Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2019 15:13 Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra Vísir/JóhannK Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. Ástæðan eru ummæli sem Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Arinbjörn sagði að félagið hefði fengið athugasemdir frá nokkrum lögreglumönnum sem kvörtuðu yfir ógnar- og óttarstjórnun innan embættis ríkislögreglustjóra og talaði einnig um meðvirkni í efstu lögum stjórnenda í því samhengi.Fréttin má sjá hér að neðan.Ásgeir segir ummæli Arinbjörns mjög óviðeigandi. Þetta er eitthvað sem þau hjá ríkislögreglustjóra þekki ekki almennt. „Ég neita þessu alfarið. Þetta er kolrangt og staða sem ég þekki ekki hér,“ segir Ásgeir. „Að væna okkur millistjórnendur um það að taka þátt í ógnarstjórn ríkislögreglustjóra, sem er alveg kolrangt. Ég bara sætti mig ekkert við þetta.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.Fréttablaðið/GVAÁsgeir viðurkenndi þó að þekkja til óánægju. „Við vitum náttúrulega að það eru einhverjir örfáir sem eru óánægðir en það endurspeglar ekki allan fjölda starfsmanna hér. Það er alveg á hreinu.“ Unnið sé að því að ná sáttum. „Ég held að það sé í rauninni allt í vinnslu. Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég held að það sé í vinnslu á viðeigandi stöðum.“ Ásgeir var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en að segja sig úr félaginu eftir að hafa verið hluti af því svo lengi. „Ég gerði þetta að vel hugsuðu máli að gera þetta. Það er mjög óviðeigandi að væna hóp manna um meðvirkni í ógnarstjórnun, sem er rangt. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun að mjög vel athugðu máli.“ Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. Ástæðan eru ummæli sem Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Arinbjörn sagði að félagið hefði fengið athugasemdir frá nokkrum lögreglumönnum sem kvörtuðu yfir ógnar- og óttarstjórnun innan embættis ríkislögreglustjóra og talaði einnig um meðvirkni í efstu lögum stjórnenda í því samhengi.Fréttin má sjá hér að neðan.Ásgeir segir ummæli Arinbjörns mjög óviðeigandi. Þetta er eitthvað sem þau hjá ríkislögreglustjóra þekki ekki almennt. „Ég neita þessu alfarið. Þetta er kolrangt og staða sem ég þekki ekki hér,“ segir Ásgeir. „Að væna okkur millistjórnendur um það að taka þátt í ógnarstjórn ríkislögreglustjóra, sem er alveg kolrangt. Ég bara sætti mig ekkert við þetta.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.Fréttablaðið/GVAÁsgeir viðurkenndi þó að þekkja til óánægju. „Við vitum náttúrulega að það eru einhverjir örfáir sem eru óánægðir en það endurspeglar ekki allan fjölda starfsmanna hér. Það er alveg á hreinu.“ Unnið sé að því að ná sáttum. „Ég held að það sé í rauninni allt í vinnslu. Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég held að það sé í vinnslu á viðeigandi stöðum.“ Ásgeir var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en að segja sig úr félaginu eftir að hafa verið hluti af því svo lengi. „Ég gerði þetta að vel hugsuðu máli að gera þetta. Það er mjög óviðeigandi að væna hóp manna um meðvirkni í ógnarstjórnun, sem er rangt. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun að mjög vel athugðu máli.“
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14