Styðja sameiningu sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2019 20:00 Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti um miðjan ágústmánuð stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í dag var samþykkt að styðja tillögu ráðherra. „Þannig að nú erum við að sjá fram á gjörbreytt umhverfi á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum sem ég held að verði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og fyrir íbúa í landinu ekki síst,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan hefur mætt nokkurri andstöðu meðal sveitarstjóra. Skiptar skoðanir voru á fundinum í dag, sér í lagi um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. „Það lá alveg fyrir að það væru skiptar skoðanir. Ég ber alveg virðingu fyrir því sjónarmiði að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga. Þetta er óumflýjalegt að setja einhvers konar línu í sandinn sem að gefur til kynna hvað við teljum vera eðlilega stærð á sveitarfélagi til þess að geta veitt þjónustu eins og sveitarfélögum ber að gera samkvæmt lögum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég tel mikilvægt að núna eftir þennan fund og þessa samþykkt að þá fari sveitarfélögin heim og hugsi sinn gang. Það er nægur tími til stefnu og svo verður auðvitað umræða í þinginu í vetur um þingsályktunina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá vonar Aldís að þingmenn virði vilja sveitarstjórnarmanna þegar tillagan verður flutt í þinginu í haust. „Vilji sveitarstjórnarmanna liggur fyrir eftir fundinn í dag, hann er mjög skýr þannig að boltinn er hjá Alþingi og ég trúi ekki öðru en að alþingismenn virði vilja sveitarstjórnarstigsins á Íslandi,“ sagði Aldís. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti um miðjan ágústmánuð stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í dag var samþykkt að styðja tillögu ráðherra. „Þannig að nú erum við að sjá fram á gjörbreytt umhverfi á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum sem ég held að verði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og fyrir íbúa í landinu ekki síst,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan hefur mætt nokkurri andstöðu meðal sveitarstjóra. Skiptar skoðanir voru á fundinum í dag, sér í lagi um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. „Það lá alveg fyrir að það væru skiptar skoðanir. Ég ber alveg virðingu fyrir því sjónarmiði að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga. Þetta er óumflýjalegt að setja einhvers konar línu í sandinn sem að gefur til kynna hvað við teljum vera eðlilega stærð á sveitarfélagi til þess að geta veitt þjónustu eins og sveitarfélögum ber að gera samkvæmt lögum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég tel mikilvægt að núna eftir þennan fund og þessa samþykkt að þá fari sveitarfélögin heim og hugsi sinn gang. Það er nægur tími til stefnu og svo verður auðvitað umræða í þinginu í vetur um þingsályktunina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá vonar Aldís að þingmenn virði vilja sveitarstjórnarmanna þegar tillagan verður flutt í þinginu í haust. „Vilji sveitarstjórnarmanna liggur fyrir eftir fundinn í dag, hann er mjög skýr þannig að boltinn er hjá Alþingi og ég trúi ekki öðru en að alþingismenn virði vilja sveitarstjórnarstigsins á Íslandi,“ sagði Aldís.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30