Hugnast ekki þvinguð sameining Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2019 20:30 Sveitarstjóra Strandabyggðar hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga. Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. Aukalandsþing verður haldið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í næstu viku þar sem þingsályktunartillaga samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars um lágmarksíbúafjölda, verður til umræðu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnur að því að sveitarfélögum landsins fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Ráðherra hefur boðað átak í málefnum sveitarfélaga sem kemur fram í þingsályktunartillögu sem veður lögð fram í haust. Í tillögunum er meðal annars stefnt að breytum lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi þannig að að árið 2026 verði ekki færri en þúsund íbúar í hverju sveitarfélagi. Í samráðsgátt stjórnvalda var Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga birt í lok apríl. Alls bárust tuttugu og fjórar umsagnir, frá til að mynda sveitarstjórnum og byggðarráðum. Sveitarstjórar eru ekki á allt sáttir með að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar. Sveitarstjóri Strandabyggðar vill að frekar verði horft til samvinnu sem sé nú þegar á milli. „Í mínum huga er allt sem að byggir á þvingunum aldrei gott, eða sjaldnast. Ég held að í þessu tilfelli sé nú rétt að horfa á það samstarf sem hefur átt sér stað og á sér stað til dæmis hér í Strandabyggð erum við í mjög öflugu samstarfi við Dalabyggð, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og munum bara efla það, segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldið í september þar sem fjallað verður um þingáætlunartillögu sveitarstjórnarráðherra. „Það á eftir að koma í ljós á landsþinginu 6. september hvað nákvæmlega fellst í þessu og hvaða viðmið og í rauninni stuðning sveitarfélögin mun fá af hendi stjórnvalda til þess að sameinast og mér finnst að það þurfi að liggja fyrir áður en að það verði farið að flagga einhverjum svona þvinganafána. Mér hugnast það orð ekki,“ segir Þorgeir. Þorgeir segir eðlilegt að horfa á sérstöðu hvers sveitarfélags og fyrir hvað þau standi og hvað þau séu sterk og hvernig þau yrðu sameinuð yrði að koma í ljós. Hann segir það hafa verið óvarlegt hvernig farið hefur verið fram. „Mér finnst eðlilegra að á meðan búið er að tala um það að sveitarfélög skuli horfa til sameiningar að þá hljótum við að þurfa að fá vinnufrið til þess að skoða þau mál,“ segir Þorgeir. Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sveitarstjóra Strandabyggðar hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga. Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. Aukalandsþing verður haldið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í næstu viku þar sem þingsályktunartillaga samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars um lágmarksíbúafjölda, verður til umræðu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnur að því að sveitarfélögum landsins fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Ráðherra hefur boðað átak í málefnum sveitarfélaga sem kemur fram í þingsályktunartillögu sem veður lögð fram í haust. Í tillögunum er meðal annars stefnt að breytum lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi þannig að að árið 2026 verði ekki færri en þúsund íbúar í hverju sveitarfélagi. Í samráðsgátt stjórnvalda var Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga birt í lok apríl. Alls bárust tuttugu og fjórar umsagnir, frá til að mynda sveitarstjórnum og byggðarráðum. Sveitarstjórar eru ekki á allt sáttir með að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar. Sveitarstjóri Strandabyggðar vill að frekar verði horft til samvinnu sem sé nú þegar á milli. „Í mínum huga er allt sem að byggir á þvingunum aldrei gott, eða sjaldnast. Ég held að í þessu tilfelli sé nú rétt að horfa á það samstarf sem hefur átt sér stað og á sér stað til dæmis hér í Strandabyggð erum við í mjög öflugu samstarfi við Dalabyggð, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og munum bara efla það, segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldið í september þar sem fjallað verður um þingáætlunartillögu sveitarstjórnarráðherra. „Það á eftir að koma í ljós á landsþinginu 6. september hvað nákvæmlega fellst í þessu og hvaða viðmið og í rauninni stuðning sveitarfélögin mun fá af hendi stjórnvalda til þess að sameinast og mér finnst að það þurfi að liggja fyrir áður en að það verði farið að flagga einhverjum svona þvinganafána. Mér hugnast það orð ekki,“ segir Þorgeir. Þorgeir segir eðlilegt að horfa á sérstöðu hvers sveitarfélags og fyrir hvað þau standi og hvað þau séu sterk og hvernig þau yrðu sameinuð yrði að koma í ljós. Hann segir það hafa verið óvarlegt hvernig farið hefur verið fram. „Mér finnst eðlilegra að á meðan búið er að tala um það að sveitarfélög skuli horfa til sameiningar að þá hljótum við að þurfa að fá vinnufrið til þess að skoða þau mál,“ segir Þorgeir.
Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira