Mussila fékk gullverðlaun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 07:45 Þessi mynd var tekin þegar Margrét tók við Comenius-menntaverðlaununum í júní. Margrét J. Sigurðardóttir er höfundur tölvuleiksins Mussila, sem börn víðs vegar um heim læra tónlist í gegnum. Nýlega fékk Mussila gullverðlaunin Parents Choice Awards sem besta appið. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við höfum fengið hingað til. Þau eru okkur gríðarlega mikilvæg því við erum á markaði sem er krefjandi að fara inn á,“ segir Margrét og bendir á að þarna sé notandinn annar en sá sem þarf að kaupa vöruna. „Dómnefndin er skipuð foreldrum sem leita að besta barnaefninu hverju sinni og hún veitir okkur gullverðlaunin. Það hefur mikið að segja fyrir framtíð okkar.“ Í júní síðastliðnum fékk Mussila Comenius-menntaverðlaun sem besta smáforritið og í nóvember 2018 þýsku námsgagnaverðlaunin Pedoegococal Media Awards fyrir besta stafræna efnið fyrir börn. Í heild hafa yfir 500 þúsund notendur náð sér í leikinn víðs vegar um heim. Upphaflega var hann frír, síðan jókst fræðslugildi hans og nú er áskriftarmódel komið á markað. En hvernig hugkvæmdist Margréti þessi leið til tónlistarkennslu? „Þar leiddi eitt af öðru. Ég hafði verið með Hallfríði Ólafsdóttur í verkefninu Maxímús Músikús og við létum gera tölvuleik sem gekk vel. Þá fékk ég sterka trú á að þessi leið hentaði vel, ekki síst í kennslu á nótnalestri og tónfræði. Þegar okkar samstarfi lauk fór ég út í hana af fullum krafti og fyrirtækið Mussila var stofnað 2015. Þar starfa nú fimm manns.“ Söguna rekur Margrét reyndar lengra aftur. Sjálf kveðst hún hafa spilað eftir eyranu frá því hún man eftir sér en einnig farið akademíska leið. „Nótnalesturinn og tónfræðin varð svolítið út undan en þegar ég tók það loksins föstum tökum sá ég svolítið eftir að hafa ekki lært það almennilega í upphafi námsins, þá hefði mér gengið mun betur.“ Hún telur nótur eitthvað sem eigi að kenna börnum á sama tíma og þau læri að lesa. „Þegar spjaldtölvan kom 2010 sá ég strax möguleikana í að nýta hana, því það er svolítill þröskuldur að yfirfæra tónlistina á blað og öfugt, en í tölvunni læra börnin jafnóðum gegnum leik.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikjavísir Tónlist Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Margrét J. Sigurðardóttir er höfundur tölvuleiksins Mussila, sem börn víðs vegar um heim læra tónlist í gegnum. Nýlega fékk Mussila gullverðlaunin Parents Choice Awards sem besta appið. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við höfum fengið hingað til. Þau eru okkur gríðarlega mikilvæg því við erum á markaði sem er krefjandi að fara inn á,“ segir Margrét og bendir á að þarna sé notandinn annar en sá sem þarf að kaupa vöruna. „Dómnefndin er skipuð foreldrum sem leita að besta barnaefninu hverju sinni og hún veitir okkur gullverðlaunin. Það hefur mikið að segja fyrir framtíð okkar.“ Í júní síðastliðnum fékk Mussila Comenius-menntaverðlaun sem besta smáforritið og í nóvember 2018 þýsku námsgagnaverðlaunin Pedoegococal Media Awards fyrir besta stafræna efnið fyrir börn. Í heild hafa yfir 500 þúsund notendur náð sér í leikinn víðs vegar um heim. Upphaflega var hann frír, síðan jókst fræðslugildi hans og nú er áskriftarmódel komið á markað. En hvernig hugkvæmdist Margréti þessi leið til tónlistarkennslu? „Þar leiddi eitt af öðru. Ég hafði verið með Hallfríði Ólafsdóttur í verkefninu Maxímús Músikús og við létum gera tölvuleik sem gekk vel. Þá fékk ég sterka trú á að þessi leið hentaði vel, ekki síst í kennslu á nótnalestri og tónfræði. Þegar okkar samstarfi lauk fór ég út í hana af fullum krafti og fyrirtækið Mussila var stofnað 2015. Þar starfa nú fimm manns.“ Söguna rekur Margrét reyndar lengra aftur. Sjálf kveðst hún hafa spilað eftir eyranu frá því hún man eftir sér en einnig farið akademíska leið. „Nótnalesturinn og tónfræðin varð svolítið út undan en þegar ég tók það loksins föstum tökum sá ég svolítið eftir að hafa ekki lært það almennilega í upphafi námsins, þá hefði mér gengið mun betur.“ Hún telur nótur eitthvað sem eigi að kenna börnum á sama tíma og þau læri að lesa. „Þegar spjaldtölvan kom 2010 sá ég strax möguleikana í að nýta hana, því það er svolítill þröskuldur að yfirfæra tónlistina á blað og öfugt, en í tölvunni læra börnin jafnóðum gegnum leik.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikjavísir Tónlist Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira