Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2019 19:30 Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum. Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að útgjöld til öryrkja og málefna fatlaðs fólks aukast um 3,4 milljarða króna milli ára og er það meðal annars sagt skýrast af fjölgun örorkulífeyrisþega. Vísað er til þess að bæði öryrkjum og ellilífeyrisþegum hafi fjölgað og bætur hækkað. Haldi þróunin áfram með sama hætti þurfi að óbreyttu að fjármagna það með skattheimtu eða lækkun framlaga til annarra mála. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar hefur fjöldi öryrkja tvöfaldast frá aldamótum og taldi hópurinn tæplega 22 þúsund manns í janúar. Þar af um átta þúsund manns vegna geðraskana og hefur sá fjöldi ríflega tvöfaldast á sama tíma. Formaður velferðarnefndar Alþingis telur skorta forvarnir. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. „Það þarf að minnka álag og streitu í lífi fólks. Mikið af þessari aukningu er bara fólk sem er í kulnun vegna þessa vinnumarkaðar. Við þurufm að skoða það að stytta vinnuvikuna," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Frumvarp sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á almennatryggingakerfinu er í vinnslu í velferðarráðuneytinu en samkvæmt því stendur til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Mér skilst að það eigi að koma í vor. Ég veit að fólk er ekki sátt, Öryrkjabandalagið er ekki sátt við þessa nálgun," segir Halldóra. Öryrkjabandalagið hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að starfsgetumat hafi reynst mörgum öryrkjum erlendis illa. Vinnumarkaðurinn hafi ekki fylgt með störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Halldóra segir að fyrsta skrefið ætti að vera að afnema krónu á móti krónu skerðingu. „Það er skref í átt að því að auka þetta nauðsynlega traust sem þarf til þess að öryrkjar og fleiri geti treyst því að starfsgetumatið verði þeim í hag en ekki bara til að spara einhvern pening fyrir ríkið," segir Halldóra. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að útgjöld til öryrkja og málefna fatlaðs fólks aukast um 3,4 milljarða króna milli ára og er það meðal annars sagt skýrast af fjölgun örorkulífeyrisþega. Vísað er til þess að bæði öryrkjum og ellilífeyrisþegum hafi fjölgað og bætur hækkað. Haldi þróunin áfram með sama hætti þurfi að óbreyttu að fjármagna það með skattheimtu eða lækkun framlaga til annarra mála. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar hefur fjöldi öryrkja tvöfaldast frá aldamótum og taldi hópurinn tæplega 22 þúsund manns í janúar. Þar af um átta þúsund manns vegna geðraskana og hefur sá fjöldi ríflega tvöfaldast á sama tíma. Formaður velferðarnefndar Alþingis telur skorta forvarnir. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. „Það þarf að minnka álag og streitu í lífi fólks. Mikið af þessari aukningu er bara fólk sem er í kulnun vegna þessa vinnumarkaðar. Við þurufm að skoða það að stytta vinnuvikuna," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Frumvarp sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á almennatryggingakerfinu er í vinnslu í velferðarráðuneytinu en samkvæmt því stendur til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Mér skilst að það eigi að koma í vor. Ég veit að fólk er ekki sátt, Öryrkjabandalagið er ekki sátt við þessa nálgun," segir Halldóra. Öryrkjabandalagið hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að starfsgetumat hafi reynst mörgum öryrkjum erlendis illa. Vinnumarkaðurinn hafi ekki fylgt með störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Halldóra segir að fyrsta skrefið ætti að vera að afnema krónu á móti krónu skerðingu. „Það er skref í átt að því að auka þetta nauðsynlega traust sem þarf til þess að öryrkjar og fleiri geti treyst því að starfsgetumatið verði þeim í hag en ekki bara til að spara einhvern pening fyrir ríkið," segir Halldóra.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira