Misnotaði aðstöðu sína fleiri hundruð sinnum yfir átta ára tímabil Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 12:47 Björgunarmiðstöðin á Selfossi þar sem Björgunarfélag Árborgar er til húsa. hsu.is Fyrrverandi gjaldkeri björgunarfélags Árborgar sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu. Gjaldkeranum var vikið frá störfum árið 2017 þegar grunur kviknaði um brot mannsins sem má rekja aftur til ársins 2010. RÚV greindi fyrst frá ákærunni í dag sem fréttastofa hefur undir höndum. Gjaldkerinn var sjálfboðaliði hjá björgunarfélaginu eins og gildir um flesta sem sinna störfum í björgunarsveitum landsins og íþróttadeildum. Hann var gjaldkeri félagsins í lengri tíma og stóð vaktina árum saman á meðan reglulega var skipt um formenn. Þetta má sjá með því að skoða fundargerðir af heimasíðu björgunarfélagsins. Samkvæmt heimildum Vísis var hann einn með prókúru hjá félaginu. Björgunarfélagið sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í mars 2017 þar sem gjaldkerinn hefði viðurkennt að hafa nýtt viðskiptakort félagsins til að kaupa eldsneyti til eigin nota. Hafði málinu verið vísað til lögreglu til rannsóknar og harmað að gjaldkerinn hefði brugðist trausti félagsins. Sumarið 2017 kom í ljós að fjárdrátturinn virtist mun meiri en í fyrst var talið. „Það vaknar grunur um að fjárdrátturinn sé töluvert umfangsmeiri en talið var í fyrstu.Vonir eru bundnar til þess að þetta skýrist á næstu vikum,“ sagði Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, í samtali við Vísi við það tilefni. Sá grunur virðist hafa verið á rökum reistur enda virðist gjaldkerinn hafa brotið af sér mörg hundruð sinnum.Tók fé 177 sinnum af reikningi félagsins Ákæran á hendur gjaldkeranum fyrrverandi er í fimm liðum. Í fyrsta lið hennar er hann ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega fimmtán milljónir króna af fjármunum björgunarfélagsins árin 2010-2017. Tók hann alls 177 sinnum eða millifærði inn á bankareikninga sína og konu sinna fé af reikningi björgunarfélagsins. Voru úttektirnar allt frá nokkrum þúsund krónum upp í hundruð þúsunda króna. Stærsta einstaka millifærslan hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Í öðrum lið ákærunnar er hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2014-2016. Þá er honum gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins til að skuldbinda félagið þegar hann notaði kreditkort félagsins í 57 skipti í heimildarleysi. Keypti hann vörur og þjónustu til eigin nota og eftir atvikum í þágu annarra fyrir peningana. Var honum ætlað að greiða tilfallandi útgjöld tengd starfi félagsins með kreditkortinu. Upphæðin í þessum lið nam um 900 þúsund krónum.Notaði bensínkort í 186 skipti Í þriðja lið er hann aftur ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013-2016. Þá á hann að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hafa í alls átján skipti notað viðskiptareikninga björgunarfélagsins hjá Byko, Olís, Húsasmiðjunni og Jötum vélum til kaupa á vörum og þjónustu. Heildarupphæðin yfir árin fimm nam um 700 þúsund krónum. Í fjórða lið er hann ákærður fyrir notkun á eldsneytiskorti björgunarfélagsins í heimildarleysi en það voru brotin sem virðast hafa komið upp um hann árið 2017. Nýtti hann kortið í alls 186 skipti til eigin afnota en alls voru kortin sex og skráð á bifreiðar björgunarfélagsins. Heildarupphæðin sem hann keypti bensín fyrir í leyfisleysi var 1,8 milljónir króna. Er hann ákærður til vara fyrir fjárdrátt í þessum lið ákærunnar. Að lokum er gjaldkerinn fyrrverandi ákærður fyrir að hafa ráðstafað allri upphæðinni samanlagt, 17,7 milljónum króna. Þeim ávinningi sem hann hafði af brotum sínum að ofan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands þann 5. september næstkomandi. Árborg Björgunarsveitir Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fyrrverandi gjaldkeri björgunarfélags Árborgar sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu. Gjaldkeranum var vikið frá störfum árið 2017 þegar grunur kviknaði um brot mannsins sem má rekja aftur til ársins 2010. RÚV greindi fyrst frá ákærunni í dag sem fréttastofa hefur undir höndum. Gjaldkerinn var sjálfboðaliði hjá björgunarfélaginu eins og gildir um flesta sem sinna störfum í björgunarsveitum landsins og íþróttadeildum. Hann var gjaldkeri félagsins í lengri tíma og stóð vaktina árum saman á meðan reglulega var skipt um formenn. Þetta má sjá með því að skoða fundargerðir af heimasíðu björgunarfélagsins. Samkvæmt heimildum Vísis var hann einn með prókúru hjá félaginu. Björgunarfélagið sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í mars 2017 þar sem gjaldkerinn hefði viðurkennt að hafa nýtt viðskiptakort félagsins til að kaupa eldsneyti til eigin nota. Hafði málinu verið vísað til lögreglu til rannsóknar og harmað að gjaldkerinn hefði brugðist trausti félagsins. Sumarið 2017 kom í ljós að fjárdrátturinn virtist mun meiri en í fyrst var talið. „Það vaknar grunur um að fjárdrátturinn sé töluvert umfangsmeiri en talið var í fyrstu.Vonir eru bundnar til þess að þetta skýrist á næstu vikum,“ sagði Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, í samtali við Vísi við það tilefni. Sá grunur virðist hafa verið á rökum reistur enda virðist gjaldkerinn hafa brotið af sér mörg hundruð sinnum.Tók fé 177 sinnum af reikningi félagsins Ákæran á hendur gjaldkeranum fyrrverandi er í fimm liðum. Í fyrsta lið hennar er hann ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega fimmtán milljónir króna af fjármunum björgunarfélagsins árin 2010-2017. Tók hann alls 177 sinnum eða millifærði inn á bankareikninga sína og konu sinna fé af reikningi björgunarfélagsins. Voru úttektirnar allt frá nokkrum þúsund krónum upp í hundruð þúsunda króna. Stærsta einstaka millifærslan hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Í öðrum lið ákærunnar er hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2014-2016. Þá er honum gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins til að skuldbinda félagið þegar hann notaði kreditkort félagsins í 57 skipti í heimildarleysi. Keypti hann vörur og þjónustu til eigin nota og eftir atvikum í þágu annarra fyrir peningana. Var honum ætlað að greiða tilfallandi útgjöld tengd starfi félagsins með kreditkortinu. Upphæðin í þessum lið nam um 900 þúsund krónum.Notaði bensínkort í 186 skipti Í þriðja lið er hann aftur ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013-2016. Þá á hann að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hafa í alls átján skipti notað viðskiptareikninga björgunarfélagsins hjá Byko, Olís, Húsasmiðjunni og Jötum vélum til kaupa á vörum og þjónustu. Heildarupphæðin yfir árin fimm nam um 700 þúsund krónum. Í fjórða lið er hann ákærður fyrir notkun á eldsneytiskorti björgunarfélagsins í heimildarleysi en það voru brotin sem virðast hafa komið upp um hann árið 2017. Nýtti hann kortið í alls 186 skipti til eigin afnota en alls voru kortin sex og skráð á bifreiðar björgunarfélagsins. Heildarupphæðin sem hann keypti bensín fyrir í leyfisleysi var 1,8 milljónir króna. Er hann ákærður til vara fyrir fjárdrátt í þessum lið ákærunnar. Að lokum er gjaldkerinn fyrrverandi ákærður fyrir að hafa ráðstafað allri upphæðinni samanlagt, 17,7 milljónum króna. Þeim ávinningi sem hann hafði af brotum sínum að ofan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands þann 5. september næstkomandi.
Árborg Björgunarsveitir Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira