Enski boltinn

Áhorfendamet slegið í grannaslag á Etihad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Manchesterliðin mætust í opnunarleik efstu deildar á Englandi
Manchesterliðin mætust í opnunarleik efstu deildar á Englandi vísir/getty
Áhorfendamet var slegið þegar Manchesterliðin City og United mættust í efstu deild kvenna á Englandi í dag.

Manchester United setti kvennalið á laggirnar á ný á síðasta ári og vann liðið ensku B-deildina með yfirburðum á sínu fyrsta tímabili. Nágrannaliðið í City hefur hins vegar verið eitt sterkasta lið Englands síðustu ár.

Það var United sem byrjaði leikinn betur og var með yfirhöndina í leiknum mest allan fyrri hálfleikinn án þess þó að skora mark. Heimakonur í City mættu hins vegar sterkari í seinni hálfleikinn og komust fljótt yfir með glæsimarki frá Caroline Weir.

Þrátt fyrir að liggja á þeim rauðu undir lok leiksins urðu mörkin ekki fleiri.

Leikurinn var spilaður á Etihad vellinum í Manchester, heimavelli karlaliðs Manchester City, og komu 31213 manns á leikinn. Það er nýtt áhorfendamet á kvennaleik á Englandi, fyrra metið var aðeins 5265 manns og var það sett á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×