Amin var vísað úr landi þrátt fyrir hungurverkfall Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 17:17 Amin Ghayszadeh er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Amin Ghayszadeh, hælisleitandi frá Íran, hefur verið vísað úr landi. Þetta staðfesti Magnús D. Norðdahl, lögmaður Amin, í samtali við Fréttablaðið. Sunna Sæmundsdóttir ræddi við Amin í síðustu viku en hann hafði þá verið í hungurverkfalli í tólf daga til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun sinni til Grikklands. Amin Ghayszadeh er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh.Sjá einnig: Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem tekið var við Amin í síðustu viku á meðan hungurverkfallinu stóð. Grikkland Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu. 9. ágúst 2019 19:00 Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður. 8. ágúst 2019 08:30 Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. 3. september 2019 19:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Amin Ghayszadeh, hælisleitandi frá Íran, hefur verið vísað úr landi. Þetta staðfesti Magnús D. Norðdahl, lögmaður Amin, í samtali við Fréttablaðið. Sunna Sæmundsdóttir ræddi við Amin í síðustu viku en hann hafði þá verið í hungurverkfalli í tólf daga til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun sinni til Grikklands. Amin Ghayszadeh er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh.Sjá einnig: Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem tekið var við Amin í síðustu viku á meðan hungurverkfallinu stóð.
Grikkland Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu. 9. ágúst 2019 19:00 Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður. 8. ágúst 2019 08:30 Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. 3. september 2019 19:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu. 9. ágúst 2019 19:00
Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður. 8. ágúst 2019 08:30
Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. 3. september 2019 19:00