Meiri einhugur um framtíðarstefnuna Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Vísir Stjórnarformaður Brims segir að eftir sölu Gildis á stórum hlut í fyrirtækinu til FISK Seafood megi vænta þess að meiri einhugur verði í hluthafahópi sjávarútvegsfyrirtækisins um framtíðarstefnu þess. FISK Seafood, eins og Brim, sjái tækifæri í aukinni sölustarfsemi í Asíu. Eins og Markaðurinn greindi frá í byrjun vikunnar keypti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. „Mér finnst þessi sala í raun og veru rökrétt í ljósi þess að þeir voru ósáttir. Brim er á markaði til að fólk geti keypt og selt hlutabréfin að vild og það er ekki annað hægt en að virða þá ákvörðun hluthafa um að selja sig út,“ segir Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í samtali við Markaðinn. Kristján kom inn í stjórn Brims í vor en hann var forstjóri og aðstoðarforstjóri fyrirtækisins á árunum á árunum 2003-2005. „Í leiðinni verð ég að fagna því að fá sterkan aðila úr sjávarútveginum sem hefur mikla reynslu, þekkingu og skilning á því hvernig maður rekur sjávarútvegsfyrirtæki í útflutningi.“ Sala Gildis kemur í kjölfar þess að kaup Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína var samþykkt á hluthafafundi félagsins síðustu viku. Seljandinn ver ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Gildi greiddi atkvæði gegn tillögunni og hafði gagnrýnt hana í aðdraganda fundarins. Kristján leiðir líkur að því að ein af ástæðunum að baki því að FISK Seafood kom inn í hluthafahóp Brims séu tækifærin sem felast í öflugu markaðsstarfi í Asíu. „Það má gera sér í hugarlund að þeir sjái það sem styrkleika að Brim, til viðbótar við að vera sjávarútvegsfyrirtæki sem þeir þekkja og skilja, er eftir kaupin í mjög sterkri stöðu á mjög mikilvægum mörkuðum fyrir sjávarfang sem verða enn mikilvægari í framtíðinni,“ segir Kristján. „Það er augljóst mál að Asíumarkaðir eru ekki bara stærstu sjávarfangsmarkaðir í heimi heldur felast þar einnig gífurleg tækifæri í framtíðinni og ekki síst vegna þess að Ísland er með fríverzlunarsamning við Kína. Þetta eru fjölmennir markaðir og lífskjaravöxturinn hefur lyft hundruðum milljóna úr fátækt á skömmum tíma.“ Spurður um ákvörðun hvort að hvarf Gildis og innkoma FISK Seafood auðveldi mótun framtíðarstefnu segir Kristján að vænta megi þess að meiri einhugur verði í hluthafahópnum. „Það má vænta þess þegar hluthafi, sem er sá eini sem hefur, að mér virðist, verið ósáttur við þessa stefnu er farinn út og inn er kominn annar, sem kaupir sig inn í fyrirtækið og kaupir stefnu þess með. Að þá verði meiri einhugur í hluthafahópnum,“ segir Kristján. FISK Seafood er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með tæplega 5,3 prósenta aflahlutdeild á meðan hlutdeild Brims, sem er með mestu aflahlutdeild allra íslenskra útgerða, mældist 9,76 prósent í mars síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Stjórnarformaður Brims segir að eftir sölu Gildis á stórum hlut í fyrirtækinu til FISK Seafood megi vænta þess að meiri einhugur verði í hluthafahópi sjávarútvegsfyrirtækisins um framtíðarstefnu þess. FISK Seafood, eins og Brim, sjái tækifæri í aukinni sölustarfsemi í Asíu. Eins og Markaðurinn greindi frá í byrjun vikunnar keypti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. „Mér finnst þessi sala í raun og veru rökrétt í ljósi þess að þeir voru ósáttir. Brim er á markaði til að fólk geti keypt og selt hlutabréfin að vild og það er ekki annað hægt en að virða þá ákvörðun hluthafa um að selja sig út,“ segir Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í samtali við Markaðinn. Kristján kom inn í stjórn Brims í vor en hann var forstjóri og aðstoðarforstjóri fyrirtækisins á árunum á árunum 2003-2005. „Í leiðinni verð ég að fagna því að fá sterkan aðila úr sjávarútveginum sem hefur mikla reynslu, þekkingu og skilning á því hvernig maður rekur sjávarútvegsfyrirtæki í útflutningi.“ Sala Gildis kemur í kjölfar þess að kaup Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína var samþykkt á hluthafafundi félagsins síðustu viku. Seljandinn ver ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Gildi greiddi atkvæði gegn tillögunni og hafði gagnrýnt hana í aðdraganda fundarins. Kristján leiðir líkur að því að ein af ástæðunum að baki því að FISK Seafood kom inn í hluthafahóp Brims séu tækifærin sem felast í öflugu markaðsstarfi í Asíu. „Það má gera sér í hugarlund að þeir sjái það sem styrkleika að Brim, til viðbótar við að vera sjávarútvegsfyrirtæki sem þeir þekkja og skilja, er eftir kaupin í mjög sterkri stöðu á mjög mikilvægum mörkuðum fyrir sjávarfang sem verða enn mikilvægari í framtíðinni,“ segir Kristján. „Það er augljóst mál að Asíumarkaðir eru ekki bara stærstu sjávarfangsmarkaðir í heimi heldur felast þar einnig gífurleg tækifæri í framtíðinni og ekki síst vegna þess að Ísland er með fríverzlunarsamning við Kína. Þetta eru fjölmennir markaðir og lífskjaravöxturinn hefur lyft hundruðum milljóna úr fátækt á skömmum tíma.“ Spurður um ákvörðun hvort að hvarf Gildis og innkoma FISK Seafood auðveldi mótun framtíðarstefnu segir Kristján að vænta megi þess að meiri einhugur verði í hluthafahópnum. „Það má vænta þess þegar hluthafi, sem er sá eini sem hefur, að mér virðist, verið ósáttur við þessa stefnu er farinn út og inn er kominn annar, sem kaupir sig inn í fyrirtækið og kaupir stefnu þess með. Að þá verði meiri einhugur í hluthafahópnum,“ segir Kristján. FISK Seafood er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með tæplega 5,3 prósenta aflahlutdeild á meðan hlutdeild Brims, sem er með mestu aflahlutdeild allra íslenskra útgerða, mældist 9,76 prósent í mars síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira