Væringar hjá miðaldaskylmingafélagi vegna nýnasisma Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2019 09:00 Félagið kennir svokallaðar sögulegar evrópskar skylmingar, aðallega með langsverði. Vísir/getty Tveir þjálfarar skylmingafélagsins Væringja sem kennir svonefndar sögulegar evrópskar skylmingar hafa sagt skilið við félagið eftir að formaður þess afhjúpaði sig sem forsprakka hóps nýnasista. Í yfirlýsingu mótmæla þjálfararnir því að öfgahægriöfl slái eign sinni á íþróttina. Annar þeirra segir hugmyndafræði formannsins sverta starfið. Hópur íslenskra og norrænna nýnasista sem kenna sig við Norrænu mótspyrnuhreyfinguna hafa staðið fyrir aðgerðum á Íslandi í vikunni. Um skeið hafa íslenskir nýnasistar haldið úti vefsíðunni Norðurvígi í skjóli nafnleyndar og hafa þeir meðal annars keypt auglýsingar á Facebook.Stundin greindi frá því í gær að Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda Væringja, hefði upplýst í hlaðvarpi með norrænum skoðanabræðrum sínum að hann væri leiðtogi íslenska hópsins. Það mæltist illa fyrir hjá Væringjum. Í færslu á Facebook-síðu félagsins, sem nú virðist hafa verið lokað eða eytt, er deginum lýst sem dökkum í sögu félagsins, félagsmanna og evrópskra miðaldabardagaíþrótta (HEMA) almennt. Þar er vísað til þess að Ríkharður Leó hafi sérstaklega talað um miðaldabardagaíþróttir sem góða íþrótt fyrir fólk sem deilir hugmyndafræði hans. „Vegna þessara nýlegu atburða ætla þjálfararnir Atli Freyr og Rúnar Páll að yfirgefa hópinn (ásamt öðrum félögum) til að stofna nýjan hóp sem verður á engan hátt tengdur Væringjum og/eða þessum stjórnmálaflokki – Reykjavík HEMA Club,“ segir í færslunni á ensku.Ekki tilbúin að starfa undir formerkjum nýnasisma Í samtali við Vísi segir Atli Freyr Guðmundsson, annar þjálfaranna sem sagði skilið við Væringja í gærkvöldi, að uppljóstrun Ríkharðs Leós hafi komið flatt upp á hann og fleiri. Engin tengsl hafi verið á milli Væringja og þeirrar hugmyndafræði sem formaðurinn aðhyllist og aldrei hafi verið rætt um stjórnmál á æfingum. „Við vorum nokkrir meðlimir sem fannst þetta sverta það starf sem við teljum okkur vera að vinna. Við vorum ekki tilbúin að starfa undir einhverjum formerkjum þar sem formaðurinn væri talsmaður fyrir nýnasista,“ segir Atli Freyr.Rúnar Páll Benediktsson, annar þjálfaranna, sem hefur sagt skilið við Væringja vegna öfgahyggju formannsins.AðsendHann og fleiri vilji ekki láta bendla sig við nýnasisma og því hafi þau ákveðið að stofna nýjan hóp. Fimm félagar hafi sagt skilið við Væringja nú þegar en Atli Freyr býst við því að flestir fylgi í fótspor þeirra. Enginn þeirra sem nú hafa yfirgefið félagið hafi setið í stjórn þess. Ekki náðist í Ríkharð Leó við vinnslu fréttarinnar en símanúmer sem skráð eru á hann virðast ótengd. Á vefsíðu Væringja kemur fram að félagið sé fyrsti og eini HEMA-skólinn á landinu, formlega stofnaður árið 2016. Þar séu æfðar miðaldaskylmingar, aðallega með langsverði. Væringjar voru norrænir víkingar sem gerðust málaliðar Miklagarðskeisara. Skylmingar Tengdar fréttir Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Tveir þjálfarar skylmingafélagsins Væringja sem kennir svonefndar sögulegar evrópskar skylmingar hafa sagt skilið við félagið eftir að formaður þess afhjúpaði sig sem forsprakka hóps nýnasista. Í yfirlýsingu mótmæla þjálfararnir því að öfgahægriöfl slái eign sinni á íþróttina. Annar þeirra segir hugmyndafræði formannsins sverta starfið. Hópur íslenskra og norrænna nýnasista sem kenna sig við Norrænu mótspyrnuhreyfinguna hafa staðið fyrir aðgerðum á Íslandi í vikunni. Um skeið hafa íslenskir nýnasistar haldið úti vefsíðunni Norðurvígi í skjóli nafnleyndar og hafa þeir meðal annars keypt auglýsingar á Facebook.Stundin greindi frá því í gær að Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda Væringja, hefði upplýst í hlaðvarpi með norrænum skoðanabræðrum sínum að hann væri leiðtogi íslenska hópsins. Það mæltist illa fyrir hjá Væringjum. Í færslu á Facebook-síðu félagsins, sem nú virðist hafa verið lokað eða eytt, er deginum lýst sem dökkum í sögu félagsins, félagsmanna og evrópskra miðaldabardagaíþrótta (HEMA) almennt. Þar er vísað til þess að Ríkharður Leó hafi sérstaklega talað um miðaldabardagaíþróttir sem góða íþrótt fyrir fólk sem deilir hugmyndafræði hans. „Vegna þessara nýlegu atburða ætla þjálfararnir Atli Freyr og Rúnar Páll að yfirgefa hópinn (ásamt öðrum félögum) til að stofna nýjan hóp sem verður á engan hátt tengdur Væringjum og/eða þessum stjórnmálaflokki – Reykjavík HEMA Club,“ segir í færslunni á ensku.Ekki tilbúin að starfa undir formerkjum nýnasisma Í samtali við Vísi segir Atli Freyr Guðmundsson, annar þjálfaranna sem sagði skilið við Væringja í gærkvöldi, að uppljóstrun Ríkharðs Leós hafi komið flatt upp á hann og fleiri. Engin tengsl hafi verið á milli Væringja og þeirrar hugmyndafræði sem formaðurinn aðhyllist og aldrei hafi verið rætt um stjórnmál á æfingum. „Við vorum nokkrir meðlimir sem fannst þetta sverta það starf sem við teljum okkur vera að vinna. Við vorum ekki tilbúin að starfa undir einhverjum formerkjum þar sem formaðurinn væri talsmaður fyrir nýnasista,“ segir Atli Freyr.Rúnar Páll Benediktsson, annar þjálfaranna, sem hefur sagt skilið við Væringja vegna öfgahyggju formannsins.AðsendHann og fleiri vilji ekki láta bendla sig við nýnasisma og því hafi þau ákveðið að stofna nýjan hóp. Fimm félagar hafi sagt skilið við Væringja nú þegar en Atli Freyr býst við því að flestir fylgi í fótspor þeirra. Enginn þeirra sem nú hafa yfirgefið félagið hafi setið í stjórn þess. Ekki náðist í Ríkharð Leó við vinnslu fréttarinnar en símanúmer sem skráð eru á hann virðast ótengd. Á vefsíðu Væringja kemur fram að félagið sé fyrsti og eini HEMA-skólinn á landinu, formlega stofnaður árið 2016. Þar séu æfðar miðaldaskylmingar, aðallega með langsverði. Væringjar voru norrænir víkingar sem gerðust málaliðar Miklagarðskeisara.
Skylmingar Tengdar fréttir Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30