Sauðfjárbónda blöskrar umræðan um kjöt í skólum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2019 19:15 Um 110 þúsund fjár verður slátrað á næstu vikum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Fallþungi lambanna er góður og almenn ánægja með kjötskrokkana. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem vinna í sláturtíðinni á Selfossi, eða um eitt hundrað og Íslendingarnir eru fjörutíu. Sauðfjárbónda, sem fylgdi sínum lömbum til slátrunar er miður sín yfir umræðunni um að það eigi að fara að minnka kjötneyslu í mötuneytum skóla. Lambaskrokkarnir líta vel út enda sumarið búið að vera lömbunum einstaklega gott af afréttum og heimalöndum bænda á Suðurlandi í sumar „Þau líta bara vel út þessi fyrstu sem ég koma þannig að ég er viss um að þetta verður gott haust. Við vonum að sumarið teygi sig aðeins fram á haustið því að veðurskiptir líka málið á haustin hvað varðar alla flutninga að sláturhúsi, þá skiptir veðrið miklu máli og að það verði gott áfram,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá SS. Um 140 starfsmenn voru ráðnir inn í sláturtíðina, þar af um 100 útlendingar sem koma flestir frá Póllandi og Nýja Sjálandi. „Við erum að fá aftur sama fólkið ár eftir ár, sem að hjálpar okkur gríðarlega mikið í allri vinnslu, þetta er vant fólk,“ segir Benedikt.Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit en á bænum er rúmlega þúsund fjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sauðfjárbændurnir í Skarði í Landsveit, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson lögðu inn 250 lömb til slátrunar í gær. Erlendi bónda blöskrar umræðan um að það eigi að fara að minka kjötneyslu í skólum í Reykjavík og jafnvel víðar. „Eins og ég segi alltaf, fiskur og rautt kjöt, ég held að þú fáir bestu næringarefnin í gegnum það, það er alveg klárt mál, þú þarft ekki að vera að taka einhver fæðubótarefni í staðinn,“ segir Erlendur og bætir því við að það séu allt of miklir öfgar að hans mati í umræðunni í mat í mötuneytum skóla. „Já, það er of miklir öfgar, sérstaklega núna, það er orðin pólitík í þessu, það er farið að draga fólk í dilka, ertu vegan, ertu grænmetisæta eða ertu kjötæta, við erum allt fólk í landinu, þú velur hvað þú borðar og þú átt ekki að tala niður til hins aðilans, það er bara val hvers og eins. Við viljum halda okkar afurð á lofti með því að segja að við séum með góða og heilnæma vöru, ekki að hún sé einhver umhverfissóði, þvert á móti,“ segir Erlendur í Skarði. Árborg Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Um 110 þúsund fjár verður slátrað á næstu vikum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Fallþungi lambanna er góður og almenn ánægja með kjötskrokkana. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem vinna í sláturtíðinni á Selfossi, eða um eitt hundrað og Íslendingarnir eru fjörutíu. Sauðfjárbónda, sem fylgdi sínum lömbum til slátrunar er miður sín yfir umræðunni um að það eigi að fara að minnka kjötneyslu í mötuneytum skóla. Lambaskrokkarnir líta vel út enda sumarið búið að vera lömbunum einstaklega gott af afréttum og heimalöndum bænda á Suðurlandi í sumar „Þau líta bara vel út þessi fyrstu sem ég koma þannig að ég er viss um að þetta verður gott haust. Við vonum að sumarið teygi sig aðeins fram á haustið því að veðurskiptir líka málið á haustin hvað varðar alla flutninga að sláturhúsi, þá skiptir veðrið miklu máli og að það verði gott áfram,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá SS. Um 140 starfsmenn voru ráðnir inn í sláturtíðina, þar af um 100 útlendingar sem koma flestir frá Póllandi og Nýja Sjálandi. „Við erum að fá aftur sama fólkið ár eftir ár, sem að hjálpar okkur gríðarlega mikið í allri vinnslu, þetta er vant fólk,“ segir Benedikt.Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit en á bænum er rúmlega þúsund fjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sauðfjárbændurnir í Skarði í Landsveit, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson lögðu inn 250 lömb til slátrunar í gær. Erlendi bónda blöskrar umræðan um að það eigi að fara að minka kjötneyslu í skólum í Reykjavík og jafnvel víðar. „Eins og ég segi alltaf, fiskur og rautt kjöt, ég held að þú fáir bestu næringarefnin í gegnum það, það er alveg klárt mál, þú þarft ekki að vera að taka einhver fæðubótarefni í staðinn,“ segir Erlendur og bætir því við að það séu allt of miklir öfgar að hans mati í umræðunni í mat í mötuneytum skóla. „Já, það er of miklir öfgar, sérstaklega núna, það er orðin pólitík í þessu, það er farið að draga fólk í dilka, ertu vegan, ertu grænmetisæta eða ertu kjötæta, við erum allt fólk í landinu, þú velur hvað þú borðar og þú átt ekki að tala niður til hins aðilans, það er bara val hvers og eins. Við viljum halda okkar afurð á lofti með því að segja að við séum með góða og heilnæma vöru, ekki að hún sé einhver umhverfissóði, þvert á móti,“ segir Erlendur í Skarði.
Árborg Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira