770 milljóna tap vegna gjaldþrots Primera Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 11:59 Vél hins gjaldþrota Primera Air á Keflavíkurflugvelli. VÍSIR Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. Að teknu tilliti til tapaðra krafna vegna gjaldþrots Primera Air og Primera Travel Group (PTG) var afkoma Heimsferða neikvæð um 767,9 milljónir króna. Alls námu tapaðar kröfur á hendur Primera Air og PTG 938,7 milljónum króna. Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða í júní á þessu ári með það að markmiði að tryggja áframhaldandi starfssemi félagsins. Hefur bankinn þegar hafið söluferli félagsins og eru viðræður við mögulega fjárfesta hafnar. Heimsferðir þurftu að ráðast í „mikla endurskipulagningu“ við gjaldþrota Primera Air og reyndust nýir flugsamningar kostnaðarsamir. Þannig er áætlað að einskiptiskostnaður vegna gjalþrotsins hafi numið tæplega 96 milljónum króna. Hagnaður eftir skatt af reglulegri starfsemi ársins nam 2,7 milljónum króna samanborið við 52,3 milljónir króna árið 2017. Úr ársreikningi Heimsferða má þó lesa að grunnrekstur fyrirtækisins hafi gengið ágætlega. Þannig námu rekstrartekjur Heimferða 4,3 milljörðum króna árið 2018, sem er um 8 prósent aukning frá fyrra ári. Þá segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða, að horfur fyrir árið 2019 séu jákvæðar - „þrátt fyrir að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi m.a. vegna áhrifa falls Primera Air.“ Þannig hafi verið gengið frá samningum um flug fyrir félagið í vetur, gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Íslandi eins og undanfarin ár og verða bæði stök flugsæti og pakkaferðir í boði fjóra daga vikunnar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. Að teknu tilliti til tapaðra krafna vegna gjaldþrots Primera Air og Primera Travel Group (PTG) var afkoma Heimsferða neikvæð um 767,9 milljónir króna. Alls námu tapaðar kröfur á hendur Primera Air og PTG 938,7 milljónum króna. Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða í júní á þessu ári með það að markmiði að tryggja áframhaldandi starfssemi félagsins. Hefur bankinn þegar hafið söluferli félagsins og eru viðræður við mögulega fjárfesta hafnar. Heimsferðir þurftu að ráðast í „mikla endurskipulagningu“ við gjaldþrota Primera Air og reyndust nýir flugsamningar kostnaðarsamir. Þannig er áætlað að einskiptiskostnaður vegna gjalþrotsins hafi numið tæplega 96 milljónum króna. Hagnaður eftir skatt af reglulegri starfsemi ársins nam 2,7 milljónum króna samanborið við 52,3 milljónir króna árið 2017. Úr ársreikningi Heimsferða má þó lesa að grunnrekstur fyrirtækisins hafi gengið ágætlega. Þannig námu rekstrartekjur Heimferða 4,3 milljörðum króna árið 2018, sem er um 8 prósent aukning frá fyrra ári. Þá segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða, að horfur fyrir árið 2019 séu jákvæðar - „þrátt fyrir að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi m.a. vegna áhrifa falls Primera Air.“ Þannig hafi verið gengið frá samningum um flug fyrir félagið í vetur, gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Íslandi eins og undanfarin ár og verða bæði stök flugsæti og pakkaferðir í boði fjóra daga vikunnar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30
Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49
Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15