Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 8. september 2019 20:15 Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Starfsmenn embættisins upplifi ógnarstjórn. Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra vill að öll lögregluembætti verði sameinuð undir einn hatt. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun gerði heildarúttekt á Embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna óánægju innan lögregluembætta með rekstur hennar. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir félagsmenn ítrekað hafa kvartað undan störfum Ríkislögreglustjóra, bæði lögreglumenn sem starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og félagsmenn sem starfa hjá embætti Ríkislögreglustjóra. „Við höfum fengið athugasemdir frá þó nokkrum varðandi það að þeir treysti sér ekki til viðræðna við ríkislögreglustjóra og kvarti yfir ógnar - og óttastjórnun og tali um meðvirkni í efsta lagi stjórnenda,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Þá hafi mikið verið kvartað undan fatamálum lögreglumanna. Í dag sé erfitt að ná saman hópi af lögreglumönnum í samstæðum fatnaði. Auk þess sé kvartað undan því að verklagsreglur séu ekki gefnar út en það er hlutverk Ríkislögreglustjóra. „Meðal annars má nefna verklagsreglur um stöðvun ökutækja, við höfum beðið eftir þeim í mörg ár og fleiri verklagsreglum er varða okkar störf,“ segir Arinbjörn.Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/BaldurEmbætti ríkislögreglustjóra telur að úttektin eigi að beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu, ekki einungis að embættinu. „Við teljum í raun og veri að það eigi að vera hægt að ná kannski betri árangri ef að lögreglan væri heildstæðari og svo þegar maður hefur horft á þessa sundrung undanfarin fimm ár eða svo og þessi upphlaup í fjölmiðlum þá finnst mér eiginlega að það væri bara ágætt að fá einhvern utanaðkomandi, eins og ríkisendurskoðanda til að skoða bara starfsemi lögreglunnar í heild sinni,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Betri árangri megi ná í rannsóknum á tölvuglæpum og skipulagðri brotastarfsemi. Til að ná því fram þurfi að minnka yfirbyggingu. Sameina öll lögregluumdæmi og embætti ríkislögreglustjóra undir einum hatti. „Þegar lögreglan er brotin upp í svona margar stofnanir og tími stjórnenda fer í það að deila um fjárveitingar og verkefni og þetta er svona má segja bara samkeppni. Ég tel að þetta sé ekki heilbrigt fyrir lögregluna,“ segir Jón. Arinbjörn segir mikilvægt að byrja úttektina hjá embætti Ríkislögreglustjóra og það strax. Honum þyki alvarlegast að lögreglumenn skynji að ekki ríki fullt traust milli Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranna. „Sé þetta satt er grafalvarleg staða uppi. Og náttúrlega staða sem ráðuneytið verður að bregðast við strax. Ég og félagar mínir innan lögreglufélagsins teljum að stjórnandi, ríkislögreglustjóri sjálfur eigi að stíga til hliðar á meðan þessi úttekt eigi sér stað,“ segir Arinbjörn. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Starfsmenn embættisins upplifi ógnarstjórn. Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra vill að öll lögregluembætti verði sameinuð undir einn hatt. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun gerði heildarúttekt á Embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna óánægju innan lögregluembætta með rekstur hennar. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir félagsmenn ítrekað hafa kvartað undan störfum Ríkislögreglustjóra, bæði lögreglumenn sem starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og félagsmenn sem starfa hjá embætti Ríkislögreglustjóra. „Við höfum fengið athugasemdir frá þó nokkrum varðandi það að þeir treysti sér ekki til viðræðna við ríkislögreglustjóra og kvarti yfir ógnar - og óttastjórnun og tali um meðvirkni í efsta lagi stjórnenda,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Þá hafi mikið verið kvartað undan fatamálum lögreglumanna. Í dag sé erfitt að ná saman hópi af lögreglumönnum í samstæðum fatnaði. Auk þess sé kvartað undan því að verklagsreglur séu ekki gefnar út en það er hlutverk Ríkislögreglustjóra. „Meðal annars má nefna verklagsreglur um stöðvun ökutækja, við höfum beðið eftir þeim í mörg ár og fleiri verklagsreglum er varða okkar störf,“ segir Arinbjörn.Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/BaldurEmbætti ríkislögreglustjóra telur að úttektin eigi að beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu, ekki einungis að embættinu. „Við teljum í raun og veri að það eigi að vera hægt að ná kannski betri árangri ef að lögreglan væri heildstæðari og svo þegar maður hefur horft á þessa sundrung undanfarin fimm ár eða svo og þessi upphlaup í fjölmiðlum þá finnst mér eiginlega að það væri bara ágætt að fá einhvern utanaðkomandi, eins og ríkisendurskoðanda til að skoða bara starfsemi lögreglunnar í heild sinni,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Betri árangri megi ná í rannsóknum á tölvuglæpum og skipulagðri brotastarfsemi. Til að ná því fram þurfi að minnka yfirbyggingu. Sameina öll lögregluumdæmi og embætti ríkislögreglustjóra undir einum hatti. „Þegar lögreglan er brotin upp í svona margar stofnanir og tími stjórnenda fer í það að deila um fjárveitingar og verkefni og þetta er svona má segja bara samkeppni. Ég tel að þetta sé ekki heilbrigt fyrir lögregluna,“ segir Jón. Arinbjörn segir mikilvægt að byrja úttektina hjá embætti Ríkislögreglustjóra og það strax. Honum þyki alvarlegast að lögreglumenn skynji að ekki ríki fullt traust milli Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranna. „Sé þetta satt er grafalvarleg staða uppi. Og náttúrlega staða sem ráðuneytið verður að bregðast við strax. Ég og félagar mínir innan lögreglufélagsins teljum að stjórnandi, ríkislögreglustjóri sjálfur eigi að stíga til hliðar á meðan þessi úttekt eigi sér stað,“ segir Arinbjörn.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17