Baulað á heimaliðið í opnunarleik NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 11:30 Adrian Amos, varnarmaður Green Bay Packers, er hér búinn að stela sendingu og nánast tryggja sigur síns liðs á móti Chicago Bears í nótt. Getty/Jonathan Daniel Green Bay Packers hafði betur á móti Chicago Bears í opnunarleik NFL-tímabilsins á Soldier Field í Chicago í nótt en hundraðasta tímabil ameríska fótboltans hófst með leik á milli fornfrægustu félaga deildarinnar. Green Bay Packers sýndi styrk sinn og þá sérstaklega í vörninni í 10-3 sigri en leikmenn heimaliðsins í Chicago Bears komust lítið áfram gegn Packers vörninni. Svo illa leit sóknarleikur Chicago Bears út í þessum leik að áhorfendur í Chicago bauluðu hátt á leikmenn sína eftir hverja vonbrigðasóknina á fætur annarri. 3 stig á heimavelli í leik þegar liðinu var spáð sigri er eitthvað sem fólkið í Chicago sætti sig alls ekki við.Former Bear Adrian Amos comes up with the end zone interception! @_SmashAmos31#GoPackGo : NBC : NFL App // Yahoo Sports // https://t.co/VF2AxoC5r2pic.twitter.com/ssUdV434LZ — NFL (@NFL) September 6, 2019 Mitchell Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, leit ekki vel út í þessum leik og margir kenndu því um að hann spilaði aðeins þrjár sóknir á öllu undirbúningstímabilinu. Hann sjálfur þvertók hins vegar fyrir það í viðtölum eftir leikinn. Aðeins 26 af 45 sendingar Mitchell Trubisky heppnuðust í leiknum og sendingar hans fóru aðeins 228 jarda. Trubisky kastaði boltanum líka frá sér þegar hann reyndi að troða honum á mann í vonlausri stöðu. Gamla brýnið Jimmy Graham skoraði eina snertimark leiksins í öðrum leikhluta eftir leiftursókn og flotta sendingu í boði Aaron Rodgers. Þessi sókn var frábær en annars var lítið að frétta í sóknarleik liðanna nær allan leikinn.FINAL: The @packers WIN the #NFL100 season opener! #GoPackGo (by @Lexus) pic.twitter.com/GulV1W92mC — NFL (@NFL) September 6, 2019 NFL deildin heldur áfram á sunnudaginn og þá verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Sá fyrri er leikur Jacksonville Jaguars og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 17.00 en sá síðari er leikur Dallas Cowboys og New York Giants sem hefst klukkan 20.20. Bandaríkin NFL Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira
Green Bay Packers hafði betur á móti Chicago Bears í opnunarleik NFL-tímabilsins á Soldier Field í Chicago í nótt en hundraðasta tímabil ameríska fótboltans hófst með leik á milli fornfrægustu félaga deildarinnar. Green Bay Packers sýndi styrk sinn og þá sérstaklega í vörninni í 10-3 sigri en leikmenn heimaliðsins í Chicago Bears komust lítið áfram gegn Packers vörninni. Svo illa leit sóknarleikur Chicago Bears út í þessum leik að áhorfendur í Chicago bauluðu hátt á leikmenn sína eftir hverja vonbrigðasóknina á fætur annarri. 3 stig á heimavelli í leik þegar liðinu var spáð sigri er eitthvað sem fólkið í Chicago sætti sig alls ekki við.Former Bear Adrian Amos comes up with the end zone interception! @_SmashAmos31#GoPackGo : NBC : NFL App // Yahoo Sports // https://t.co/VF2AxoC5r2pic.twitter.com/ssUdV434LZ — NFL (@NFL) September 6, 2019 Mitchell Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, leit ekki vel út í þessum leik og margir kenndu því um að hann spilaði aðeins þrjár sóknir á öllu undirbúningstímabilinu. Hann sjálfur þvertók hins vegar fyrir það í viðtölum eftir leikinn. Aðeins 26 af 45 sendingar Mitchell Trubisky heppnuðust í leiknum og sendingar hans fóru aðeins 228 jarda. Trubisky kastaði boltanum líka frá sér þegar hann reyndi að troða honum á mann í vonlausri stöðu. Gamla brýnið Jimmy Graham skoraði eina snertimark leiksins í öðrum leikhluta eftir leiftursókn og flotta sendingu í boði Aaron Rodgers. Þessi sókn var frábær en annars var lítið að frétta í sóknarleik liðanna nær allan leikinn.FINAL: The @packers WIN the #NFL100 season opener! #GoPackGo (by @Lexus) pic.twitter.com/GulV1W92mC — NFL (@NFL) September 6, 2019 NFL deildin heldur áfram á sunnudaginn og þá verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Sá fyrri er leikur Jacksonville Jaguars og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 17.00 en sá síðari er leikur Dallas Cowboys og New York Giants sem hefst klukkan 20.20.
Bandaríkin NFL Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira