Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 09:30 Khabib eftir sigurinn á Conor í fyrra. Vísir/Getty UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Khabib Nurmagomedov hlaut níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor á UFC 229 í fyrra. Banninu er nú lokið og mætir hann Dustin Poirier. Khabib er ennþá ríkjandi léttvigtarmeistari en á meðan hann var í banni setti UFC upp titilbardaga um bráðabirgðarbelti UFC til að halda hreyfingu á þyngdarflokknum. Dustin Poirier nældi sér í eitt stykki bráðabirgðartitil og verða beltin sameinuð í kvöld. Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir. Hann valtar yfir andstæðinga sína og hefur hreinlega pakkað þeim öllum saman. Hann hefur nánast aldrei lent í neinum teljandi vandræðum í UFC og hefur unnið alla 10 bardaga sína í UFC. Utan UFC var hann einnig ósigraður og er því samtals 27-0 á ferlinum í MMA sem á sér enga hliðstæðu í blönduðum bardagaíþróttum. Khabib er eins og mulningsvél sem breytir andstæðingunum í einhverja mylsnu – sama hverju andstæðingarnir hafa áorkað áður í búrinu. Hann er einfaldlega mest ríkjandi meistarinn í UFC í dag og er erfitt að sjá hann tapa á næstunni. Inn kemur Dustin Poirier sem hefur farið langt ferðalag til að komast þangað sem hann er í dag. Poirier hefur barist í alls kyns krummaskuðum í Bandaríkjunum, barist í reiðhöllum þar sem hann hefur þurft að hita upp í hestabásum, keyrt fylkja á milli svo klukkutímum skiptir til að berjast einn bardaga og þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem hann er í dag. Poirier er 17-4 í UFC og hefur aðeins einn maður þurft að berjast fleiri bardaga í UFC áður en hann fékk loksins alvöru titilbardaga (Michael Bisping). Leiðin á toppinn hjá Poirier hefur ekki verið áfallalaus en hann hefur komið sterkari til baka eftir hvert tap og orðið betri bardagamaður fyrir vikið. Poirier er mjög góður á öllum vígstöðum bardagans og hefur sýnt að hann getur svo sannarlega klárað bardaga sína með hnefunum. Hvort honum takist það gegn Khabib er síðan allt önnur spurning. UFC 242 er í Abu Dhabi og er bardagakvöldið á besta tíma hér heima. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30 Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30 Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15 Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Khabib Nurmagomedov hlaut níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor á UFC 229 í fyrra. Banninu er nú lokið og mætir hann Dustin Poirier. Khabib er ennþá ríkjandi léttvigtarmeistari en á meðan hann var í banni setti UFC upp titilbardaga um bráðabirgðarbelti UFC til að halda hreyfingu á þyngdarflokknum. Dustin Poirier nældi sér í eitt stykki bráðabirgðartitil og verða beltin sameinuð í kvöld. Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir. Hann valtar yfir andstæðinga sína og hefur hreinlega pakkað þeim öllum saman. Hann hefur nánast aldrei lent í neinum teljandi vandræðum í UFC og hefur unnið alla 10 bardaga sína í UFC. Utan UFC var hann einnig ósigraður og er því samtals 27-0 á ferlinum í MMA sem á sér enga hliðstæðu í blönduðum bardagaíþróttum. Khabib er eins og mulningsvél sem breytir andstæðingunum í einhverja mylsnu – sama hverju andstæðingarnir hafa áorkað áður í búrinu. Hann er einfaldlega mest ríkjandi meistarinn í UFC í dag og er erfitt að sjá hann tapa á næstunni. Inn kemur Dustin Poirier sem hefur farið langt ferðalag til að komast þangað sem hann er í dag. Poirier hefur barist í alls kyns krummaskuðum í Bandaríkjunum, barist í reiðhöllum þar sem hann hefur þurft að hita upp í hestabásum, keyrt fylkja á milli svo klukkutímum skiptir til að berjast einn bardaga og þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem hann er í dag. Poirier er 17-4 í UFC og hefur aðeins einn maður þurft að berjast fleiri bardaga í UFC áður en hann fékk loksins alvöru titilbardaga (Michael Bisping). Leiðin á toppinn hjá Poirier hefur ekki verið áfallalaus en hann hefur komið sterkari til baka eftir hvert tap og orðið betri bardagamaður fyrir vikið. Poirier er mjög góður á öllum vígstöðum bardagans og hefur sýnt að hann getur svo sannarlega klárað bardaga sína með hnefunum. Hvort honum takist það gegn Khabib er síðan allt önnur spurning. UFC 242 er í Abu Dhabi og er bardagakvöldið á besta tíma hér heima. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30 Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30 Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15 Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30
Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30
Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15
Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti