Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. september 2019 14:54 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingflokksfundarins í Valhöll í dag. Hann situr á milli þeirra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, sem gegnir stöðu dómsmálaráðherra, og Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns, sem talinn er líklegur arftaki Þórdísar í dómsmálaráðuneytinu. vísir/vilhelm Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Bjarna Benediktsson, formann flokksins, skömmu fyrir þingflokksfund í Valhöll nú á þriðja tímanum. Bjarni staðfesti að á þeim fundi sem er nú nýhafinn yrðu þingmál vetrarins aðeins rædd og ákveðið yrði hvort að næsti fundur, þar sem nýr dómsmálaráðherra verður kynntur, verði í kvöld eða fyrramálið. Boðað hefur til ríkisráðsfundar klukkan 16 á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti. Aðspurður hvort að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, væri ráðherraefni svaraði Bjarni því til að hún væri ein af þeim sem væru ráðherraefni fyrir flokkinn. Sigríður Á. Andersen er ein af þeim sem eru ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að sögn Bjarna.vísir/vilhelm Pólitísk skilaboð falin í skipaninni Fréttastofa hefur undanfarna daga leitað allra leiða til að upplýsa um hver tekur við dómsmálaráðuneytinu. Eftirtektarvert er að enginn virðist vita hver taki við og ljóst að Bjarni heldur spilunum mjög þétt að sér. Þótt það þurfi ekki að þýða miklar breytingar í sjálfu sér hver tekur við munu menn lesa í þá skipun pólitísk skilaboð. Víst er að Bjarni þarf að lægja öldur innan flokks en hann þarf jafnframt að taka tillit til samstarfsflokka í ríkisstjórn. Forystumönnum þar er tíðrætt um hið mikla traust sem ríkir þar á milli en jafnvíst er að þeim að hinum órólegri innan flokksins þykir Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn alltof eftirgefanlegur í ýmsum málum gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Vinstri grænum. Páll Magnússon kemur til Valhallar.vísir/vilhelm Hinir óánægðu og tillitssemin við samstarfsflokkana Þannig má segja að skipi Bjarni Brynjar Níelsson eða Pál Magnússon, sem báðir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í dómsmálaráðuneytinu, sé það til marks um að Bjarni vilji sýna fram á sjálfstæði sitt og rétta hinum órólegu innan flokksins sáttahönd. Þeir hinir sömu eru hins vegar ekkert alltof ánægðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, enda fer eindregin afstaða hennar í umdeildum málum fyrir brjóstið á þeim. Hins vegar má ætla að Katrín geti vel fellt sig við skipan Áslaugar út frá þeim áherslum sem hún hefur varðandi kynjasjónarmið og jafna skipan kynjanna innan ríkisstjórnar sinnar. Verði Birgir Ármannsson nýr dómsmálaráðherra verður það svo túlkað sem einhvers konar millileikur sem flestir geta fellt sig við án þess þó að vera yfir sig ánægðir með stöðu mála. Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Bjarna Benediktsson, formann flokksins, skömmu fyrir þingflokksfund í Valhöll nú á þriðja tímanum. Bjarni staðfesti að á þeim fundi sem er nú nýhafinn yrðu þingmál vetrarins aðeins rædd og ákveðið yrði hvort að næsti fundur, þar sem nýr dómsmálaráðherra verður kynntur, verði í kvöld eða fyrramálið. Boðað hefur til ríkisráðsfundar klukkan 16 á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti. Aðspurður hvort að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, væri ráðherraefni svaraði Bjarni því til að hún væri ein af þeim sem væru ráðherraefni fyrir flokkinn. Sigríður Á. Andersen er ein af þeim sem eru ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að sögn Bjarna.vísir/vilhelm Pólitísk skilaboð falin í skipaninni Fréttastofa hefur undanfarna daga leitað allra leiða til að upplýsa um hver tekur við dómsmálaráðuneytinu. Eftirtektarvert er að enginn virðist vita hver taki við og ljóst að Bjarni heldur spilunum mjög þétt að sér. Þótt það þurfi ekki að þýða miklar breytingar í sjálfu sér hver tekur við munu menn lesa í þá skipun pólitísk skilaboð. Víst er að Bjarni þarf að lægja öldur innan flokks en hann þarf jafnframt að taka tillit til samstarfsflokka í ríkisstjórn. Forystumönnum þar er tíðrætt um hið mikla traust sem ríkir þar á milli en jafnvíst er að þeim að hinum órólegri innan flokksins þykir Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn alltof eftirgefanlegur í ýmsum málum gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Vinstri grænum. Páll Magnússon kemur til Valhallar.vísir/vilhelm Hinir óánægðu og tillitssemin við samstarfsflokkana Þannig má segja að skipi Bjarni Brynjar Níelsson eða Pál Magnússon, sem báðir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í dómsmálaráðuneytinu, sé það til marks um að Bjarni vilji sýna fram á sjálfstæði sitt og rétta hinum órólegu innan flokksins sáttahönd. Þeir hinir sömu eru hins vegar ekkert alltof ánægðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, enda fer eindregin afstaða hennar í umdeildum málum fyrir brjóstið á þeim. Hins vegar má ætla að Katrín geti vel fellt sig við skipan Áslaugar út frá þeim áherslum sem hún hefur varðandi kynjasjónarmið og jafna skipan kynjanna innan ríkisstjórnar sinnar. Verði Birgir Ármannsson nýr dómsmálaráðherra verður það svo túlkað sem einhvers konar millileikur sem flestir geta fellt sig við án þess þó að vera yfir sig ánægðir með stöðu mála.
Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00