Yfirvöld á Bahama eyjum sæta nú aukinni gagnrýni fyrir hvernig tekist hefur verið á við eftirleik fellibylsins Dorian sem gekk yfir eyjaklasann í síðustu viku.
Íbúar á Abaco, eyjunni sem varð einna verst úti, segja litla hjálp hafa borist og að illa hafi gengið að koma í veg fyrir rán og gripdeildir.
43 eru látnir svo staðfest sé en búist er við að sú tala muni hækka og mörgþúsund manns eru nú án heimilis á eyjunum.
Stjórnvöld og stofnanir í landinu segjast hins vegar gera allt sem í þeirra valdi sé til að takast á við vandamálið, en benda á þvílíkar hamfarir sé um að ræða og verkefnið risavaxið.
Í bænum Mash Harbour á Abaco, þar sem eitt sinn bjuggu tæplega 7000 manns, er nánast allt ónýtt. Níutíu prósent bygginga í bænum gjöreyðilögðust í hamaganginum þegar Dorian gekk yfir.

