Áslaug vill verða ritari Sjálfstæðisflokksins Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2019 11:29 Áslaug Hulda Jónsdóttir aðsend Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs í Garðabæ hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari Sjálfstæðisflokksins í kjörinu sem fram fer á flokksráðsfundinum þann 14. september. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé flokknum nauðsynlegt að í forystu hans sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins. Stórir og mikilvægir málaflokkar eru undir og þá hafa einnig margir af stærstu sigrum flokksins unnist í einstökum sveitarfélögum. Þar liggur okkar sterka grasrót og að henni þarf að hlúa vel. Ég hef skipað 1. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í síðustu þremur sveitarstjórnarkosningum, þ.m.t. í síðustu kosningum þegar flokkurinn landaði sinni bestu niðurstöðu og fékk 62% fylgi og átta bæjarfulltrúa af ellefu í bæjarstjórn. Það var um leið besta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins á landinu. Slíkur árangur næst ekki af sjálfu sér í sívaxandi bæjarfélagi og ég tel mig hafa margt fram að færa í forystu Sjálfstæðisflokksins,” er haft eftir Áslaugu Huldu Jónsdóttur í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna framboðs hennar. Áslaug Hulda býr að áralangri reynslu úr starfi Sjálfstæðisflokksins og vettvangi sveitarstjórnar sem formaður bæjarráðs, forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúi, aðstoðarmaður ráðherra, kosningastjóri í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum auk annarra trúnaðarstarfa. „Ég trúi að flokkurinn eigi mikið inni hjá kjósendum um allt land. Það er hlutverk kraftmikillar forystu flokksins að virkja almennilega sem flesta flokksmenn til að uppskera sem mest,” segir Áslaug. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur einnig hefið kost á sér sem ritari flokksins. Núverandi ritari, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var nýverið skipuð dómsmálaráðherra, en samkvæmt reglum flokksins getur hún ekki gengt ráðherrastöðu og setið sem ritari flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs í Garðabæ hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari Sjálfstæðisflokksins í kjörinu sem fram fer á flokksráðsfundinum þann 14. september. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé flokknum nauðsynlegt að í forystu hans sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins. Stórir og mikilvægir málaflokkar eru undir og þá hafa einnig margir af stærstu sigrum flokksins unnist í einstökum sveitarfélögum. Þar liggur okkar sterka grasrót og að henni þarf að hlúa vel. Ég hef skipað 1. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í síðustu þremur sveitarstjórnarkosningum, þ.m.t. í síðustu kosningum þegar flokkurinn landaði sinni bestu niðurstöðu og fékk 62% fylgi og átta bæjarfulltrúa af ellefu í bæjarstjórn. Það var um leið besta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins á landinu. Slíkur árangur næst ekki af sjálfu sér í sívaxandi bæjarfélagi og ég tel mig hafa margt fram að færa í forystu Sjálfstæðisflokksins,” er haft eftir Áslaugu Huldu Jónsdóttur í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna framboðs hennar. Áslaug Hulda býr að áralangri reynslu úr starfi Sjálfstæðisflokksins og vettvangi sveitarstjórnar sem formaður bæjarráðs, forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúi, aðstoðarmaður ráðherra, kosningastjóri í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum auk annarra trúnaðarstarfa. „Ég trúi að flokkurinn eigi mikið inni hjá kjósendum um allt land. Það er hlutverk kraftmikillar forystu flokksins að virkja almennilega sem flesta flokksmenn til að uppskera sem mest,” segir Áslaug. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur einnig hefið kost á sér sem ritari flokksins. Núverandi ritari, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var nýverið skipuð dómsmálaráðherra, en samkvæmt reglum flokksins getur hún ekki gengt ráðherrastöðu og setið sem ritari flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35