Hugnast ekki þvinguð sameining Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2019 20:30 Sveitarstjóra Strandabyggðar hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga. Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. Aukalandsþing verður haldið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í næstu viku þar sem þingsályktunartillaga samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars um lágmarksíbúafjölda, verður til umræðu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnur að því að sveitarfélögum landsins fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Ráðherra hefur boðað átak í málefnum sveitarfélaga sem kemur fram í þingsályktunartillögu sem veður lögð fram í haust. Í tillögunum er meðal annars stefnt að breytum lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi þannig að að árið 2026 verði ekki færri en þúsund íbúar í hverju sveitarfélagi. Í samráðsgátt stjórnvalda var Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga birt í lok apríl. Alls bárust tuttugu og fjórar umsagnir, frá til að mynda sveitarstjórnum og byggðarráðum. Sveitarstjórar eru ekki á allt sáttir með að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar. Sveitarstjóri Strandabyggðar vill að frekar verði horft til samvinnu sem sé nú þegar á milli. „Í mínum huga er allt sem að byggir á þvingunum aldrei gott, eða sjaldnast. Ég held að í þessu tilfelli sé nú rétt að horfa á það samstarf sem hefur átt sér stað og á sér stað til dæmis hér í Strandabyggð erum við í mjög öflugu samstarfi við Dalabyggð, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og munum bara efla það, segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldið í september þar sem fjallað verður um þingáætlunartillögu sveitarstjórnarráðherra. „Það á eftir að koma í ljós á landsþinginu 6. september hvað nákvæmlega fellst í þessu og hvaða viðmið og í rauninni stuðning sveitarfélögin mun fá af hendi stjórnvalda til þess að sameinast og mér finnst að það þurfi að liggja fyrir áður en að það verði farið að flagga einhverjum svona þvinganafána. Mér hugnast það orð ekki,“ segir Þorgeir. Þorgeir segir eðlilegt að horfa á sérstöðu hvers sveitarfélags og fyrir hvað þau standi og hvað þau séu sterk og hvernig þau yrðu sameinuð yrði að koma í ljós. Hann segir það hafa verið óvarlegt hvernig farið hefur verið fram. „Mér finnst eðlilegra að á meðan búið er að tala um það að sveitarfélög skuli horfa til sameiningar að þá hljótum við að þurfa að fá vinnufrið til þess að skoða þau mál,“ segir Þorgeir. Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Sveitarstjóra Strandabyggðar hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga. Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. Aukalandsþing verður haldið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í næstu viku þar sem þingsályktunartillaga samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars um lágmarksíbúafjölda, verður til umræðu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnur að því að sveitarfélögum landsins fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Ráðherra hefur boðað átak í málefnum sveitarfélaga sem kemur fram í þingsályktunartillögu sem veður lögð fram í haust. Í tillögunum er meðal annars stefnt að breytum lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi þannig að að árið 2026 verði ekki færri en þúsund íbúar í hverju sveitarfélagi. Í samráðsgátt stjórnvalda var Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga birt í lok apríl. Alls bárust tuttugu og fjórar umsagnir, frá til að mynda sveitarstjórnum og byggðarráðum. Sveitarstjórar eru ekki á allt sáttir með að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar. Sveitarstjóri Strandabyggðar vill að frekar verði horft til samvinnu sem sé nú þegar á milli. „Í mínum huga er allt sem að byggir á þvingunum aldrei gott, eða sjaldnast. Ég held að í þessu tilfelli sé nú rétt að horfa á það samstarf sem hefur átt sér stað og á sér stað til dæmis hér í Strandabyggð erum við í mjög öflugu samstarfi við Dalabyggð, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og munum bara efla það, segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldið í september þar sem fjallað verður um þingáætlunartillögu sveitarstjórnarráðherra. „Það á eftir að koma í ljós á landsþinginu 6. september hvað nákvæmlega fellst í þessu og hvaða viðmið og í rauninni stuðning sveitarfélögin mun fá af hendi stjórnvalda til þess að sameinast og mér finnst að það þurfi að liggja fyrir áður en að það verði farið að flagga einhverjum svona þvinganafána. Mér hugnast það orð ekki,“ segir Þorgeir. Þorgeir segir eðlilegt að horfa á sérstöðu hvers sveitarfélags og fyrir hvað þau standi og hvað þau séu sterk og hvernig þau yrðu sameinuð yrði að koma í ljós. Hann segir það hafa verið óvarlegt hvernig farið hefur verið fram. „Mér finnst eðlilegra að á meðan búið er að tala um það að sveitarfélög skuli horfa til sameiningar að þá hljótum við að þurfa að fá vinnufrið til þess að skoða þau mál,“ segir Þorgeir.
Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira