Baulað á heimaliðið í opnunarleik NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 11:30 Adrian Amos, varnarmaður Green Bay Packers, er hér búinn að stela sendingu og nánast tryggja sigur síns liðs á móti Chicago Bears í nótt. Getty/Jonathan Daniel Green Bay Packers hafði betur á móti Chicago Bears í opnunarleik NFL-tímabilsins á Soldier Field í Chicago í nótt en hundraðasta tímabil ameríska fótboltans hófst með leik á milli fornfrægustu félaga deildarinnar. Green Bay Packers sýndi styrk sinn og þá sérstaklega í vörninni í 10-3 sigri en leikmenn heimaliðsins í Chicago Bears komust lítið áfram gegn Packers vörninni. Svo illa leit sóknarleikur Chicago Bears út í þessum leik að áhorfendur í Chicago bauluðu hátt á leikmenn sína eftir hverja vonbrigðasóknina á fætur annarri. 3 stig á heimavelli í leik þegar liðinu var spáð sigri er eitthvað sem fólkið í Chicago sætti sig alls ekki við.Former Bear Adrian Amos comes up with the end zone interception! @_SmashAmos31#GoPackGo : NBC : NFL App // Yahoo Sports // https://t.co/VF2AxoC5r2pic.twitter.com/ssUdV434LZ — NFL (@NFL) September 6, 2019 Mitchell Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, leit ekki vel út í þessum leik og margir kenndu því um að hann spilaði aðeins þrjár sóknir á öllu undirbúningstímabilinu. Hann sjálfur þvertók hins vegar fyrir það í viðtölum eftir leikinn. Aðeins 26 af 45 sendingar Mitchell Trubisky heppnuðust í leiknum og sendingar hans fóru aðeins 228 jarda. Trubisky kastaði boltanum líka frá sér þegar hann reyndi að troða honum á mann í vonlausri stöðu. Gamla brýnið Jimmy Graham skoraði eina snertimark leiksins í öðrum leikhluta eftir leiftursókn og flotta sendingu í boði Aaron Rodgers. Þessi sókn var frábær en annars var lítið að frétta í sóknarleik liðanna nær allan leikinn.FINAL: The @packers WIN the #NFL100 season opener! #GoPackGo (by @Lexus) pic.twitter.com/GulV1W92mC — NFL (@NFL) September 6, 2019 NFL deildin heldur áfram á sunnudaginn og þá verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Sá fyrri er leikur Jacksonville Jaguars og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 17.00 en sá síðari er leikur Dallas Cowboys og New York Giants sem hefst klukkan 20.20. Bandaríkin NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
Green Bay Packers hafði betur á móti Chicago Bears í opnunarleik NFL-tímabilsins á Soldier Field í Chicago í nótt en hundraðasta tímabil ameríska fótboltans hófst með leik á milli fornfrægustu félaga deildarinnar. Green Bay Packers sýndi styrk sinn og þá sérstaklega í vörninni í 10-3 sigri en leikmenn heimaliðsins í Chicago Bears komust lítið áfram gegn Packers vörninni. Svo illa leit sóknarleikur Chicago Bears út í þessum leik að áhorfendur í Chicago bauluðu hátt á leikmenn sína eftir hverja vonbrigðasóknina á fætur annarri. 3 stig á heimavelli í leik þegar liðinu var spáð sigri er eitthvað sem fólkið í Chicago sætti sig alls ekki við.Former Bear Adrian Amos comes up with the end zone interception! @_SmashAmos31#GoPackGo : NBC : NFL App // Yahoo Sports // https://t.co/VF2AxoC5r2pic.twitter.com/ssUdV434LZ — NFL (@NFL) September 6, 2019 Mitchell Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, leit ekki vel út í þessum leik og margir kenndu því um að hann spilaði aðeins þrjár sóknir á öllu undirbúningstímabilinu. Hann sjálfur þvertók hins vegar fyrir það í viðtölum eftir leikinn. Aðeins 26 af 45 sendingar Mitchell Trubisky heppnuðust í leiknum og sendingar hans fóru aðeins 228 jarda. Trubisky kastaði boltanum líka frá sér þegar hann reyndi að troða honum á mann í vonlausri stöðu. Gamla brýnið Jimmy Graham skoraði eina snertimark leiksins í öðrum leikhluta eftir leiftursókn og flotta sendingu í boði Aaron Rodgers. Þessi sókn var frábær en annars var lítið að frétta í sóknarleik liðanna nær allan leikinn.FINAL: The @packers WIN the #NFL100 season opener! #GoPackGo (by @Lexus) pic.twitter.com/GulV1W92mC — NFL (@NFL) September 6, 2019 NFL deildin heldur áfram á sunnudaginn og þá verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Sá fyrri er leikur Jacksonville Jaguars og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 17.00 en sá síðari er leikur Dallas Cowboys og New York Giants sem hefst klukkan 20.20.
Bandaríkin NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira