það er mikilvægt að allar rekstrareiningar innan OR starfi eftir samræmdum stjórnarháttum og stjórn samstæðunnar hafi nauðsynlega yfirsýn til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Reynslan hefur kennt okkur að það er lykilatriði að æðstu stjórnendur líti á innleiðingu stefnu sem grundvallarverkefni og það að skila stefnumiðuðum árangri sé jafn mikilvægt og fjárhagslegur árangur fyrirtækis. Samræmt verklag (stefnumiðaðra stjórnarhátta) er mikilvægt í þessu samhengi en þó ekki það eina sem skiptir máli. Fyrirtæki eru byggð upp af fólki. Allt sem þar gerist er byggt á mannlegri hugsun og hegðun. Þess vegna skiptir öllu máli að það sé ekki eingöngu fyrir hendi vel útfærð stefna og stefnuáætlun. Það þarf líka að vera fyrir hendi menning og hugarfar sem styður við áherslur stefnunnar og þar með þann árangur sem henni er ætlað að skila. Það sem ótvírætt styður þá menningu er að framvinda stefnu og markmiða sé sýnileg og hægt sé að fylgjast með árangri með einföldum hætti. Slíkt auðveldar reglulegt endurmat á vegferðinni og skapar möguleika á ráðstöfunum í tíma. Í rekstrarumhverfi þar sem breytingar og óvissa fara stig vaxandi er stöðug eftirfylgni og endurmat algjört grundvallaratriði ef fyrirtækin eiga að geta fótað sig í þessu umhverfi. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Ég hugsa að ég færi í jógakennaranám og myndi einbeita mér að því að boða fagnaðarerindið. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég hef sett mér markmið sem ég vinn að en mér finnst samt sem áður afskaplega gott að áætla ekki um of og leyfa hlutunum að þróast og taka hverri áskorun fagnandi. Svipmynd: Guðrún Erla Jónsdóttir Nám: M.Sc. í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Er í doktorsnámi með áherslu á stjórnhætti og stefnutengt hlutverk stjórna. Rannsóknarefni mitt snýr að eigendastefnu, tilurð, hlutverki og áhrifum á störf stjórna og stjórnenda. Störf: Ég er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Tímabundið gegni ég stöðu framkvæmdastjóra Veitna, þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Fjölskylduhagir: Ég á tvo dásamlega syni og tilheyri samhentri stórfjölskyldu. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Guðrún Erla Jónsdóttir er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur og gegnir þessa dagana stöðu framkvæmdastjóra Veitna þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Guðrún verður með erindi á alþjóðlegu ráðstefnunni Bold Strategy Summit sem verður haldin 23. september í Hörpu en þar mun hún fjalla um nýja strauma í innleiðingu stefnu. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er svo lánsöm að starfa við það sem ég hef áhuga á. Þess utan á jóga og samvera með stórfjölskyldunni hug minn. Hvernig er morgunrútínan þín? Mér finnst best að komast snemma af stað og hreyfa mig, helst að skokka og fá endorfínið til að flæða áður en dagurinn hefst fyrir alvöru. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það er úr mörgu að velja en Dagbók Önnu Frank kemur strax upp í huga mér. Bækur Isabel Allende eru líka í miklu uppáhaldi. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin undanfarin misseri? Doktorsnámið er tímafrekt en jafnframt ákaflega skemmtileg. Það er áskorun að sameina nám og störf. En nám og starf tengist með beinum hætti og með því að ég samtvinni doktorsrannsókn starfi mínu sem stefnustjóra skapast líka spennandi tækifæri.Hver verður kjarninn í erindi þínu á ráðstefnunni? Hlutverk stjórna er snýr að stefnumiðaðri stjórnun má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þær aðferðir sem stjórn nýtir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu og til að tryggja það að samræmi sé á milli stefnu og aðgerða þannig að markmiðum verði náð. Kjarni erindis mín snýr að því hvernig stefnumiðaðir stjórnarhættir birtast og hafa áhrif í flókinni og umfangsmikilli starfsemi samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Það er mikilvægt að allar rekstrareiningar innan OR starfi eftir samræmdum stjórnarháttum og stjórn samstæðunnar hafi nauðsynlega yfirsýn til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Reynslan hefur kennt okkur að það er lykilatriði að æðstu stjórnendur líti á innleiðingu stefnu sem grundvallarverkefni og það að skila stefnumiðuðum árangri sé jafn mikilvægt og fjárhagslegur árangur fyrirtækis. Samræmt verklag (stefnumiðaðra stjórnarhátta) er mikilvægt í þessu samhengi en þó ekki það eina sem skiptir máli. Fyrirtæki eru byggð upp af fólki. Allt sem þar gerist er byggt á mannlegri hugsun og hegðun. Þess vegna skiptir öllu máli að það sé ekki eingöngu fyrir hendi vel útfærð stefna og stefnuáætlun. Það þarf líka að vera fyrir hendi menning og hugarfar sem styður við áherslur stefnunnar og þar með þann árangur sem henni er ætlað að skila. Það sem ótvírætt styður þá menningu er að framvinda stefnu og markmiða sé sýnileg og hægt sé að fylgjast með árangri með einföldum hætti. Slíkt auðveldar reglulegt endurmat á vegferðinni og skapar möguleika á ráðstöfunum í tíma. Í rekstrarumhverfi þar sem breytingar og óvissa fara stig vaxandi er stöðug eftirfylgni og endurmat algjört grundvallaratriði ef fyrirtækin eiga að geta fótað sig í þessu umhverfi. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Ég hugsa að ég færi í jógakennaranám og myndi einbeita mér að því að boða fagnaðarerindið. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég hef sett mér markmið sem ég vinn að en mér finnst samt sem áður afskaplega gott að áætla ekki um of og leyfa hlutunum að þróast og taka hverri áskorun fagnandi. Svipmynd: Guðrún Erla Jónsdóttir Nám: M.Sc. í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Er í doktorsnámi með áherslu á stjórnhætti og stefnutengt hlutverk stjórna. Rannsóknarefni mitt snýr að eigendastefnu, tilurð, hlutverki og áhrifum á störf stjórna og stjórnenda. Störf: Ég er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Tímabundið gegni ég stöðu framkvæmdastjóra Veitna, þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Fjölskylduhagir: Ég á tvo dásamlega syni og tilheyri samhentri stórfjölskyldu.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira