Draga úr vindgangi og ropi fyrir umhverfið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 19:15 Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. Kýr á beit í haga eru ekki alsaklausar með tilliti til loftslagsmála. Sem jórturdýr losa þær umtalsvert magn af metani; með vindgangi og aðallega ropi. Áætlað er að íslenskar kýr skili um 7.500 tonnum af metani út í andrúmsloftið ár hvert. Til samanburðar losa allir Íslendingar um 40 tonn á ári með sama hætti. Talið er að tæplega tíu prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna iðrastarfsemi jórturdýra. Matís ásamt fleiri erlendum sérfræðingum vinnur að rannsókn sem gæti orðið til þess að draga úr þessum mengunarvaldi. Fóðurtilraun stendur nú yfir þar sem kýr á breksri rannsóknarstofu fá íslenskt þang ís misjöfnum hlutföllum blandað í fóðrið sitt. Það á að draga úr ropi og vindgangi. Fylgst er með losuninni í klefum.Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís.„Þeir klefar eru alveg lokaðir og þar er allt metangas alveg mælt," segir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Í vetur á að liggja fyrir hvaða áhrif þangið hefur á líkamsstarfsemina. Matís hyggst síðan sækja um styrk fyrir næsta ár þar sem til stendur að rannsaka áhrif þangneyslu á dýrið.„Við þurfum að kanna öryggi og gæði. Skoða mjólkina, skoða kjötið og hvort þetta hafi einhver áhrif á það," segir Ásta. „Við vonum að í kjölfarið á þessu verðum við með einhverja vöru sem hægt verður að markaðssetja og þá væri spennandi að reyna taka þetta upp víða," segir Ásta. Til mikils getur verið að vinna þar sem metangaslosunin frá búfjárrækt á heimsvísu er gríðarleg. „Þetta er engin töfralausn en getur þó verið hlekkur í því að auka sjálfbærni," segir Ásta. Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. Kýr á beit í haga eru ekki alsaklausar með tilliti til loftslagsmála. Sem jórturdýr losa þær umtalsvert magn af metani; með vindgangi og aðallega ropi. Áætlað er að íslenskar kýr skili um 7.500 tonnum af metani út í andrúmsloftið ár hvert. Til samanburðar losa allir Íslendingar um 40 tonn á ári með sama hætti. Talið er að tæplega tíu prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna iðrastarfsemi jórturdýra. Matís ásamt fleiri erlendum sérfræðingum vinnur að rannsókn sem gæti orðið til þess að draga úr þessum mengunarvaldi. Fóðurtilraun stendur nú yfir þar sem kýr á breksri rannsóknarstofu fá íslenskt þang ís misjöfnum hlutföllum blandað í fóðrið sitt. Það á að draga úr ropi og vindgangi. Fylgst er með losuninni í klefum.Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís.„Þeir klefar eru alveg lokaðir og þar er allt metangas alveg mælt," segir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Í vetur á að liggja fyrir hvaða áhrif þangið hefur á líkamsstarfsemina. Matís hyggst síðan sækja um styrk fyrir næsta ár þar sem til stendur að rannsaka áhrif þangneyslu á dýrið.„Við þurfum að kanna öryggi og gæði. Skoða mjólkina, skoða kjötið og hvort þetta hafi einhver áhrif á það," segir Ásta. „Við vonum að í kjölfarið á þessu verðum við með einhverja vöru sem hægt verður að markaðssetja og þá væri spennandi að reyna taka þetta upp víða," segir Ásta. Til mikils getur verið að vinna þar sem metangaslosunin frá búfjárrækt á heimsvísu er gríðarleg. „Þetta er engin töfralausn en getur þó verið hlekkur í því að auka sjálfbærni," segir Ásta.
Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira