Enski boltinn

Laporte spilar líklega ekki meira á þessu ári

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Laporte borinn af velli
Laporte borinn af velli vísir/getty
Ensku meistararnir í Manchester City verða án síns besta varnarmanns næstu mánuðina þar sem franski miðvörðurinn Aymeric Laporte mun þurfa góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerð.

Laporte meiddist á hné í 4-0 sigri Man City á Brighton um síðustu helgi og var borinn af velli.

Man City greindi frá því í gær að Laporte hefði farið í aðgerð á hné en hún var framkvæmd í Barcelona af spænska lækninum Ramon Cugat sem þykir einn sá færasti á sínu sviði.

Ekki kemur fram í tilkynningu félagsins hversu lengi Laporte verður frá en enskir fjölmiðlar segja frá því að Laporte muni líklega ekki snúa aftur á völlinn fyrr en í upphafi nýs árs.

Laporte var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og sá fram á að fá loksins tækifæri með franska landsliðinu í komandi landsliðsverkefni en þurfti að draga sig úr hópnum í kjölfar meiðslanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×