Ólíðandi brot Sighvatur Armundsson skrifar 20. ágúst 2019 10:00 Brot á réttindum launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru staðreynd. Þetta hefur lengi legið fyrir og nýleg skýrsla Alþýðusambandsins ætti því ekki að þurfa að koma á óvart. Umfang og eðli brotanna er hins vegar sláandi. Samkvæmt tölum frá fjórum stórum aðildarfélögum ASÍ sem telja rúman helming allra félagsmanna sambandsins voru á síðasta ári gerðar 768 launakröfur að fjárhæð um 450 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er einungis um tilvik að ræða þar sem ábendingar stéttarfélaga um vangreidd laun hafa ekki borið árangur og formlegar launakröfur því verið lagðar fram. Það er hætt við að þessar tölur segi bara hálfa söguna því ekkert er vitað um þann fjölda sem brotið er á og leitar ekki réttar síns, annaðhvort af ótta við atvinnumissi eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi þekkir ekki réttindi sín nægilega vel. Það kemur skýrt fram í gögnum ASÍ að viðkvæmustu hóparnir á vinnumarkaði, ungt fólk og erlendir ríkisborgarar, eru líklegastir til að verða fyrir brotum. Til að mynda var rúmur helmingur þessara launakrafna gerður vegna erlendra ríkisborgara sem eru um 26 prósent félagsmanna í umræddum stéttarfélögum og um 19 prósent alls vinnumarkaðarins. Samkvæmt spurningakönnun meðal erlendra félagsmanna ASÍ töldu 28 prósent sig hafa lent í því að hafa ekki fengið skriflegan ráðningarsamning á síðustu tólf mánuðum. Þetta hlutfall er auðvitað með hreinum ólíkindum en stemmir því miður við fyrri rannsóknir. Allt of stór hluti erlendra starfsmanna telur sig svo hafa orðið fyrir hinum ýmsu brotum á vinnumarkaði sem tengjast meðal annars vangreiddum launum, of fáum eða stuttum neysluhléum, sviknum frídögum og skorti á launaseðlum. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur með sitt á hreinu og virða kjarasamninga. En eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á er eitt brot einu broti of mikið. Það er bæði atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni til hagsbóta að útrýma þessum brotum en slíkt gerist ekki nema með góðri samvinnu þessara aðila. Málefni erlendra starfsmanna voru áberandi í kjarabaráttu síðastliðins vetrar. Þetta er hópur sem fram að því hafði haft fáa málsvara þrátt fyrir sífellda fjölgun. Nýrri forystu Eflingar tókst bæði að virkja þennan hóp og vekja athygli á slæmri stöðu hans. Skýrsla ASÍ sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg sú barátta var. Í lífskjarasamningnum náðust einmitt fram ýmis framfaramál sem tengdust ekki launahækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld náðu saman um mikilvægar aðgerðir til að taka á brotum á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að staðið verði við öll þau áform og að gengið verði hratt og örugglega til þeirra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Brot á réttindum launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru staðreynd. Þetta hefur lengi legið fyrir og nýleg skýrsla Alþýðusambandsins ætti því ekki að þurfa að koma á óvart. Umfang og eðli brotanna er hins vegar sláandi. Samkvæmt tölum frá fjórum stórum aðildarfélögum ASÍ sem telja rúman helming allra félagsmanna sambandsins voru á síðasta ári gerðar 768 launakröfur að fjárhæð um 450 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er einungis um tilvik að ræða þar sem ábendingar stéttarfélaga um vangreidd laun hafa ekki borið árangur og formlegar launakröfur því verið lagðar fram. Það er hætt við að þessar tölur segi bara hálfa söguna því ekkert er vitað um þann fjölda sem brotið er á og leitar ekki réttar síns, annaðhvort af ótta við atvinnumissi eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi þekkir ekki réttindi sín nægilega vel. Það kemur skýrt fram í gögnum ASÍ að viðkvæmustu hóparnir á vinnumarkaði, ungt fólk og erlendir ríkisborgarar, eru líklegastir til að verða fyrir brotum. Til að mynda var rúmur helmingur þessara launakrafna gerður vegna erlendra ríkisborgara sem eru um 26 prósent félagsmanna í umræddum stéttarfélögum og um 19 prósent alls vinnumarkaðarins. Samkvæmt spurningakönnun meðal erlendra félagsmanna ASÍ töldu 28 prósent sig hafa lent í því að hafa ekki fengið skriflegan ráðningarsamning á síðustu tólf mánuðum. Þetta hlutfall er auðvitað með hreinum ólíkindum en stemmir því miður við fyrri rannsóknir. Allt of stór hluti erlendra starfsmanna telur sig svo hafa orðið fyrir hinum ýmsu brotum á vinnumarkaði sem tengjast meðal annars vangreiddum launum, of fáum eða stuttum neysluhléum, sviknum frídögum og skorti á launaseðlum. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur með sitt á hreinu og virða kjarasamninga. En eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á er eitt brot einu broti of mikið. Það er bæði atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni til hagsbóta að útrýma þessum brotum en slíkt gerist ekki nema með góðri samvinnu þessara aðila. Málefni erlendra starfsmanna voru áberandi í kjarabaráttu síðastliðins vetrar. Þetta er hópur sem fram að því hafði haft fáa málsvara þrátt fyrir sífellda fjölgun. Nýrri forystu Eflingar tókst bæði að virkja þennan hóp og vekja athygli á slæmri stöðu hans. Skýrsla ASÍ sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg sú barátta var. Í lífskjarasamningnum náðust einmitt fram ýmis framfaramál sem tengdust ekki launahækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld náðu saman um mikilvægar aðgerðir til að taka á brotum á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að staðið verði við öll þau áform og að gengið verði hratt og örugglega til þeirra verka.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun