Hentu öllu frá sér og ferðuðust um heiminn í sex mánuði Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 14:27 Hver hefur ekki hugsað um að segja upp vinnunni, leigja út húsið og taka krakkana úr skólanum til að ferðast um heiminn, upplifa og njóta? Eflaust margir sem hafa íhugað en láta aldrei verða af því. Hjónin Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson gerðu hins vegar nákvæmlega þetta. Ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi. „Við erum eiginlega alltaf að horfa á heimskortið sem er við eldhúsborðið okkar. Við erum alltaf að horfa á heiminn og tala um það hvað við eigum eftir að sjá mikið af heiminum. Við höfum líka talað svo oft um það að okkur langar svo að fara í langt ferðalag með krökkunum okkar áður en þau verða of stór og vera lengi með þeim,“ segir Alexía og bendir á heimskortið í eldhúsi fjölskyldunnar. Hugmyndin var því komin í kollinn á þeim báðum. Hjónin sögðu upp á vinnustöðum sínum á sama tíma, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki einungis verið vegna þess að þeim langaði að ferðast, en í kjölfarið gekk það upp. Börnin voru á góðum aldri til þess að ferðast í lengri tíma og aðstæður buðu loksins upp á að draumurinn gæti ræst. Áður en í reisuna var haldið gerðu hjónin tilraun og fóru í þriggja vikna bakpokaferðalag um Portúgal. Að sögn þeirra beggja tókst sú ferð vel til og því var ákveðið að kýla á þetta. Foreldrarnir sáu um að kenna börnunum svo þau misstu ekki úr námi.Stöð 2 „Við vildum ekki vera að uppgötva einhvers staðar í Perú að við ættum engan pening. Við vorum búin að „line-a upp“ einhverjum tekjum á leiðinni og auðvitað leigja út húsið, það var lykilatriði. Svo seldum við bílinn eiginlega tveimur dögum áður en við fórum, sem þýðir auðvitað að við erum bíllaus núna – ef einhver getur skutlað mér,“ segir Guðmundur og hlær. Fjölskyldan hóf ferðalagið í Kosta Ríka, þaðan til Panama, Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu, Perú, Chile, Argentínu og að lokum til Úrúgvæ. Níu lönd á sex mánuðum og segja þau öll löndin hafa verið frábær, enginn áfangastaður betri en annar. Hér að ofan má sjá viðtal við þau Alexíu og Guðmund þar sem þau segja frá ferðalaginu ásamt frábærum myndum og myndböndum frá ferðinni. Argentína Bólivía Börn og uppeldi Chile Ekvador Ferðalög Ísland í dag Kólumbía Panama Perú Úrúgvæ Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Hver hefur ekki hugsað um að segja upp vinnunni, leigja út húsið og taka krakkana úr skólanum til að ferðast um heiminn, upplifa og njóta? Eflaust margir sem hafa íhugað en láta aldrei verða af því. Hjónin Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson gerðu hins vegar nákvæmlega þetta. Ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi. „Við erum eiginlega alltaf að horfa á heimskortið sem er við eldhúsborðið okkar. Við erum alltaf að horfa á heiminn og tala um það hvað við eigum eftir að sjá mikið af heiminum. Við höfum líka talað svo oft um það að okkur langar svo að fara í langt ferðalag með krökkunum okkar áður en þau verða of stór og vera lengi með þeim,“ segir Alexía og bendir á heimskortið í eldhúsi fjölskyldunnar. Hugmyndin var því komin í kollinn á þeim báðum. Hjónin sögðu upp á vinnustöðum sínum á sama tíma, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki einungis verið vegna þess að þeim langaði að ferðast, en í kjölfarið gekk það upp. Börnin voru á góðum aldri til þess að ferðast í lengri tíma og aðstæður buðu loksins upp á að draumurinn gæti ræst. Áður en í reisuna var haldið gerðu hjónin tilraun og fóru í þriggja vikna bakpokaferðalag um Portúgal. Að sögn þeirra beggja tókst sú ferð vel til og því var ákveðið að kýla á þetta. Foreldrarnir sáu um að kenna börnunum svo þau misstu ekki úr námi.Stöð 2 „Við vildum ekki vera að uppgötva einhvers staðar í Perú að við ættum engan pening. Við vorum búin að „line-a upp“ einhverjum tekjum á leiðinni og auðvitað leigja út húsið, það var lykilatriði. Svo seldum við bílinn eiginlega tveimur dögum áður en við fórum, sem þýðir auðvitað að við erum bíllaus núna – ef einhver getur skutlað mér,“ segir Guðmundur og hlær. Fjölskyldan hóf ferðalagið í Kosta Ríka, þaðan til Panama, Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu, Perú, Chile, Argentínu og að lokum til Úrúgvæ. Níu lönd á sex mánuðum og segja þau öll löndin hafa verið frábær, enginn áfangastaður betri en annar. Hér að ofan má sjá viðtal við þau Alexíu og Guðmund þar sem þau segja frá ferðalaginu ásamt frábærum myndum og myndböndum frá ferðinni.
Argentína Bólivía Börn og uppeldi Chile Ekvador Ferðalög Ísland í dag Kólumbía Panama Perú Úrúgvæ Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira