Búist við þungri umferð síðdegis í dag: „Biðjum fólk um að sýna því skilning“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2019 12:15 Miklar öryggisráðstafanir verða við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar með íslenskum ráðamönnum. Fréttablaðið/Anton Götulokanir verða víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar ásamt því sem Reykjanesbraut verður lokað tímabundið í dag. Þá er búist við þungri umferð síðdegis í dag að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Þar á meðal eru víðtækar götulokanir í Reykjavík. Klukkan ellefu í morgun lokaði Borgartún frá Katrínartúni langleiðina að Nóatúni. Lokunin stendur þar til síðdegis í dag. „Síðan um klukkan tólf taka lokanir í gildi á Sæbraut frá Snorrabraut að Kringlumýrabraut í báðar akstursáttir og munu vera lokaðar þar til síðdegis,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gangandi og hjólandi vegfarendur geta þó farið um lokaðar götur en þeir þurfa þó að halda sig utan girðinga sem afmarka lokanir. Einnig má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni í dag. „Seinni partinn verða miklar tafir á umferðinni vegna lokana hjá lögreglu og við biðjum fólk um að sýna því skilning og huga að því í tíma að komast heim því það mun taka tíma síðdegis í dag,“ sagði Unnar Már. Engin svæði verða lokuð við Reykjavíkurflugvöll og sömuleiðis ekki röskun á flugi á vellinum að sögn upplýsingafulltrúa Isavia vegna komu varaforsetans. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður lokað fyrir alla umferð inn á Reykjanesbraut í austurátt við komu fylgdarinnar. Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil fimm mínútum áður en fylgdin fer á brautina og er talið að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur. Sami háttur verður á við brottför fylgdarinnar. Áætlað er að varaforsetinn lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 12.45 og fari af landi brott sjö klukkutímum síðar, eða klukkan 19.40. Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Götulokanir verða víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar ásamt því sem Reykjanesbraut verður lokað tímabundið í dag. Þá er búist við þungri umferð síðdegis í dag að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Þar á meðal eru víðtækar götulokanir í Reykjavík. Klukkan ellefu í morgun lokaði Borgartún frá Katrínartúni langleiðina að Nóatúni. Lokunin stendur þar til síðdegis í dag. „Síðan um klukkan tólf taka lokanir í gildi á Sæbraut frá Snorrabraut að Kringlumýrabraut í báðar akstursáttir og munu vera lokaðar þar til síðdegis,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gangandi og hjólandi vegfarendur geta þó farið um lokaðar götur en þeir þurfa þó að halda sig utan girðinga sem afmarka lokanir. Einnig má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni í dag. „Seinni partinn verða miklar tafir á umferðinni vegna lokana hjá lögreglu og við biðjum fólk um að sýna því skilning og huga að því í tíma að komast heim því það mun taka tíma síðdegis í dag,“ sagði Unnar Már. Engin svæði verða lokuð við Reykjavíkurflugvöll og sömuleiðis ekki röskun á flugi á vellinum að sögn upplýsingafulltrúa Isavia vegna komu varaforsetans. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður lokað fyrir alla umferð inn á Reykjanesbraut í austurátt við komu fylgdarinnar. Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil fimm mínútum áður en fylgdin fer á brautina og er talið að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur. Sami háttur verður á við brottför fylgdarinnar. Áætlað er að varaforsetinn lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 12.45 og fari af landi brott sjö klukkutímum síðar, eða klukkan 19.40.
Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent