Tíminn drepinn Óttar Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Ég las á dögunum viðtal við konu sem tekið var á 100 ára afmælisdaginn. Blaðamaðurinn spurði hverju hún vildi þakka þetta langlífi. Hún sagðist alltaf hafa haft nóg að gera. Þetta kemur heim og saman við orð gömlu konunnar í Brekkukotsannál, „iðjuleysi er upphaf alls ills og þar næst ferðalög“. Nútímafólk hefur ótrúlega mikinn tíma aflögu. Vinnutíminn hefur styst og tölvur og vélar létta fólki lífið. Menn eru sífellt að leita sér leiða til að drepa tímann með einhverri afþreyingu. Það er næsta algengt að tölvuleikjaáhugamenn sitji fyrir framan skjáinn 12-16 klst. í beit. Margir liggja yfir myndböndum og alls kyns skilaboðum á netinu löngum stundum. Afþreyingariðnaðurinn er öflugur enda er markaðurinn fyrir skemmtiefni ótakmarkaður. Fólk hefur aldrei ferðast meira, húsbílar og heitir pottar seljast eins og heitar lummur á útihátíð. Síminn með alla sína afþreyingu er besti vinur barna og unglinga. En þrátt fyrir alla þessa skemmtun er algengasta kvörtun fólks hjá geðlæknum og sálfræðingum tilgangsleysi tilverunnar og almennur leiði. Fólk hefur meiri tíma til að velta fyrir sér eigin tilvistarvandamálum og reynir að láta engan harm framhjá sér fara. Aldargamla konan lýsti því hvernig henni féll aldrei verk úr hendi. Hún bætti því við að sér hefði aldrei leiðst. Enginn veit hvort langar setur í tölvunni eru jafngildi venjulegrar vinnu og einhvern tíma í framtíðinni muni aldargamall tölvuleikjafíkill þakka leikjunum langlífi sitt. Vandamálið er að þegar menn verða of uppteknir af því að drepa tímann er hætt við því að tíminn drepi þá sjálfa úr leiðindum og tilgangsleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Óttar Guðmundsson Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ég las á dögunum viðtal við konu sem tekið var á 100 ára afmælisdaginn. Blaðamaðurinn spurði hverju hún vildi þakka þetta langlífi. Hún sagðist alltaf hafa haft nóg að gera. Þetta kemur heim og saman við orð gömlu konunnar í Brekkukotsannál, „iðjuleysi er upphaf alls ills og þar næst ferðalög“. Nútímafólk hefur ótrúlega mikinn tíma aflögu. Vinnutíminn hefur styst og tölvur og vélar létta fólki lífið. Menn eru sífellt að leita sér leiða til að drepa tímann með einhverri afþreyingu. Það er næsta algengt að tölvuleikjaáhugamenn sitji fyrir framan skjáinn 12-16 klst. í beit. Margir liggja yfir myndböndum og alls kyns skilaboðum á netinu löngum stundum. Afþreyingariðnaðurinn er öflugur enda er markaðurinn fyrir skemmtiefni ótakmarkaður. Fólk hefur aldrei ferðast meira, húsbílar og heitir pottar seljast eins og heitar lummur á útihátíð. Síminn með alla sína afþreyingu er besti vinur barna og unglinga. En þrátt fyrir alla þessa skemmtun er algengasta kvörtun fólks hjá geðlæknum og sálfræðingum tilgangsleysi tilverunnar og almennur leiði. Fólk hefur meiri tíma til að velta fyrir sér eigin tilvistarvandamálum og reynir að láta engan harm framhjá sér fara. Aldargamla konan lýsti því hvernig henni féll aldrei verk úr hendi. Hún bætti því við að sér hefði aldrei leiðst. Enginn veit hvort langar setur í tölvunni eru jafngildi venjulegrar vinnu og einhvern tíma í framtíðinni muni aldargamall tölvuleikjafíkill þakka leikjunum langlífi sitt. Vandamálið er að þegar menn verða of uppteknir af því að drepa tímann er hætt við því að tíminn drepi þá sjálfa úr leiðindum og tilgangsleysi.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun