Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2019 14:45 Fáninn er merktur með rauðum hring á myndinni. Vísir/Vilhelm Enga glugga mátti opna á funheitum fundi viðskiptafólks með Mike Pence í Höfða í gær. Á meðan heimsókn varaforsetans stóð blakti alltof lítill fáni á himinhárri fánastöng. Svartur labradorhundur þefaði í hverju horni og blaðamenn fengu hvorki vott né þurrt á meðan þeir biðu eftir komu forsetans. Það var í mörg horn að líta hjá Önnu Karen Kristinsdóttur, móttökufulltrúa í Höfða og starfsmanns Reykjavíkurborgar, á meðan heimsókninni stóð í gær. Heimsókn sem vakti mikla athygli enda umstang mikið vegna strangra krafna um öryggisgæslu. Segja má að Höfði hafi verið aðalviðkomustaður Pence sem hitti þar fyrir forsetahjónin, utanríkisráðherra, borgarstjóra og lykilfólk beggja vegna hafs úr viðskiptalífinu.Heimsókn Frakklandsforseta bliknar í samanburði „Þetta gekk mjög vel í alla staði. Þetta var áhugavert og miklu stærra en við höfum komið nálægt. Franski forsetinn var fyrir nokkrum árum en það var ekki neitt neitt við hliðina á þessu,“ segir Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi í Höfða og starfsmaður Reykjavíkurborgar. Anna Karen segir stærstan hluta vinnunnar vegna heimsóknarinnar hafa staðið yfir í tvær vikur og þá helst síðustu dagana fyrir heimsókn. „Þetta var alveg svakalega gaman. Mögulega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Þetta reynir á því það er svo mikið áreiti.“ Nokkrir undanfarar hafi verið í aðdraganda komunnar en svo hafi síðasta vika verið „mjög massív“.Anna Karen með Pence og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Þau ræddu meðal annars um draugagang í Höfða.HariÝmsar breytingar Töluvert hefur verið fjallað um heimsókn Mike Pence í aðdragandanum. Upphaflega stóð til að hann kæmi 3. september en það breyttist. Sömuleiðis tók dagskráin stöðugum breytingum og lá ekki opinberlega fyrir að Pence-hjónin myndu hitta Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og Elizu Reid forsetafrú fyrr en í gær. „Mín reynsla er sú að þetta breytist oft mjög hratt, dagskrá og annað.“ Þá tók heimsóknin í Höfða töluverðum breytingum. „Þetta átti bara að vera innlit, ekkert annað. Svo óskaði hann sérstaklega eftir leiðsögn,“ segir Anna Karen. Starfsliðið í kringum Pence hafi sagt að Höfðaheimsóknin væri hápunktur fyrir varaforsetann því hann væri svo mikill aðdáandi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta sem sat leiðtogafundinn í Höfða 1986.Klippa: Anna Karen segir Mike Pence frá sögu Höfða Því til viðbótar hafi bæst við „round-table“, fundur með aðilum í viðskiptalífinu auk utanríkisráðherra og svo fyrrnefndur hittingur með forsetahjónunum í stað hádegisverðar á Bessastöðum.Fánavesen Það vakti athygli í gærmorgun að íslenskum og bandarískum fánum hafði verið flaggað fyrir utan Höfða. Glöggir bentu á að reglur um notkun íslenska fánans væru brotnar því sá íslenski ætti alltaf að vera lengst til vinstri frá áhorfanda séð.Fánarnir við Höfða í gær. Hér er bandarískur fáni lengst til vinstri en við því var brugðist um leið og upp komst um klúðrið.Vísir/Vilhelm„Það var bara handvömm. Við hlupum bara strax út og löguðum þetta, eðlilega,“ segir Anna Karen en þar með voru Íslendingar á samfélagsmiðlum ekki hættir að pæla í fánum við Höfða. Einn var austan við húsið, á himinhárri fánastöng og þótti sumum fáninn kjánalega lítill miðað við stöngina. Raunar virtust reglur um notkun fánans brotnar en viðmiðunarhlutföll lengdar stangar og breidd fána eru 1:5 sem voru ekki fyrir hendi. „Þessi stöng hefur ekki verið í notkun í tugi ár. Við erum nýbúin að láta gera við hana til að það sé hægt að flagga. Þetta er svo smart. Við tókum stærsta fánann sem við áttum, svakalega stóran, en hann virkar rosalega lítill á þessari svaka stöng,“ segir Anna Karen. Fáninn sé verulega stór, líklega um tvisvar sinnum stærri en þeir sem voru á lægri fánastöngunum fyrir framan Höfða. „Við þurfum að fá okkur stærri fána svo hann virki ekki svo lítill.“Labradorinn fallegi sem sinnti starfskyldum sínum vel að sögn Önnu Karenar.Vísir/VilhelmÞefað í hverjum krók og kima Leyniskyttur voru á þaki Arion banka og vopnaðir verðir sem sinntu öryggisgæslu. Ekki eitthvað sem landsmenn eiga að venjast. „Þetta var líka svona 1986 en þetta er meira áberandi núna. Þetta er af allt öðrum skala,“ segir Anna Karen. Þau hafi lært mikið af umstanginu í kringum komu Pence. Eitt af því sem öryggisverðir Bandaríkjaforseta hugðust gera var að mæta með sprengjuleitarhunda til Íslands. Sú fyrirspurn barst til Matvælastofnunar sem útskýrði að allir hundar að utan þyrftu að fara í fjögurra vikna einangrun. Of skammt var til fundarins svo ekkert varð af því. Anna Karen útskýrir að íslenskur hundur hafi þefað í hverjum krók og kima í Höfða í aðdraganda komu Pence. Hundurinn stóð vaktina fyrir utan Höfða á meðan heimsókninni stóð. „Það er alltaf þannig, hefðbundið verklag. Alltaf þegar eru svona stórar heimsóknir kemur hundur og við erum bara vön því. Þetta er bara dásamlegur hundur, ofsalega fallegur svartur labrador. Ég sá hann þefa af tösku fyrir utan og varð svo alveg vitlaus í vasann hjá eiganda sínum. Vildi fá verðlaun!“Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni í bakgrunni.Hvíta húsiðEnginn Bjarni Ben Þá vakti athygli sumra að málverk af Bjarna Benediktsson heitnum, fyrrverandi forsætisráðherra, var ekki á veggnum í forsetaherberginu í Höfða. Málverið hékk á veggnum þar í lengri tíma en var reglulega tekið niður tímabundið vegna pólitísks ágreinings. „Hún var tekin niður fyrir mörgum árum síðan,“ segir Anna Karen um myndina. Það hafi gerst í tíð Jóns Gnarr sem borgarstjóra. Nú hangir á veggnum myndin Tjörnin séð úr Þingholtunum eftir Ásgrím Jónsson og hefur gert í nokkur ár. Aðspurð hvort boðið hafi verið upp á einhvern sérstakan mat, kleinur eða gúmmelaði neitar Anna Karen því. „Við hefðum átt að bjóða upp á kleinur. Það hefði verið algjör snilld. En hér var enginn matur. Starfsfólkið niðri fékk samlokur og vatn, kaffi og te. Þetta var mjög stíft. Það voru engar veitingar. Það var skipun frá þeim,“ segir Anna Karen og vísar til öryggisgæslunnar í kringum Pence.Anna Karen segir ekki hafa verið í boði að opna glugga á viðskiptafundinum í Höfða.HariSvitabað á fundinum Pence fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Höfða en fundinn sat lykilfólk úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi. Engin loftræsting er í Höfða og þröngt á þingi í herberginu eins og lesendur Vísis sáu sem fylgdust með beinni útsendingu í gær. „Það er hægt að opna glugga en það var óskað eftir því að þeir yrðu ekki opnaðir. Þá verður alveg svakalega heitt. Við höfðum áhyggjur af því á tímabili að það myndi líða yfir einhvern,“ segir Anna Karen. Vandamálið sé þó ekki nýtt af nálinni og oft sé ekki hægt að opna gluggana í Höfða útaf veðri. En heilt á litið segir Anna Karen heimsóknina hafa tekist vel og nú taki við öðruvísi verkefni fyrir borgina. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Enga glugga mátti opna á funheitum fundi viðskiptafólks með Mike Pence í Höfða í gær. Á meðan heimsókn varaforsetans stóð blakti alltof lítill fáni á himinhárri fánastöng. Svartur labradorhundur þefaði í hverju horni og blaðamenn fengu hvorki vott né þurrt á meðan þeir biðu eftir komu forsetans. Það var í mörg horn að líta hjá Önnu Karen Kristinsdóttur, móttökufulltrúa í Höfða og starfsmanns Reykjavíkurborgar, á meðan heimsókninni stóð í gær. Heimsókn sem vakti mikla athygli enda umstang mikið vegna strangra krafna um öryggisgæslu. Segja má að Höfði hafi verið aðalviðkomustaður Pence sem hitti þar fyrir forsetahjónin, utanríkisráðherra, borgarstjóra og lykilfólk beggja vegna hafs úr viðskiptalífinu.Heimsókn Frakklandsforseta bliknar í samanburði „Þetta gekk mjög vel í alla staði. Þetta var áhugavert og miklu stærra en við höfum komið nálægt. Franski forsetinn var fyrir nokkrum árum en það var ekki neitt neitt við hliðina á þessu,“ segir Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi í Höfða og starfsmaður Reykjavíkurborgar. Anna Karen segir stærstan hluta vinnunnar vegna heimsóknarinnar hafa staðið yfir í tvær vikur og þá helst síðustu dagana fyrir heimsókn. „Þetta var alveg svakalega gaman. Mögulega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Þetta reynir á því það er svo mikið áreiti.“ Nokkrir undanfarar hafi verið í aðdraganda komunnar en svo hafi síðasta vika verið „mjög massív“.Anna Karen með Pence og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Þau ræddu meðal annars um draugagang í Höfða.HariÝmsar breytingar Töluvert hefur verið fjallað um heimsókn Mike Pence í aðdragandanum. Upphaflega stóð til að hann kæmi 3. september en það breyttist. Sömuleiðis tók dagskráin stöðugum breytingum og lá ekki opinberlega fyrir að Pence-hjónin myndu hitta Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og Elizu Reid forsetafrú fyrr en í gær. „Mín reynsla er sú að þetta breytist oft mjög hratt, dagskrá og annað.“ Þá tók heimsóknin í Höfða töluverðum breytingum. „Þetta átti bara að vera innlit, ekkert annað. Svo óskaði hann sérstaklega eftir leiðsögn,“ segir Anna Karen. Starfsliðið í kringum Pence hafi sagt að Höfðaheimsóknin væri hápunktur fyrir varaforsetann því hann væri svo mikill aðdáandi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta sem sat leiðtogafundinn í Höfða 1986.Klippa: Anna Karen segir Mike Pence frá sögu Höfða Því til viðbótar hafi bæst við „round-table“, fundur með aðilum í viðskiptalífinu auk utanríkisráðherra og svo fyrrnefndur hittingur með forsetahjónunum í stað hádegisverðar á Bessastöðum.Fánavesen Það vakti athygli í gærmorgun að íslenskum og bandarískum fánum hafði verið flaggað fyrir utan Höfða. Glöggir bentu á að reglur um notkun íslenska fánans væru brotnar því sá íslenski ætti alltaf að vera lengst til vinstri frá áhorfanda séð.Fánarnir við Höfða í gær. Hér er bandarískur fáni lengst til vinstri en við því var brugðist um leið og upp komst um klúðrið.Vísir/Vilhelm„Það var bara handvömm. Við hlupum bara strax út og löguðum þetta, eðlilega,“ segir Anna Karen en þar með voru Íslendingar á samfélagsmiðlum ekki hættir að pæla í fánum við Höfða. Einn var austan við húsið, á himinhárri fánastöng og þótti sumum fáninn kjánalega lítill miðað við stöngina. Raunar virtust reglur um notkun fánans brotnar en viðmiðunarhlutföll lengdar stangar og breidd fána eru 1:5 sem voru ekki fyrir hendi. „Þessi stöng hefur ekki verið í notkun í tugi ár. Við erum nýbúin að láta gera við hana til að það sé hægt að flagga. Þetta er svo smart. Við tókum stærsta fánann sem við áttum, svakalega stóran, en hann virkar rosalega lítill á þessari svaka stöng,“ segir Anna Karen. Fáninn sé verulega stór, líklega um tvisvar sinnum stærri en þeir sem voru á lægri fánastöngunum fyrir framan Höfða. „Við þurfum að fá okkur stærri fána svo hann virki ekki svo lítill.“Labradorinn fallegi sem sinnti starfskyldum sínum vel að sögn Önnu Karenar.Vísir/VilhelmÞefað í hverjum krók og kima Leyniskyttur voru á þaki Arion banka og vopnaðir verðir sem sinntu öryggisgæslu. Ekki eitthvað sem landsmenn eiga að venjast. „Þetta var líka svona 1986 en þetta er meira áberandi núna. Þetta er af allt öðrum skala,“ segir Anna Karen. Þau hafi lært mikið af umstanginu í kringum komu Pence. Eitt af því sem öryggisverðir Bandaríkjaforseta hugðust gera var að mæta með sprengjuleitarhunda til Íslands. Sú fyrirspurn barst til Matvælastofnunar sem útskýrði að allir hundar að utan þyrftu að fara í fjögurra vikna einangrun. Of skammt var til fundarins svo ekkert varð af því. Anna Karen útskýrir að íslenskur hundur hafi þefað í hverjum krók og kima í Höfða í aðdraganda komu Pence. Hundurinn stóð vaktina fyrir utan Höfða á meðan heimsókninni stóð. „Það er alltaf þannig, hefðbundið verklag. Alltaf þegar eru svona stórar heimsóknir kemur hundur og við erum bara vön því. Þetta er bara dásamlegur hundur, ofsalega fallegur svartur labrador. Ég sá hann þefa af tösku fyrir utan og varð svo alveg vitlaus í vasann hjá eiganda sínum. Vildi fá verðlaun!“Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni í bakgrunni.Hvíta húsiðEnginn Bjarni Ben Þá vakti athygli sumra að málverk af Bjarna Benediktsson heitnum, fyrrverandi forsætisráðherra, var ekki á veggnum í forsetaherberginu í Höfða. Málverið hékk á veggnum þar í lengri tíma en var reglulega tekið niður tímabundið vegna pólitísks ágreinings. „Hún var tekin niður fyrir mörgum árum síðan,“ segir Anna Karen um myndina. Það hafi gerst í tíð Jóns Gnarr sem borgarstjóra. Nú hangir á veggnum myndin Tjörnin séð úr Þingholtunum eftir Ásgrím Jónsson og hefur gert í nokkur ár. Aðspurð hvort boðið hafi verið upp á einhvern sérstakan mat, kleinur eða gúmmelaði neitar Anna Karen því. „Við hefðum átt að bjóða upp á kleinur. Það hefði verið algjör snilld. En hér var enginn matur. Starfsfólkið niðri fékk samlokur og vatn, kaffi og te. Þetta var mjög stíft. Það voru engar veitingar. Það var skipun frá þeim,“ segir Anna Karen og vísar til öryggisgæslunnar í kringum Pence.Anna Karen segir ekki hafa verið í boði að opna glugga á viðskiptafundinum í Höfða.HariSvitabað á fundinum Pence fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Höfða en fundinn sat lykilfólk úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi. Engin loftræsting er í Höfða og þröngt á þingi í herberginu eins og lesendur Vísis sáu sem fylgdust með beinni útsendingu í gær. „Það er hægt að opna glugga en það var óskað eftir því að þeir yrðu ekki opnaðir. Þá verður alveg svakalega heitt. Við höfðum áhyggjur af því á tímabili að það myndi líða yfir einhvern,“ segir Anna Karen. Vandamálið sé þó ekki nýtt af nálinni og oft sé ekki hægt að opna gluggana í Höfða útaf veðri. En heilt á litið segir Anna Karen heimsóknina hafa tekist vel og nú taki við öðruvísi verkefni fyrir borgina.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira