Biðlistar eftir húsnæði styttast á vakt VG Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 6. september 2019 10:13 Húsnæðismál og skortur á húsnæði hefur verið mikið vandamál allt frá hruni. Samkvæmt húsnæðisstefnu borgarinnar skal tryggja nægjanlegt framboð af stöðugu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í stöðuskýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2018 er bent á mikilvægi þess að auka framboð leiguhúsnæðis á eðlilegum kjörum á Íslandi. Félagslegum leiguíbúðum sveitarfélaga ber að tryggja einstaklingum og fjölskyldum með lágar tekjur öruggt húsnæði á boðlegum kjörum. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengdust til muna eftir efnahagshrunið 2008 þegar ófremdar ástand ríkti á húsnæðismarkaði. Á kjörtímabilinu 2014 - 2018 fjölgaði félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík um 400, og gera áætlanir borgarinnar ráð fyrir að fjölga þeim um 600 til viðbótar til ársins 2023. Tæplega áttatíu prósent alls félaglegs leiguhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavik, en þar búa rúmlega 56% íbúa svæðisins. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar fyrir hverja þúsund íbúa, en í Garðabæ er sama hlutfall um 2 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Ef hlutfall félagslegra leiguíbúða væri það sama í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjavík væru því um þúsund fleiri félagslegar leiguíbúðir á svæðinu en raunin er. Nú þegar hafa verið keyptar 82 ibúðir á fyrstu átta mánuðum ársins og gera áætlanir ráð fyrir að fjölga þeim um alls 125 til ársloka. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fengu alls 117 einstaklingar og fjölskyldur úthlutað félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Í ágúst var 31 ibúð úthlutað, eða einni á hverjum einasta degi. Umsækjendum á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur fækkað um rúm 20% frá sama tíma í fyrra. Núverandi áform um fjölgun íbúða byggja á ítarlegri þarfagreiningu sem er raunhæf í framkvæmd. Vinstri græn í borginni standa vaktina hér eftir sem hingað til og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Elín Oddný Sigurðardóttir Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Húsnæðismál og skortur á húsnæði hefur verið mikið vandamál allt frá hruni. Samkvæmt húsnæðisstefnu borgarinnar skal tryggja nægjanlegt framboð af stöðugu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í stöðuskýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2018 er bent á mikilvægi þess að auka framboð leiguhúsnæðis á eðlilegum kjörum á Íslandi. Félagslegum leiguíbúðum sveitarfélaga ber að tryggja einstaklingum og fjölskyldum með lágar tekjur öruggt húsnæði á boðlegum kjörum. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengdust til muna eftir efnahagshrunið 2008 þegar ófremdar ástand ríkti á húsnæðismarkaði. Á kjörtímabilinu 2014 - 2018 fjölgaði félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík um 400, og gera áætlanir borgarinnar ráð fyrir að fjölga þeim um 600 til viðbótar til ársins 2023. Tæplega áttatíu prósent alls félaglegs leiguhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavik, en þar búa rúmlega 56% íbúa svæðisins. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar fyrir hverja þúsund íbúa, en í Garðabæ er sama hlutfall um 2 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Ef hlutfall félagslegra leiguíbúða væri það sama í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjavík væru því um þúsund fleiri félagslegar leiguíbúðir á svæðinu en raunin er. Nú þegar hafa verið keyptar 82 ibúðir á fyrstu átta mánuðum ársins og gera áætlanir ráð fyrir að fjölga þeim um alls 125 til ársloka. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fengu alls 117 einstaklingar og fjölskyldur úthlutað félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Í ágúst var 31 ibúð úthlutað, eða einni á hverjum einasta degi. Umsækjendum á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur fækkað um rúm 20% frá sama tíma í fyrra. Núverandi áform um fjölgun íbúða byggja á ítarlegri þarfagreiningu sem er raunhæf í framkvæmd. Vinstri græn í borginni standa vaktina hér eftir sem hingað til og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar