Tilgangsleysi Hörður Ægisson skrifar 30. ágúst 2019 10:00 Til hvers er rifist? Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða. Ríkisstjórnin átti síðasta vor að leiða orkupakkann í lög, enda nýtur hann stuðnings mikils meirihluta þingmanna, og snúa sér að öðrum mikilvægari málum. Þess í stað var ákveðið, undir forystu forsætisráðherra, að gefa eftir og fresta málinu fram á haust. Sú ákvörðun var fráleit. Þeim sundurlausa hópi sem hefur séð tækifæri í að gera orkupakkann að pólitísku bitbeini var eftirlátið dagskrárvaldið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir formann Vinstri grænna var tilgangurinn, að minnsta kosti út frá flokkspólitískum hagsmunum, mjög augljós – að veikja Sjálfstæðisflokkinn með því að leyfa málinu að dragast enn frekar á langinn. Það hefur tekist. Óskiljanlegt er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins lét þetta yfir sig ganga. Óþarfi er að fjölyrða mikið um innihald orkupakkans. Hann snýst öðrum þræði, rétt eins og fyrri orkulöggjöf ESB sem var fyrst innleidd í íslenskan rétt fyrir um sextán árum, um aukna neytendavernd og virkari samkeppni. Helstu nýmælin lúta að því að Orkustofnun mun verða sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Það er jákvætt skref. Orkupakkinn breytir engu um þá staðreynd, sem vart þarf að taka fram, að Ísland mun eftir sem áður ekki tilheyra innri markaði Evrópu með sölu á raforku. Það breytist aðeins með lagningu sæstrengs sem mun þarfnast samþykkis Alþingis. Slíkur strengur til Bretlands gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga en á allra síðustu árum hefur dregið nokkur úr líkum á því að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Tíma Alþingis hefur ekki verið vel varið. Í stað umræðu um þriðja orkupakkann færi betur á því að stjórnmálamenn ræddu stefnumótun í orkumálum. Íslendingar eru í einstakri stöðu. Við eigum fyrirtæki í almenningseigu, Landsvirkjun, sem er að selja eina eftirsóttustu vöru í heiminum um þessar mundir – örugga afhendingu á endurnýjanlegri orku. Verðmæti hennar mun aðeins aukast á komandi árum og miklu máli skiptir að það takist að hámarka arð okkar af þeirri auðlind. Íslendingar eru nettó útflytjendur á orku og því höfum við ríka hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna. Rökin eru efnislega þau hin sömu og eiga við um hækkun sjávarafurðaverðs fyrir sjávarútvegsþjóð. Tenging við stærri raforkumarkað, sem yrði að veruleika með lagningu sæstrengs, myndi einnig bæta nýtingu á orkunni, auka orkuöryggi og styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart erlendum stóriðjufyrirtækjum. Víglínan hefur skýrst að undanförnu. Á milli þeirra sem sjá þau miklu tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, sem gætu aukið stórkostlega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, og hinna sem vilja beita orkufyrirtækjunum í þágu atvinnusköpunar. Þeir hinir sömu og andmæla aukinni samkeppni á orkumarkaði, meðal annars sumir forystumenn ASÍ, hafa kosið að gerast hagsmunaverðir alþjóðlegra stórfyrirtækja út af áhyggjum um að þau séu að greiða of hátt raforkuverð til íslenskra skattgreiðenda. Sá málflutningur hefur verið þeim til minnkunar. Vonandi mun umræðan færast á hærra plan eftir að þriðji orkupakkinn verður leiddur í lög. Líkurnar á því eru samt litlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Til hvers er rifist? Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða. Ríkisstjórnin átti síðasta vor að leiða orkupakkann í lög, enda nýtur hann stuðnings mikils meirihluta þingmanna, og snúa sér að öðrum mikilvægari málum. Þess í stað var ákveðið, undir forystu forsætisráðherra, að gefa eftir og fresta málinu fram á haust. Sú ákvörðun var fráleit. Þeim sundurlausa hópi sem hefur séð tækifæri í að gera orkupakkann að pólitísku bitbeini var eftirlátið dagskrárvaldið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir formann Vinstri grænna var tilgangurinn, að minnsta kosti út frá flokkspólitískum hagsmunum, mjög augljós – að veikja Sjálfstæðisflokkinn með því að leyfa málinu að dragast enn frekar á langinn. Það hefur tekist. Óskiljanlegt er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins lét þetta yfir sig ganga. Óþarfi er að fjölyrða mikið um innihald orkupakkans. Hann snýst öðrum þræði, rétt eins og fyrri orkulöggjöf ESB sem var fyrst innleidd í íslenskan rétt fyrir um sextán árum, um aukna neytendavernd og virkari samkeppni. Helstu nýmælin lúta að því að Orkustofnun mun verða sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Það er jákvætt skref. Orkupakkinn breytir engu um þá staðreynd, sem vart þarf að taka fram, að Ísland mun eftir sem áður ekki tilheyra innri markaði Evrópu með sölu á raforku. Það breytist aðeins með lagningu sæstrengs sem mun þarfnast samþykkis Alþingis. Slíkur strengur til Bretlands gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga en á allra síðustu árum hefur dregið nokkur úr líkum á því að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Tíma Alþingis hefur ekki verið vel varið. Í stað umræðu um þriðja orkupakkann færi betur á því að stjórnmálamenn ræddu stefnumótun í orkumálum. Íslendingar eru í einstakri stöðu. Við eigum fyrirtæki í almenningseigu, Landsvirkjun, sem er að selja eina eftirsóttustu vöru í heiminum um þessar mundir – örugga afhendingu á endurnýjanlegri orku. Verðmæti hennar mun aðeins aukast á komandi árum og miklu máli skiptir að það takist að hámarka arð okkar af þeirri auðlind. Íslendingar eru nettó útflytjendur á orku og því höfum við ríka hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna. Rökin eru efnislega þau hin sömu og eiga við um hækkun sjávarafurðaverðs fyrir sjávarútvegsþjóð. Tenging við stærri raforkumarkað, sem yrði að veruleika með lagningu sæstrengs, myndi einnig bæta nýtingu á orkunni, auka orkuöryggi og styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart erlendum stóriðjufyrirtækjum. Víglínan hefur skýrst að undanförnu. Á milli þeirra sem sjá þau miklu tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, sem gætu aukið stórkostlega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, og hinna sem vilja beita orkufyrirtækjunum í þágu atvinnusköpunar. Þeir hinir sömu og andmæla aukinni samkeppni á orkumarkaði, meðal annars sumir forystumenn ASÍ, hafa kosið að gerast hagsmunaverðir alþjóðlegra stórfyrirtækja út af áhyggjum um að þau séu að greiða of hátt raforkuverð til íslenskra skattgreiðenda. Sá málflutningur hefur verið þeim til minnkunar. Vonandi mun umræðan færast á hærra plan eftir að þriðji orkupakkinn verður leiddur í lög. Líkurnar á því eru samt litlar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun